Veiðimaðurinn - 01.12.1958, Blaðsíða 10
ist á hæli og skimaði. Til allrar hamingju
sást hvergi til mannaferða.
Ég var dálítið óstyrkur. Einhver lrluti
a£ taugakerfinu var í uppreisnarástandi.
Ég fann áreiðanlega til einhverrar teg-
undar af ógeði — en allt um það — úr
þessu varð ekki aftur snúið.
I miklum flýti lauk ég nauðsynlegum
aðgerðum. Sá fyrsti spriklaði á önglinum.
Stöngin svignaði myndarlega er ég sveifl-
aði dónanum út á ána.
Dálítill gusugangur særði fínu taug-
arnar — en það leið frá. Eftirvæntingin
vék öllu öðru til hliðar að sinni, og aug-
un fylgdust nákvæmlega með er straum-
urinn bar línuna í sveig niður ána og að
bakkanum.
Aftur slæmdi ég agninu út á ána og
ívið lengra en fyrr. — Og viti menn!
Fingurinn á línunni — næmur eins og
segulnál — tók snöggan kipp — einn, tvo,
þrjá. . . . Hjó.lið gaf eftir og suðaði á-
nægjulega.
Ég stillti mig að kalla — fór með vísu,
meðan ég beið rétta augnabliksins. Lyfti
síðan stönginni, fast og ákveðið — og
hann var á!
Eftir nokkur fínleg og hnitmiðuð
„glímubrögð" af rninni hálfu lá hinn
sigráði á bakkanum. Rotarinn vann sitt
verk — vogin sitt — sex pund!
Ekki var þetta einn hinna „stóru“. En
hvað um það. Nú var ég kominn í
„stuð“....
Eftir því sem ákefð mín óx, tókst mér
að slæma agninu æ lengra út á ána.
En það var orðið æði erfitt um vik.
Bannsettar beljurnar voru nú komnar
svo nærri mér, að naumast var orðið
svigrúm fyrir nauðsynleg tilþrif.
8
Ég mælti til þeirra nokkur vel valin
orð, svona dálítið á hærri nótunum. En
þær svöruðu ekki með öðru en kæruleys-
islegum, ertandi kollhúfum. Það var sjá-
anlega alveg vonlaust að koma þeim í
skilning um nokkurn skapaðan hlut —
svo ég ákvað að forakta þær alveg fram-
vegis.
Nú kom eittlivað við öngulinn! — Nei,
það var víst misskilningur — og þó —
eitthvað var að fikta við færið. — Afæta!
Ég talaði dálítið ljótt — og kippti eld-
snöggt í stöngina. Línan hentist upp úr
vatninu og flaug aftur fyrir mig — langt
aftur fyrir mig.
Aftur tók ég fast á stönginni, og ætlað-
ist til að línan kæmi til baka og færi út
á ána — en nei! Hún var blýföst — svo
minnstu munaði að stöngin brotnaði af
átakinu.
Ég leit við — og mig langaði til að
(iskra. — Svo reiður varð ég að. . . .
Mundi ekki einn beljufjandinn vera orð-
inn flæktur í línunni! — Nema hvað! —
Hvernig átti annað að vera — heill
„frumskógur“ af beljum rétt fyrir aftan
mann!
Ég talaði heilmikið ljótt — allt sem
mér hugkvæmdist í svipinn — og stein-
gleymdi auðvitað að yfirvega hvað gera
skyldi.
Ekki veit ég hvað hinn rauðskjöldótti,
ánetjáði stórgripur hugsaði. — Hann var
líka dálitla stund að átta sig. — En hann
tók þó ákvörðun að lokum — og það svo
um munaði! A£ mikilli festu setti hann
undir sig hausinn — sperrti halann upp í
loftið — og tók á rás. Sá ég ekki betur en
öngullinn væri fastur — í halanum!
Það hvein í hjólinu — og ég hafði ekki
VliIÐIMABURINN