Veiðimaðurinn - 01.12.1955, Síða 47

Veiðimaðurinn - 01.12.1955, Síða 47
Stjórnin bar frarn eftirfarandi tillögu, sem var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum: „Fundur haldinn í S.V.F.R. mánud. 28. nóv. 1955, í Breiðfirðingabúð, sam- þykkir að fela stjórn félagsins að reyna að ná samningi við Rafmagnsveitu Reykjavíkur um klak og eldi lax- og sil- ungsseiða, ef hún telur það henta félag- inu. Skal stjórnin óbundin af fyrri sam- þykktum félagsins um þetta efni. Þó nær heimild þessi um fjárframlag ekki nema til klaksjóðsinneignar félagsins eins og hún er nú, en má þó bæta við úr félags- sjóði þannig að heildarupphæðin nemi kr. 100.000.00. Flins vegar telur fundurinn að fram- lög félagsins til klakstarfsemi skuli eigi fara fram úr inneign klaksjóðs á hverj- um tíma, nema lagabreyting komi til.“ Byggingu veiðihússins við Norðurá miðar vel áfram. Húsið er löngu fokhelt og verið að innrétta það. Fé það sem safnaðist í happdrættinu í hitteð fyrra er allt komið í húsið og þarf meira til. Þess vegna hefur stjórnin ákveðið að efna til happdrættis að nýju. Verða þar margir góðir munir, og er sala þegar hafin. Verð miðanna er 50 kr. og upphæðin alls 200 þús. kr. Ennfremur skýrði formaður frá ýms- um (jðrum framkvæmdum stjórnarinnar, svo sem ýmsum endurbótum og lagfær- ingum við árnar og veiðihúsin. Hann þakkaði nefndum þeim, sem stjórnin skipaði sér til aðstoðar á starfsárinu, fyr- ir ágætt starf, svo og öllum sem hefðu lagt fram vinnu og aðstoð við nýja veiði- húsið eða á annan hátt unnið að hag félagsins. Úr stjórninni áttu að ganga að þessu sinni, formaður, varaformaður og fjár- nrálaritari. Voru þeir allir endurkjörnir með lófataki, þar eð engar uppástungur komu fram um aðra. Endurskoðendur voru kjörnir, Árni Benediktsson og Magnús Vigfússon. Samþykkt var breytingartillaga frá stjórninni við 10. gr. félagslaganna. Á eftir orðunum: „sem félagið leitar eftir að fá til útleigu“, komi: Þetta gildir þó ekki nema fyrir liggi fundarsamþykkt eða bréfleg tillkynning félagsstfórnar til félagsmanna um fyrirœtlanir félagsiiis, hvað þetta snertir. Ennfremur var samþykkt tillaga frá stjórninni þess efnis, að senda bóndan- um á Hafþórsstöðum í Norðurárdal kr. 5.000.00 úr félagssjóði, sem samúðarvott frá félagsins hálfu vegna tjóns þess, sem hann varð íyrir í brunanum í haust. Umræður urðu mjög litlar á fundin- um. petta hef cg þnið alla mina cevi! Vexðimaðurinpí 45

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.