Veiðimaðurinn - 01.12.1955, Síða 43

Veiðimaðurinn - 01.12.1955, Síða 43
Frá aðalfundi L.I.S AÐALFUNDUR Landssambands ísl. stangveiðimanna var haldinn að Hótel Borg í Reykjavík sunnudaginn 23. októ- ber s.l. I sambandinu eru nú 16 félög víðsvegar á landinu. Þorgils Ingvarsson, formaður sam- bandsins, flutti skýrslu stjórnarinnar. Á síðasta aðalfundi var stjórninni falið að atliuga möguleika á því, að sambands- félögin gætu orðið aðilar að klak- og eldisstöðinni við Elliðaár, ásamt ríkinu. En Rafveita Reykjavíkur rekur stöðina ein, enn sem komið er, og samkvæmt upplýsingum veiðimálastjóra eru litlar líkur til að ríkið vilji gerast aðili að stöðinni á framangreindum grundvelli, a. m. k. fyrst um sinn. Stjórn sambands- ins ritaði því veiðimálasjóra bréf fyrir nokkru, þar sem stungið var upp á að ríkissjóður legði frarn kr. 100 þús., gegn jafnháu framlagi annars staðar frá, til eflingar klak- og eldisstöð Rafveit- unnar. Veiðimálastjóri tók þessu mjög \ el og lagði til við ríkisstjórnina að upp- hæð þessi yrði tekin inn á fjárlög, en úr því varð þó ekki að þessu sinni. Mun liann þá haia lagt málið fyrir fjárveit- inganefnd Alþingis, og ennfremur var samþykkt á fundinum tillaga þar sem stjórn sambandsins var falið „að koma á framfæri áskorun til fjárveitinganefnd- ar Alþingis, sem nú situr að störfum, að veita fé á næsta fjárhagsári til styrkt- ar klak- og eldisstöðinni við Elliðaárnar“, eftir tillögum veiðimálastjóra. Formaðurinn ræddi einnig um frum- varp það til laga um lax- og silungsveiði, er nú hefur verið lagt fram á Alþing í annað sinn. Bjóst hann tæplega við að stangveiðimenn væru almennt ánægðir með það, enda þótt margt væri þar til bóta frá því sem nú er. Lágu fyrir fund- inum tillögur um breytingar á frumvarp- inu ásamt greinargerð. Síðar á fundinum var samþykkt tillaga frá fulltrúum Stangaveiðifélags Reykja- víkur um kosningu 5 manna nefndar „til þess að kynna sér frumvarp til laga um lax- og silungsveiði .... og semja tillögur um breytingar, sem síðan terði sendar Alþingi til atlmgunar. Nefnd þessi var síðan kosin á fundinum. Síðar kom í ljós að sumir þeirra, sem í hana voru kjörnir, gátu ekki starfað þar sök- um annríkis, en hinir kynntu sér frum- varpið og sömdu breytingatillögur, á- samt greinargerð, sem nú munu hafa \erið sendar Alþingi. Sæmundur Stefánsson ræddi einnig klakmálið og sagði, að jafnan þegar það bæri á góma kæmi Stangaveiðifélag Reykjavíkur við sögu. Taldi hann það eðlilegt, þar sem S.V.F.R. hefði haft for- göngu um að reyna að ná viðunandi lausn á málinu, eins og ráðgert var, í samstarfi við ríki og Reykjavíkurbæ, með byggingu klak- og eldisstöðvar við Elliðaárnar, sem væri svo stór, að hún nægði fyrir allt landið. Kvað hann sambandsfélögin hafa sætt sig við þessa hugmynd um lausn Veiðimaourinn 41

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.