Veiðimaðurinn - 01.12.1958, Blaðsíða 46

Veiðimaðurinn - 01.12.1958, Blaðsíða 46
gerði eitt sinn, er feðurnir höfðust ekk- ert annað að en veiða dýr merkurinnar til matar sér. Og það mætti segja mér líka, að sá unaður, sem oft fyllir hug vorn á veiðiferðum, dvíni ekkert hjá afkom- endunum, þótt árþúsundir hnígi í útsæ eilífðarinnar. En — hann hefur líka fleira til síns ágætis. A veiðiferðum komumst við oft í nán- ari snertingu við móður náttúru, sem í sannleika á okkur með holdi og blóði, en á nokkurn annan liátt. Og — án þess við gerum okkur það alltaf Ijóst, er það hún, — og engin önnur en hún — sem öllu fremur fær þá snortið viðkvæmustu strengina í skynheimi okkar, þrátt fyrir allt, ef við aðeins gefum henni tækifæri til þess, með því að ganga henni á hönd í hjartans einlægni. Oft verðum við þá svo óvenju næm fyrir áhrifum hennar, að þáð er engu líkara en hún gefi okkur ný gler- augu, sem gera okkur kleift að greina — á bak við sviplitlar slæður hversdagsleik- ans — silfurtypptar töfrahallir, sem draga okkur til sín með ómótstæðilegu afli. Og — eftir að hún einu sinni hefur þannig náð í hönd okkar og leitt okkur til sætis, á gullnum bekkjum, þar sem í baksýn blasir við okkur í allri sinni dýrð „nóttlaus voraldar-veröld, þar sem víð- sýnið skín“, — ja, — þá höfum við þar með eignast ilmandi minningablóm, sem ekkert vald og engin nepja fær grandað. Og þá er ég loksins kominn að kjarna máls míns. Fyrir skömmu — á furðulegan hátt — komst ég í kynni við einn þennan veiði- mann og náttúrunnar barn, þar sem hann sat, einn, uppi á heiði, í þessum vor- nætur-unaði, og mændi aðdáunaraugum, á Ijósbrýnda himindís, sem ljómaði í öll- um regnbogans litum, rétt á móti hon- um. En — ég sá líka annað. sem olli mér sárrar beiskju, — svo ekki sé meira sagt. Sjálfur Bragi stóð þar keikur, rétt við hlið hennar, og hallaði undir flatt. Það gerði hann sýnilega til þess, að sjá enn betur hinn ómótstæðilega vanga dísar- innar, og — geislana, sem um hann breiddust frá brosinu á ennþá ómót- stæðilegri munni. Og — af ásjónu lians lýsti eðlilega af innri fögnuði, gegnum slæður lieimspekilegra hugleiðinga og dýpstu lotningar, því húfulaus var hann. Og milt bros, en með talsverðu af drýg- indum, lék um varir hans. En þrátt fyrir það, að ég kenndi sárt til — af holdsins losta — við þessa sýn, því Adamseðlið hefur í mér spriklað, frá því ég fyrst man eftir, þá hörfaði ég þó strax undan, og beygði af leið, til þess, er sat þar álengd- ar, og hafði ekki augun af þessum heill- andi og himinglöðu verum. Mér sýndist hann líka vaka yfir hverju þeirra orði og augnaneistum. Öðru hverju leit hann þó niður á b'tið blað, sem hann var að krota á, með þeim leifturhraða og hliðarsveifl- um, að — á stundinni — gat ég ekki líkt því við neitt annað, en eldstygga tófu, sem þýtur burtu frá greni, eftir að hafa næstum rekið sig á veiðimanninn — í dauðans ógáti —, þar sem hann kúrir á milli steina. Og þegar ég hafði teygt álk- una í áttina að blaðinu, skynjaði ég strax, — eftir að hafa fylgt slóðinni eftir penn- ann —, að allt var þarna í bundnu máli mótað. Þarna var nefnilega skáld að starfi. Og mér linykkti við. Ég blygðaðist mín undir niðri fyrir það, að uppgötva þetta ekki strax. Því hvað var sjálfsagð- 44 Veiðimadurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.