Veiðimaðurinn - 01.12.1955, Blaðsíða 35

Veiðimaðurinn - 01.12.1955, Blaðsíða 35
Fyrsta alþjóðaþing I.G.F. FYRIR skömmu var haldin í Rotter- dam ráðstefna, sem getur markað merki- leg tímamót í sögu sportveiðinnar. Það var fyrsta þing Alþjóða-kastsambandsins. Fulltrúar mættu frá Ástralíu, Belgíu, Englandi, Finnlandi, Hollandi, Nýja Sjá- landi, Noregi, Skotlandi, Svíþjóð, Þýzka- landi og Bandaríkjunum. Forseti ;am- bandsins er heimsmeistarinn í flugkasti, Myron Gregory frá San Francisco, og stýrði hann þinginu. Alls eru nú um 100 þúsund manns í félögum I.C.F., og það var tilkynnt á þinginu að reynt yrði að fá ílugu- og spinningskast viðurkennt sem keppniíþrótt á Ólympíuleikunum. Kastsamband Hollands sá um undir- búning þingsins, og aðalmál þess var uppástunga um sameiginlegar alþjóða- kastreglur, frá Norges Flue- og Sluk- kasterforbund. Tíu kastgreinar, sem stungið var upp á, voru allar samþykkt- ar. Fulltrúar Norðmanna lögðu til, að keppa yrði í minnst 6 af hinum 10 al- pjóðlegu greinum, á hverju kastmóti, til þess að það gæti talist alþjóðakeppni. Var það samþykkt einróma, og héðan í frá munu kastmenn allra landa fylgja sömu reglum og nota sams konar tæki á alþjóðamótum sínum. í veizlu, sem haldin var í ráðhúsi Rott- erdamborgar, hélt forseti bæjarstjórn- arinnar ræðu og sagði m. a. að bærinr hefði látið gera kasttjarnir fyrir samtök in, byggt bryggjur og séð um annan ú: búnað. Menn litu þar á þessa íþrótt ser hina beztu heilsulind fyrir fóik á i: um aldri. Upp frá þessu verða alþjóðleg kast- mót haldin ár hvert í löndum sambands- félaganna, hverju af öðru. Norðmenn hafa í hyggju að reyna að fá samþykkt að fyrsta mótið verði haldið í Oslo. Telja þeir það gott tækifæri til að kynna Noreg sem ferðamannaland. Veiðimaðurinn mun reyna að ná í iög sambandsins og keppnisreglurnar og segja nánar frá samtökum þessum síðar, þar sem sennilegt er að íslenzkir kast- snillingar hafi áhuga fyrir félagsskapn- um og framtíðaráformum lians. Hver veit nerna við eigum eftir að eignast heimsmeistara eða verðalaunantenn í þessari íþróttagrein? VEIÐIMENN. NOTIÐ skammdegið og jólaleyfið til þess að gera eitthvað fyrir ritið ykkar. Takið nú rögg á ykkur og sernjið hug- leiðingar, skrifið upp veiðisögur og yrkið vísur eða kvæði og sendið oss það til birtingar í næsta hefti. Það styttir skamm- degið og biðina eftir næsta sumri, að fást við þessa hluti. Ykkur líður vel meðan þið eruð að þessu. A þennan hátt getið þið farið í skemmtilegar veiði- ferðir um háskammdegið. Ritstj. VlilÐIMAÐURINN 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.