Veiðimaðurinn - 01.12.1958, Blaðsíða 33
ekki yfii' 17 fet, lína ótakmörkuð.
Nr. 5. Beitu nákvæmnis-köst með 17,72
gr. þyngd, kastað er á tíu 30"
hringplötur, sem raðað er upp ó-
reglulega í 40 til 80 feta færi.
Venjulegur veiðiútbúnaður og
kasthjól.
Nr. 6. Beitu nákvæmnis-köst með 10,5
gr. þyngd, áð.öðru leyti sarna og
nr. 5, nema spinninghjól.
Nr. 7. Beitu lengdar-köst með 17,72 gr.
þyngd, venjulegur veiðiútbúnað-
ur með kasthjóli.
Nr. 8. Beitu lengdar-köst með 10,5 gr.
þ., veiðiútbúnaður, spinninghjól.
Nr. 9. Beitu lengdar-köst með 17,72 gr.
þyngd, ótakmarkaður útbúnaður,
en með kasthjóli.
Nr. 10. Beitu lengdar-köst með 30 gr.
þyngd, ótakmarkaður útbúnáður,
en með spinninghjóli.
Nákvæmari útskýringar á útbúnaði og
leikreglum verður ekki farið rit í hér;
það yrði of langt mál, en þetta er sett hér
upp til að sýna, að langmestur hlutinn fer
fram með venjulegum veiðitækjunr, enn-
fremur til betri skilnings á afrekunum,
sem skráð eru hér á eltir. Verðlaun eru
veitt fyrstu þrem mönnum í hverri grein,
og stig eru öllum þátttakendum reiknuð;
þar að auki eru ein aðalverðlaun fyrir
samanlagðan stigafjölda í öllum 10 grein-
unum (tugþraut) og sá verður alhliða
heimsmeistari er þau hlýtur.
Við Halldór liöfðum ákveðið að reyna
við nr. 3, 4, 7 og 10, en hann gekk úr
skaptinu sem fyrr segir. Sverrir hafði hins-
rægar ákveðið að taka aðeins þátt í nr. 3.
Öll flugu og nákvæmnis (hitti)köst
fóru fram á vatni, en lengdar beituköstin
á grasvelli, dálítill spotti var á milli þess-
ara tveggja staða, ca. 10 mínútna akstur.
Þrír dagar mótsins fóru fram við vatnið,
og tveir á grasinu, það var raunar stór
skeiðvöllur, og vorum við innan hrings
sjálfrar hlaupabrautarinnar. Allstaðar var
þarna fallegt, skógivaxið umhverfi og
notalegt þar að vera, veðrið gott nema
síðasta daginn rigndi nokkuð þegar leið
á, en þá fóru fram tvíh. fluguköstin, og
háði það talsvert þeim, er síðast köstuðu.
Miðvikudaginn 17. hófst svo mótið kl.
8 f. h. á grein nr. 7, með 54 þátttakend-
um. Lena;st kastaði Svíinn R. Fredriks-
son 82,52 m. Stytzt Norðmaður, 24,10 m.
Ég kastaði aðeins 57,10 m. og varð sá 39.
í röðinni. Isl. met á ég síðan í vor, 68 m.
Þessari grein var lokið kl. 12,30.
Sama dag kl. 1,30 hófst grein nr. 9, og
stóð yfir til kl. 6 e. h. með 39 þátttakend-
Einn á pallinum.
um. Lengsta kast átti Ben Fontaine
Bandar. 105,10 m. Stytzt 55,80 m. Hol-
lendingur.
Fimmtudaginn 18. kl. 8 f. h. hófust
31
Veiðim-ujurinn