Veiðimaðurinn - 01.12.1958, Qupperneq 21

Veiðimaðurinn - 01.12.1958, Qupperneq 21
allt og alla, eins og á stóð. Móðgun við Laxá, lítilsvirðing við laxinn í ánni, að ætlast til af honum, að hann léti glepj- ast til þess að sveigja auðvirðilega geddu- stöng, sem hvergi ætti lieima nema við eitthvert straumlaust sýki eða stöðupoll í Danmörku, eða einhverju ámóta út- landi. Móðgun við göfugar Hardy’s- og Milwardstengur, að leggja þetta óbermi við hlið þeirra á grænan árbakkann — í sólskini. Til smánar og niðurlægingar fyrir fleira og fleiri, og eigandanum til verðugs athlægis. — Enn er hún í eigu minni, innan um fínni og ættstærri steng- ur, mætur minjagripur um broslega til- burði, en býsna marga ánægjulega sigra yfir höfðingja straumanna. Að skilnaði gaf Valur mér Hardy’s Anglers Guide, undirstöðurit í míntun bóklegu fræðum um veiðiskap, fyrr og síðar. Sumar eitt leigði Theódór enskum lækni frá London ána um tíma. Bað hann nrig að lofa hontun og konu hans að vera, liýsa þau og fæða, og komu þau að kvöldi dags til Búðardals. Átti þá að heita að bílfært væri orðið yfir Bröttubrekku en ekki meir, enda fannst þeim hjónum mikið til um erfiðleika ferðalags síns, og töldu þau sig vera komin á heimsenda við hina mestu hrakninga. Morguninn eftir gengum við til ár- innar, læknishjónin ensku, Cfísli Peter- sen læknir og kona hans, er voru gest- komandi hjá mér, og ég, sem hafði lofað að vera leiðbeinandi og kynna ána. Bh'ð- skaparveður var á, og hóf ég að vísa á veiðistaði. Ekki vildi sá enski byrja, heldur bauð hann mér að renna fyrstur, hvað ég þáði með þökkum, beitti mínum maðki, og var lax brátt á hjá mér. Er ég lrafði landað nýrunnum smálaxi, tók sá enski litskrúðuga flugu úr pússi sínu, lratt á lijá sér og fór að kasta af mikilli list. Hafði ég lítið eða ekkert séð farið með flugu áður, og horfði hugfanginn á. Árangurslaust var flugan boðin um stund, en síðan fékk Gísli lax á maðk, og fór svo fram um stund, að sá enski kastaði flugu, en varð ekki var, utan mun liafa „reist“ lax einu sinni, en laxinn t(ik maðkinn lijá okkur Gísla á víxl. Ekki sá þeim enska bregða, en fámáll var hann og ansaði engu er kona hans bað hann blessaðan að reyna maðkinn („do try the worm“). Sat hann við sinn keip til há- degis, er við snerum heim. Læknirinn frá London kom ekki oft- ar laxlaus heim frá ánni, en fór aldrei svo út til veiða eftir þetta, að ekki fengi hann lax á sínar flugur, og aldrei snerti hann maðkinn. Hann vildi endilega að ég bæri við að fara með flugu, sýndi mér nokkur byrjunaratriði, og fyrsti vísir að flugnasafni í minni eigu var frá honum runninn. Sumar nokkurt var við ána roskinn skipstjóri. Hann var heppinn veiðimaður og jafnvígur á allt, flugu, maðk og spón. Stöng hans var mesta áhald sinnar teg- undar, sem ég hefi séð. Sextán feta löng að minnsta kosti, og að því skapi gild, og náði sumstaðar alveg milli landa í ánni. Stöng þessa nrun hann áður hafa notað í Laxá í Aðaldal og var hún betur við hæfi í þeirri á. Honum mun líka hafa þótt hún erfið við smælkið. Er hann var búinn að festa í laxi. lagði hann stundum stöngina upp á gras og dróg bröndurnar eins og á handfæri. VpipjMApyRiríK 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.