Veiðimaðurinn - 01.12.1958, Side 62

Veiðimaðurinn - 01.12.1958, Side 62
Frá aðalfundi S.V.F.R. S.V.F.R. hélt aðalfund sinn í Sjálf- stæðishúsinu laugardaginn 29. nóv. sl. Formaður félagsins, Viggó Jónsson, minntist í byrjun fundarins látinna fé- laga, eins og venja er til, en þeir voru ó- venjulega margir að þessu sinni, eða tíu á starfsárinu. Því næst flutti formaður skýrslu stjórnarinnar og var hún mjög ítarleg. Veiðin í ám félagsins var nokkuð mis- jöfn, fór sumstaðar langt fram úr því, sem búist var við, einkum í Miðfjarðará, en annarsstaðar varð hún talsvert minni en menn höfðu vonað, t. d. í Elliðaánum. Þar gekk laxinn óvenjulega seint, eins og menn muna, og síðan háði vatnsleysið veiðinni mjög mikið. Veiðin í einstökum ám, ásamt Meðal- fellsvatni, var sem hér segir: Elliðaárnar ........ 948 laxar Bugða ................. 172 - Laxá í Kjós ........... 805 — Meðalfellsvatn .......... 9 — Laxá í Leirársveit .... 433 — Norðurá ............... 786 — Fáskrúður ............. 290 — Miðfjarðará .......... 1418 — Samtals 4861 laxar Rétt er áð taka frarn, að ekki hafa fé- lagsmenn S.V.F.R. veitt alla þessa laxa, því svo sem kunnugt er, hafa önnur félög sumar árnar að nokkru leyti. Veiðifyrirkomulag var með sama liætti c.g áður, nema að nú var aftur leyft að tveir félagsmenn væru saman um stöng, þar sem það fer ekki í bága við samninga. Þetta var fyrsta árið, sem veitt var eftir hinni nýjn veiðilöggjöf, og þótt enn sé of snemmt að dæma um áhrif hennar, virðist þó margt benda til þess, að breyt- ingarnar, sem gerðar voru á lögunum, reynist til mikilla bóta. F'élagið tók Reyðarvatn og Uxavatn á leigu sl. sumar, en ekki virðist reynslan benda til þess að áhugi félagsmanna fyrir veiði vatnasilungs sé svo mikill, að ástæða sé til að endurnýja þá samninga. Félagið bauð í tvær ár, sem losnuðu úr leigu á árinu, Hrútafjarðará og Kjallaks- staðaá, en fékk hvoruga. Hvorug þeirra er mikil veiðiá, og varla gerlegt að taka þær fyrir liærri leigu en stjórn S.V.F.R. bauð. Nýr samningur var gerður um t,axá í Kjós og vatnasvæði hennar, til 5 ára. Umsjónarnefndirnar, sem stjórnin skipaði sér til aðstoðar unnu ágætt starf. Elliðaáarnefndin sá um lagfæringar á veiðistöðum og hreinsun árfarvegarins. Haldið var áfram gróðursetningu trjá- plantna við Norðurárhúsið og unnið að lagfæringum á lóðinni ásamt ýmsu öðru. Unnið var að stækkun o° endurbótum á o veiðiskúrnum við Laxá í Kjós og mun þeim viðgerðum verða lokið fyrir veiði- tíma í vor. Við Laxá í Leirársveit var einnig unnið að fegrun umhverfis húsið. Nokkur skriður komst á klakmálið, og verður sagt nánar frá framkvæmdum og áformum á því sviði í næsta blaði. A aðalfundi 1957 voru félagsmenn 60 Vkibimaðurinn

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.