Veiðimaðurinn - 01.12.1958, Blaðsíða 17

Veiðimaðurinn - 01.12.1958, Blaðsíða 17
Með þessi heilræði er lagst á magann á Eyraroddann. Eitt strik enn, og svo inn í vikið, bakugginn kemur upp úr. Nú er rétta augnablikið, það er vaðið út í, grip- ið um sporðinn báðum höndum og lax- inn stendur lóðrétt, en með snöggum rykk losar hann sig úr höndum mínum. Þá sé ég að hann er af, svo ég kasta mér ofan á hann, og fer á kaf með þeim sægengna, en í kafi mátti hann sín betur, enda lögmálinu samkvæmt sundfimari, og sleppur því út í frelsið. „Var þetta ekki sami laxinn og við sá- um í Berghyl áður en að heiman var far- ið, netasárið var alveg eins og stærðin svipuð?" „Ekki þætti mér ótrúlegt að það gæti staðist;. Tímans vegna gæti hann verið koniinn hingað, því að veiðst hafa laxar úr ánni með sjólús eftir fjörutíu rasta yfirferð.“ „Hér kasta ég ekki aftur að sinni; ég vil sýna Galta þá virðingu fvrir gamalt örlæti við mig, að ég sé ekki að ganga eftir því, sem hann vill ekki með ljúfu láta“, sagði fóstri ntinn. Það er haldið til baka heim á leið. Fóstri og Mósi hafa forystuna, en ég sit á Banka spölkorn á eftir. Blaut fötin falla óþægilega þétt að mér í sumarhitanum, en það er nú ekki það versta. Skyldi ég nokkurntíma fá að fara á veiðar oftar, eftir óhappið áðan? En mér ætti samt að vera óhætt að lialda mig nær honum. Nú sé ég að stöngina ber við himininn á hæð- inni við Klettsfljótið, og gengur hún upp og niður í takt við fótspor hestsins. „Nú — er hann kominn á hjá þér strax?“ „Já, hann tók í fyrsta rennsli og hann liggur þungt í þessi, sennilega stór lax, enda gefur Klettsfljótið þá oft væna, en nú þarf ég að gæta þess, að hann komizt ekki suður fyrir stóra steininn. Þessir karlar eru vísir til þess að láta steinana hjálpa sér í viðureigninni og hverfa svo með hálfa línuna í eftirdragi." Eftir nokkur þungarennsli um liylinn fer laxinn að lúta valdi stangarinnar og er að síðustu dreginn að landi með jöfn- um þunga, og svo landað með samstarfi. Þetta er hængur, 22 punda, fagurskap- aður fiskur. Aftur er rennt en nú lækkar þyngdin niður í 16 punda hrygnu, og í þriðja rennsli gefur Klettsfljótið ekki meiri veiði. „Við skulum halda af stað; ef veiði- gyðjan verður okkur hliðholl, fáum við eitthváð enn. En hvað er þetta? Mósi vill endilega fara hér niður að strengnum of- an við Myrkhyl, það er bezt að lofa hon- um að ráða hvar við reynum.“ Hér setur fóstri minn þyngri sökku á girnið, því liér er straumurinn harður, og eltir nokkur rennsli sé ég að viður- eign er hafin við sprettharðan lisk, sem stekkur þó að í straumþunga sé, en leggst að síðustu á liliðina og er dreginn að landi. Þarna kemur 8 punda hængur, nýgeng- inn með sjólús, hann er magaglevptur. Ég beiti á hjáleitan öngulinn tveim rjómaöldum Skotum. Það ætti að vera fullboðleg fæða og góður biti á löngu íerðalagi. Því næst dregur straumþunginn og sakkan beituna niður í strenginn, sent færir hana síðan yfir áð berginu að sunn- anverðu og niður undir brotið. Jú, þarna tók hann! Fóstri minn festir vel í honum og færir sig svo niður að brotinu. Hér 15 VlIIH M AtlURI N N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.