Veiðimaðurinn - 01.12.1958, Side 9

Veiðimaðurinn - 01.12.1958, Side 9
Gerðist ég nú smám saman heitur, ei- lítið latur og talsvert svangur. Og með því að ég var einmitt staddur í námunda við hafurtask mitt, ákvað é<' að hvíla mig ofurlítið og heilsa upp á nestisskrínuna. Eg settist í guðsgrænt grasið og kom mér sem þægilegast fyrir, tók síðan að kanna forðabúrið. — Leið mér nú dá- samlega. Meðan ég mataðist skoðuðu augu mín hina tilbrigðaríku fegurð allt í kring: Fjöllin — dalina — engin — blómskraut- ið — fuglana. Kýrnar frá einhverjum næstu bæja, sem um morguninn voru reknar í hag- ann, höfðu með hægðinni þokazt æ nær mér —heill hópur. Einhvern veginn hafði ég aldrei getað lært að elska kýr. Ekkert höfðu þær þó gert á hluta minn, greyin, öðru nær. Líklega höfðu hinar hárfínu \ eiðimannstaugar mínar einhverskonar ofnæmi fyrir klunnaskap þeirra og fyr- irferð — líklega. Þarna kom sviflétt kríupar brunandi. Ef til vill voru þetta ungir elskendur í tilhugaástandi — ef til vill ráðsett hjón. Skelfing hvað þeim lá alltaf mikið á, blessuðum. — Hvað skyldu þær annars geta safnað mörgum vottorðum um að eljusemi og dugnaður séu aðalsmerki þeirra? Mundu ekki veiðimenn með góðri samvizku gefa slík vottorð? — Já, eða hrafninn, ef hann væri spurður?. . . . Eftir góða livíld og sannarlega átveizlu, hvarf hugurinn á ný til árinnar, flugn- anna minna og fiskanna, sem ekki \ ildu taka. Ég leit á klukkuna. Sá ég að u. þ. b. klukkustund lifði, unz félagar mínir kæmu til þess að taka mig með á annað veiðisvæði. Alveg óafvitandi var ég farinn að hugsa um, hvernig þeim mundi hafa gengið. Hve marga þeir hefðu nú íeng- ið — og hvað stóra. Þetta voru ljótar lmgsanir og ósamboðnar „sönnum veiði- manni" — og ég vissi það vel. En þær voru furðulega áleitnar. Ég sá þá í hug- anum koma arkandi með sinn stórfiskinn hvorn, auk nokkurra minni. Ég heyrði líka áhugalausan samúðartón þeirra, er þeir fréttu, að ég hefði ekki orðið var. Aumingja ég. . . . Skyndilega vaknaði ég frá þessum klúru hugsunum — og tók viðbragð. Hvað var þetta, sem glitti í þarna í grasinu, skammt frá mér? Ég tók það upp — Bjúglaga blikkdós með götum í lokinu — grænmáluð! Já, einmitt! Ég hafði svo sem séð þær áður. — Ein- hver týnt henni þessari.... Nei, ekki alveg tóm! Ha — öngull! Ég horfði vandlega í allar áttir — sner- Ég tók pað upp, — bjúglaga blikkdós, með götum á lokinu — grænmáluð! Veirimaburinn 7

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.