Veiðimaðurinn - 01.12.1958, Blaðsíða 53
ig hann fór að því, einn síns liðs, að ná
dýrinu á vald sitt, í orðsins fyllstu merk-
ingu, og leiða það fram hjá fylgsni mínu!
— Óskeikul þekking lians á hverju smá-
einkenni eða vísbendingu, já, jafnvel
hugsunurn dýranna, sem við vorum að
eltast við, — allt væri þetta efni í þykka
bók.
En þetta var útúrdúr. Ég ætlaði að
segja þér frá einu mjög sérstæðu atviki,
sem jafnframt var eina skiptið, sem Jhá-
poo veitti mér hlutdeild í leyndardómum
sínum og jafnvel ennþá undarlegri hlut-
um, í sambandi við hina furðulegu dán-
argjöf til mín. Vildi ég þó feginn hafa
orðið af þeirri fræðslu.
Það var á miðjum „hitatímanum“. Við
höfðum þá í nokkra daga verið að eltast
við risavaxið, mannska;tt tígrisdýr, sem
hafðist við í frumskógum Mánjród, sem
liggur að ánni Tapti. Það hélt sig nálægt
hinum liálfræktuðu spildum, sem voru
þarna meðfram árbakkanum, eins og smá-
eyjar í hafi frumskógarins, sem á þessum
árum þakti allt umhverfið. Það sást hjá
þessum blettinum í dag og hinum á
morgun, átti til að hremma fólk um há-
bjartan daginn og skjótast svo. með bráð-
ina inn í hávaxið gras og gróðurþykkni,
þar sem heita mátti ógerningur að kom-
ast að því. Sjálfur Jhápoo stóð ráðþrota
og átti fullt í fangi með að dylja gremju
sína bak við dulfræðibrynjuna. Loks kom
þar, að skyldustörf mín kölluðu mig til
fjarlægs landshluta. Ég var að horfa á
þjóna mína búa út farangurinn og fella
tjöldin. Jhápoo sat afsíðis og Jióttist vera
annars hugar, til þess að dylja vonbrigði
sín, en á því, hvernig hann hreyfði var-
irnar, var mér ljóst, að hann var að lesa
hryllilegustu bölbænir tungu sinnar yfir
ætt og uppruna mannætunnar.
Nú vildi svo einkennilega til, að ein-
mitt í þessurn svifum, rétt undir kvöldið,
kom einn þorpsbúinn æðandi til þess að
segja okkur, að tigrisdýrið liefði fvrir lít-
illi stundu ætlað að hremma rnann, rétt
við bækistöðina, en mistekist það. Mað-
urinn var á ferð í uxakerru framhjá
þykku skógarbelti á bakka þverár einnar,
sem heitir Kókri, þegar dýrið skauzt fram
úr þykkninu og ætlaði að klófesta öku-
manninn. En uxarnir sveigðu svo snöggt
til hliðar, að hann hrökk niður úr sæt-
inu og lienti sér samstundis fram af bakk-
anum út í hyl, sem þarna er í ánni.
Við vorum fljótir að tygja okkur, og
innan lítillar stundar var hann lagður af
stað með byrði sína þessi eini gamli fíll,
sem hin föðurlega ríkisstjórn hafði fengið
mér til umráða á erfiðum ferðalögum um
frumskóginn. Jhápoo var alltaf frernur
andvígur Javí, að nota fílinn, en nú var
bæði mjög skammt til myrkurs og skóg-
urinn með eindæmum þykkur, svo ég
mátti til með að stjórna förinni af ííls-
baki og láta gamla manninn rekja slóðina
gangandi, undir vernd hlaðins riffilsins.
Ósennilegt var að dýrið hefði farið
langt á svona stuttum tíma, en það var
nálega ógerningur að rekja slóð Jiess, því
rétt áður hafði geisað þrumuveður og síð-
an komið brennandi sóiskin, svo jarðveg-
urinn var orðinn þurr og grjótharður.
Ryk sást hvergi. Þótt skógurinn vaéri þétt-
ur þarna á bröttum og bugðóttum bakka
Kókri-árinnar, var svæðið fremur lítið o"
hægt að rannsaka það til hlítar á fílnum.
Eftir erfiða tveggja klukkustunda leit var
ftl
Veummaburinn