Veiðimaðurinn - 01.12.1958, Page 13
EGGERT SKÚLASON:
Einn dagur úr minningum
irá Stóru-Þverá.
VETUR konungur hefir afklæðst sín-
um livíta feldi, og orðið að láta undan
síga fyrir sól og sunnanvindum.
Það er komið sumar til íslenzkra dala,
enda kominn rniður júni og Borgar-
fjörður liefir klæðst sínum fegursta
skrúða og móðir vor, jörðin, angar af
nýju lífi.
Það er morgunn, dásamlegur morg-
unn, er sumarsólin ljómar yfir tún og
engi, og það sindrar á sægengna laxa í
fagurtærri bergvatnsánni. Sunnanblær-
inn leikur l)lítt um kinnar ungra drengja,
sem langur vetur hefir aðskilið. Það
\erða því fagnaðarfundir þennan fagra
júnídag við Bergliyl í Stóru-Þverá, hjá
Norðtungu.
lierghylur í Þverá, hjá Norðtungu. Sleggjulœkur i
heinu áframhaldi upp frá hylnum.
„Því komstu ekki fyrr í vor til okkar
Jörgen? Þú átt að vera kominn á sama
tíma og konungur fiskanna, laxinn, geng-
ur í Þverá.“
„Hvenær gekk hann í vor?“
„Um miðjan maí. Fóstri minn segir, að
veiðibjallan fylgi fyrstu göngunum upp
ána. Þú hefðir átt að sjá „kellu“ þar sem
hún stóð upp í klof þarna á bæjarbrotinu
í bið eftir þeim silfraða".
„En gat hún klófest nokkurn sú
gamla?“
„Nei, sem betur fór, brotið dýpkaði
bæjarmegin í leysingar-hamförunum í
vor, svo göngurnar komast óhindrað á-
fram, annars lætur höfðinginn ekki
\eiðibjöllu hindra göngu sína til æsku-
stöðvanna eftir að hann er búinn að
þræða á milli dauðalagnanna og hvít-
fyssandi flúðanna í Hvítá“.
„Hvaða hamfarir varst ])ú að minnast
á áðan?“
„Já, þú hefðir átt að veia kominn,
þegar hún fóstra mín sprengdi af sér
klakaböndin, þvílíkur hafsjór!“
„Eins og þú veist á Þverá upptök sín
lengst inn á Tvídægru, svo aðdragandinn
er orðinn langur, þegar hingað er komið,
enda vantaði ekki nema tvö til þrjú fet,
Veiðimaðurinn
11