Veiðimaðurinn - 01.12.1955, Qupperneq 35
Fyrsta alþjóðaþing I.G.F.
FYRIR skömmu var haldin í Rotter-
dam ráðstefna, sem getur markað merki-
leg tímamót í sögu sportveiðinnar. Það
var fyrsta þing Alþjóða-kastsambandsins.
Fulltrúar mættu frá Ástralíu, Belgíu,
Englandi, Finnlandi, Hollandi, Nýja Sjá-
landi, Noregi, Skotlandi, Svíþjóð, Þýzka-
landi og Bandaríkjunum. Forseti ;am-
bandsins er heimsmeistarinn í flugkasti,
Myron Gregory frá San Francisco, og
stýrði hann þinginu. Alls eru nú um
100 þúsund manns í félögum I.C.F., og
það var tilkynnt á þinginu að reynt yrði
að fá ílugu- og spinningskast viðurkennt
sem keppniíþrótt á Ólympíuleikunum.
Kastsamband Hollands sá um undir-
búning þingsins, og aðalmál þess var
uppástunga um sameiginlegar alþjóða-
kastreglur, frá Norges Flue- og Sluk-
kasterforbund. Tíu kastgreinar, sem
stungið var upp á, voru allar samþykkt-
ar. Fulltrúar Norðmanna lögðu til, að
keppa yrði í minnst 6 af hinum 10 al-
pjóðlegu greinum, á hverju kastmóti, til
þess að það gæti talist alþjóðakeppni.
Var það samþykkt einróma, og héðan
í frá munu kastmenn allra landa fylgja
sömu reglum og nota sams konar tæki
á alþjóðamótum sínum.
í veizlu, sem haldin var í ráðhúsi Rott-
erdamborgar, hélt forseti bæjarstjórn-
arinnar ræðu og sagði m. a. að bærinr
hefði látið gera kasttjarnir fyrir samtök
in, byggt bryggjur og séð um annan ú:
búnað. Menn litu þar á þessa íþrótt ser
hina beztu heilsulind fyrir fóik á i:
um aldri.
Upp frá þessu verða alþjóðleg kast-
mót haldin ár hvert í löndum sambands-
félaganna, hverju af öðru. Norðmenn
hafa í hyggju að reyna að fá samþykkt
að fyrsta mótið verði haldið í Oslo. Telja
þeir það gott tækifæri til að kynna Noreg
sem ferðamannaland.
Veiðimaðurinn mun reyna að ná í iög
sambandsins og keppnisreglurnar og
segja nánar frá samtökum þessum síðar,
þar sem sennilegt er að íslenzkir kast-
snillingar hafi áhuga fyrir félagsskapn-
um og framtíðaráformum lians. Hver
veit nerna við eigum eftir að eignast
heimsmeistara eða verðalaunantenn í
þessari íþróttagrein?
VEIÐIMENN.
NOTIÐ skammdegið og jólaleyfið til
þess að gera eitthvað fyrir ritið ykkar.
Takið nú rögg á ykkur og sernjið hug-
leiðingar, skrifið upp veiðisögur og yrkið
vísur eða kvæði og sendið oss það til
birtingar í næsta hefti. Það styttir skamm-
degið og biðina eftir næsta sumri, að
fást við þessa hluti. Ykkur líður vel
meðan þið eruð að þessu. A þennan
hátt getið þið farið í skemmtilegar veiði-
ferðir um háskammdegið.
Ritstj.
VlilÐIMAÐURINN
33