Veiðimaðurinn - 01.12.1958, Blaðsíða 59
hafði þreytt iiskinn góða stund, fór hann
að taka í fastara lagi á honum, og þó ekki
meira en óhætt mátti telja, á maðktekn-
um fiski. En þá veittu þeir því athygli, að
fiskurinn var eitthvað undarlega „tek-
inn“. Þeir sáu ekki betur en að öngullinn
með máðkinum dinglaði laus við hlið
laxins, og í sömu svifum hætti allt við-
nám og fiskurinn fór leiðar sinnar. Þegar
farið var að athuga, hvernig á þessu stæði,
kom í ljós, að girnið nteð flugunni, sem
Magnús missti í laxinum daginn áður,
hafði nú vafist utan um sökkuna hjá fé-
laga hans. Var þetta því sami laxinn, en
hann hafði ekki snert við maðkinum,
Iieldur var flugan enn föst í honum. Með
þessum hætti losnaði hann þó við hana!
LAXAR GANGA Á LAND.
SÁ undarlegi atburður gerist stundum,
að laxar ganga á land. Eru til um það vel
staðfestar frásagnir, bæði innlendar og
erlendar.
Fyrir einu eða tveimur árurn voru þeir
Sæmundur Stefánsson, stórkaupm., Kol-
beinn Jóhannsson, endurskoðandi og
Arnbjörn Oskarsson, forstjóri, við veiðar
í Svalbarðsá í Þistilfirði. Bar þá svo við
einn daginn, er Kolbeinn var að kasta
nokkru neðar í ánni en félagar hans, að
þeir sáu lax koma strikandi upp ána á
ofsalegum hraða. Héldu þeir fyrst að fisk-
urinn væri á eftir beitunni hjá Kolbeini,
eða hefði þegar tekið hana, en svo reynd-
ist ekki. Laxinn þurfti ekkert slíkt sam-
band. Hann strikaði beint upp á land
rétt hjá Kolbeini.
FYRIR nokkrum árum var Óskar
Árnason, fyrrv. rafstöðvarstjóri á Seyðis-
firði, að veiðum í Kaupamannapolli í
Norðurá, ásamt öðrum manni. Sáu þeir
þá úti í rniðri á, fram af neðstu bryggj-
unni á Almenningnum, fisk, sem þeim
virtist hegða sér mjög einkennilega.
Hann spann sig beint upp úr vatninu
nokkrum sinnurn, buslaði og brölti, tók
síðan roku beint að landi og upp á þurri
og bylti sér góða stund. Þar misstu þeir
sjónar á honum, eða hættu að veita hon-
um athygli, og gerðu ráð fyrir að hann
hefði brölt út í ána aftur. En þegar þeir
komu yfir ána, fundu þeir hann dauðan
uppi á þurru.
Ég hef ekki haft tækifæri til þess að
heyra sögu þessa af munni Óskars sjálfs,
en athugull og sannorður maður, sem var
með honum í þessari veiðiferð, hefur sagt
mér hana, og veit ég því að lnin er sönti.
Ritstj.
JÓLAKORT S.V.F.R.
RÉTT þykir að rninna félagsinenn í
Stangaveiðifélagi Reykjavíkur og aðra
veiðimenn á jólakortin, sem S. V. E. R.
hefur látið gera. Þau eru fyrst og fremst
ætluð veiðimönnum, sem vilja skiptast á
jólakveðjum, en að sjálfsögðu er hægt að
nota þau fyrir kveðjur til annarra líka.
Jólakort, sem minnir okkur á stundirnar
\ ið árnar, hlýtur að vera mjög kærkomin
kveðja í skammdeginu.
Kortiu eru til sölu í flestum bókabúð-
um og sportveiðarfæraverzlunum. Ættu
félagsmenn að vera samtaka um að styðja
sitt eigið félag og kaupa kortin, því and-
virði þeirra er varið til að bæta aðbúð
okkar við veiðiárnar.
Veimmaðurinn