Veiðimaðurinn - 01.12.1958, Blaðsíða 14
SéO yfir streng efri hluta Berghyls. Bœrinn Norð-
tunga i baksýn.
að jakahrannirnar næðu brúninni hér á
hylnum".
„En segðu mér eitt: Náði flóðið ekki
langt upp í Sleggjulækinn?“
„Jú, flóðið náði langt upp í lækinn, og
liann varð með öllu ófær, nema fuglinum
fljúgandi. Þú sérð fossana í gilinu héðan,
þeir mynduðu eina samfellda heild, bví-
líkt var vatnsmagnið".
„En klakstöðin okkar?“
„Klakstöðin. Áin og lækurinn hafa séð
fyrir henni.“
„Við, sem ætluðum að setja laxa-seiði
í lækinn í sumar, til að bæta upp fyrir
fólkinu á Sleggjulæk allan silunginn,
sem við höfum fengið að veiða hjá því
tindanfarin sumur“.
„Já, þannig höfðum við hugsað, en
mér hefir dottið eitt ráð í hug: Ef við
segðum fóstra mínum alla söguna um
„klakhúsið", þá myndi hann gefa okkur
tíma og holl ráð til að byggja það að
nýju.“
„En segðu mér annars, hvenær kom
Englendingurinn í sumar?“
„Þú meinar liann Ratchlif, jú hann er
kominn fyrir nokkru og er farinn fram
12
að Víghól með allan sinn farangur og
hann Blesa sinn. Þú hefðir átt að sjá, þeg-
ar þeir hittust, hesturinn tók sprettinn
hneggjandi, þegar liann kallaði á hann,
lagði hausinn \ inalega upp á öxlina á
gamla manninum, nuddaði flipanum um
háls lians og höfuð, en við það datt gamla
flugnahúfan af höfði Englendingsins í
poll á bæjarhlaðinu og skitnaði út, en
ekki var hægt að sjá að þeim brigði við
þetta. Mér skildist að Ratchlif segði, að
Þverá myndi þvo fyrir sig flugurnar.“
„Jæja frændi, mig er farið að langa til
að sjá fyrsta laxinn á sumrinu. Gæti ekki
hafa komið ganga í ána í nótt?“
„Við skulum athuga það. Ef við förum
upp á brúna sjáum við um allan hylinn
niður að Kirkjustreng, en hver er að
koma þarna? Mér sýnist það vera Run-
ólfur. Nú, hann er að sækja okkur“.
„Komið þið drengir, ég bíð eftir ykkur
hér upp á brúnni“.
„Hefir ekki komið lax í hylinn í nótt
fóstri?"
„Mér datt nú einmitt í hug áð athuga
það. Hann rigndi svo mikið á Tvídægru
og Kjarardal í gær, enda sýnir áin það nú
þegar, að nýja vatnið hefir örfað göng-
una. F.g sé í hylnum eina átta laxa, fjórir
eru þarna neðan við mesta straumkastið,
tveir neðan við stóra botnsteininn og
aðrir tveir liggja neðst í hylnum, ofan
við brotið. Það má segja að þú sért eng-
in fiskifæla, Jörgen. Átta laxar fyrsta
morguninn, sem þú kemur að Berghyl!“
„En fóstri, hvaða hvíta umgjörð er
þarna á einum laxinum, sem liggur
neðan til við straumkastið? Það er hvít
rák aftan við tálknlokin og þvert yfir
hausinn".
Veidimaðurlnn