Veiðimaðurinn - 01.12.1958, Side 17

Veiðimaðurinn - 01.12.1958, Side 17
Með þessi heilræði er lagst á magann á Eyraroddann. Eitt strik enn, og svo inn í vikið, bakugginn kemur upp úr. Nú er rétta augnablikið, það er vaðið út í, grip- ið um sporðinn báðum höndum og lax- inn stendur lóðrétt, en með snöggum rykk losar hann sig úr höndum mínum. Þá sé ég að hann er af, svo ég kasta mér ofan á hann, og fer á kaf með þeim sægengna, en í kafi mátti hann sín betur, enda lögmálinu samkvæmt sundfimari, og sleppur því út í frelsið. „Var þetta ekki sami laxinn og við sá- um í Berghyl áður en að heiman var far- ið, netasárið var alveg eins og stærðin svipuð?" „Ekki þætti mér ótrúlegt að það gæti staðist;. Tímans vegna gæti hann verið koniinn hingað, því að veiðst hafa laxar úr ánni með sjólús eftir fjörutíu rasta yfirferð.“ „Hér kasta ég ekki aftur að sinni; ég vil sýna Galta þá virðingu fvrir gamalt örlæti við mig, að ég sé ekki að ganga eftir því, sem hann vill ekki með ljúfu láta“, sagði fóstri ntinn. Það er haldið til baka heim á leið. Fóstri og Mósi hafa forystuna, en ég sit á Banka spölkorn á eftir. Blaut fötin falla óþægilega þétt að mér í sumarhitanum, en það er nú ekki það versta. Skyldi ég nokkurntíma fá að fara á veiðar oftar, eftir óhappið áðan? En mér ætti samt að vera óhætt að lialda mig nær honum. Nú sé ég að stöngina ber við himininn á hæð- inni við Klettsfljótið, og gengur hún upp og niður í takt við fótspor hestsins. „Nú — er hann kominn á hjá þér strax?“ „Já, hann tók í fyrsta rennsli og hann liggur þungt í þessi, sennilega stór lax, enda gefur Klettsfljótið þá oft væna, en nú þarf ég að gæta þess, að hann komizt ekki suður fyrir stóra steininn. Þessir karlar eru vísir til þess að láta steinana hjálpa sér í viðureigninni og hverfa svo með hálfa línuna í eftirdragi." Eftir nokkur þungarennsli um liylinn fer laxinn að lúta valdi stangarinnar og er að síðustu dreginn að landi með jöfn- um þunga, og svo landað með samstarfi. Þetta er hængur, 22 punda, fagurskap- aður fiskur. Aftur er rennt en nú lækkar þyngdin niður í 16 punda hrygnu, og í þriðja rennsli gefur Klettsfljótið ekki meiri veiði. „Við skulum halda af stað; ef veiði- gyðjan verður okkur hliðholl, fáum við eitthváð enn. En hvað er þetta? Mósi vill endilega fara hér niður að strengnum of- an við Myrkhyl, það er bezt að lofa hon- um að ráða hvar við reynum.“ Hér setur fóstri minn þyngri sökku á girnið, því liér er straumurinn harður, og eltir nokkur rennsli sé ég að viður- eign er hafin við sprettharðan lisk, sem stekkur þó að í straumþunga sé, en leggst að síðustu á liliðina og er dreginn að landi. Þarna kemur 8 punda hængur, nýgeng- inn með sjólús, hann er magaglevptur. Ég beiti á hjáleitan öngulinn tveim rjómaöldum Skotum. Það ætti að vera fullboðleg fæða og góður biti á löngu íerðalagi. Því næst dregur straumþunginn og sakkan beituna niður í strenginn, sent færir hana síðan yfir áð berginu að sunn- anverðu og niður undir brotið. Jú, þarna tók hann! Fóstri minn festir vel í honum og færir sig svo niður að brotinu. Hér 15 VlIIH M AtlURI N N

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.