Veiðimaðurinn - 01.12.1958, Blaðsíða 5
útlit þeirra laxa, sem við sáum bylta sér
og stökkva í ánni, spegilfagra og fulla af
lífsþrótti sl. sumar, myndi fyrsta hugsun
okkar ekki verða sú, að bjóða þeim agn.
Þeir hafa nú hrygnt og eiga fyrir hönd-
um erfiða og hættusama ferð, sem vafa-
laust verður hin siðasta þeirra rnargra.
Þrótturinn er lítill og hætturnar margar.
Straumþungi árinnar getur jafnvel orðið
þeim ofraun, þegar undan honum skal
synda, og þótt allt. gangi slysalaust niður
að ósnum, sitja ýmsir óvinir á fleti fyrir,
þegar þangað kemur. Helzt vildum við
mega gefa þessum löxum æti, fita þá og
styrkja áður en þeir halda af stað til sjáv-
ar, svo að þeir næðu aftur fullum þrótti
áður en þeir færu út. í hafið. Og bak við
þessa umhyggju liggur ekki fyrst og
fremst sú von, að þeir komi aftur i ána
og við getum veitt þá næsta sumar, held-
ur þykir okkur beinlinis vænt um fisk-
inn, af þvi að við erum i nánum tengsl-
um við líf hans og umhverfi, enda þótt
við undir vissum kringumstæðum höfurn
ánægju af að leika okkur rneð lif hans og
taka það. Og hversu undarlegt, sem þetta
kann að vera frá sumra sjónarmiði, þá eru
ýmsar mótsagnir mannlegs eðlis engu
auðskildari en þessi arf ur frá okkar fyrstu
feðrum.
Sú gát.a verður sennilega seint ráðin,
hvers vegna sumar tegundir fiska hlutu
það eðli, að vilja lifa bæði i vatni og sjó,
en margir hafa haft gaman af að glima
við hana og þá ekki sizt, hvernig þeir
rata aftur heim til átthaganna. Við það
eru vísindamenn víðsvegar um heim að
glima dag hvern á rannsóknarstofum og
tilraunastöðvum fiskifræðinganna. En frá
sjónarmiði okkar veiðimanna er þó ef til
vill skemmtilegast af þessu öllu, að velta
þvi fyrir sér, hvers vegna fiskurinn lætur
ginnast af flugum okkar og öðrum gervi-
beit um. Það væri ekki ónýtt, að geta sjálf-
ur orðið að fiski, svo sem eina viku á
sumri — á milli veiðiferða — án þess að
glata sínu mannlega minni. Sá mundi
vera orðinn margs visari nœst þegar hann
kœmi að ánni til að veiða. Hœttan er ef
til vill sú, að hann vissi þá svo mikið, að
hann langaði ekki framar til að veiða. En
svo mikið vildum við liklega fæstir vita!
Náttúruskoðun, i hvaða mynd sem er,
heillar menn þvi meir, sem þeir leggja
meiri stund á hana, og hjá því getur vart
farið, að þeir, sern stunda stangaveiði ár-
um eða áratugum saman, komist að ein-
hverju leyti inn á þá braut. Og þeim
tirna getur ekki talizt illa varið, sem við
notum til þess að öðlast skilning á lifinu
umhverfis okkur, hvort sem það eru
fiskar eða aðrar lífverur, sem áhuginn
beinist að. Við erum allir með einhverj-
um hætti tengdir þessu lifi, gegnum þá
sameiginlegu uppsprettu, sem við sjálfir
og það allt er runnið frá, og við ættum
að leggja stund á að styrkja, fremur en
veikja, þann þráð.
Stjé>rn S.V.F.R. gekkst hér á dögunum
fyrir skemmtikvöldi í Þjóðleikhúskjallar-
anum. Þar voru m. a. sýndar kvikmynd-
ir frá veiðiám, þar sem margir hafa átt
unaðslegar stundir. Eg geri ráð fyrir að
fleirum en mér hafi fundizt þeir lifa upp
aftur liðna atburði um leið og myndum
þessara gamalkunnu og kæru staða brá
fyrir á tjaldinu. Það var ánægjuleg kvöld-
stund, En við eigum þessar myndir allar
og margar aðrar á hugartjaldi okkar, og á
k.yrrum stundum geta þær orðið býsna
Veiðimaðurinn
3