Veiðimaðurinn - 01.12.1958, Síða 9

Veiðimaðurinn - 01.12.1958, Síða 9
Gerðist ég nú smám saman heitur, ei- lítið latur og talsvert svangur. Og með því að ég var einmitt staddur í námunda við hafurtask mitt, ákvað é<' að hvíla mig ofurlítið og heilsa upp á nestisskrínuna. Eg settist í guðsgrænt grasið og kom mér sem þægilegast fyrir, tók síðan að kanna forðabúrið. — Leið mér nú dá- samlega. Meðan ég mataðist skoðuðu augu mín hina tilbrigðaríku fegurð allt í kring: Fjöllin — dalina — engin — blómskraut- ið — fuglana. Kýrnar frá einhverjum næstu bæja, sem um morguninn voru reknar í hag- ann, höfðu með hægðinni þokazt æ nær mér —heill hópur. Einhvern veginn hafði ég aldrei getað lært að elska kýr. Ekkert höfðu þær þó gert á hluta minn, greyin, öðru nær. Líklega höfðu hinar hárfínu \ eiðimannstaugar mínar einhverskonar ofnæmi fyrir klunnaskap þeirra og fyr- irferð — líklega. Þarna kom sviflétt kríupar brunandi. Ef til vill voru þetta ungir elskendur í tilhugaástandi — ef til vill ráðsett hjón. Skelfing hvað þeim lá alltaf mikið á, blessuðum. — Hvað skyldu þær annars geta safnað mörgum vottorðum um að eljusemi og dugnaður séu aðalsmerki þeirra? Mundu ekki veiðimenn með góðri samvizku gefa slík vottorð? — Já, eða hrafninn, ef hann væri spurður?. . . . Eftir góða livíld og sannarlega átveizlu, hvarf hugurinn á ný til árinnar, flugn- anna minna og fiskanna, sem ekki \ ildu taka. Ég leit á klukkuna. Sá ég að u. þ. b. klukkustund lifði, unz félagar mínir kæmu til þess að taka mig með á annað veiðisvæði. Alveg óafvitandi var ég farinn að hugsa um, hvernig þeim mundi hafa gengið. Hve marga þeir hefðu nú íeng- ið — og hvað stóra. Þetta voru ljótar lmgsanir og ósamboðnar „sönnum veiði- manni" — og ég vissi það vel. En þær voru furðulega áleitnar. Ég sá þá í hug- anum koma arkandi með sinn stórfiskinn hvorn, auk nokkurra minni. Ég heyrði líka áhugalausan samúðartón þeirra, er þeir fréttu, að ég hefði ekki orðið var. Aumingja ég. . . . Skyndilega vaknaði ég frá þessum klúru hugsunum — og tók viðbragð. Hvað var þetta, sem glitti í þarna í grasinu, skammt frá mér? Ég tók það upp — Bjúglaga blikkdós með götum í lokinu — grænmáluð! Já, einmitt! Ég hafði svo sem séð þær áður. — Ein- hver týnt henni þessari.... Nei, ekki alveg tóm! Ha — öngull! Ég horfði vandlega í allar áttir — sner- Ég tók pað upp, — bjúglaga blikkdós, með götum á lokinu — grænmáluð! Veirimaburinn 7
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.