Bændablaðið - 15.12.2022, Qupperneq 8

Bændablaðið - 15.12.2022, Qupperneq 8
8 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 2022 FRÉTTIR Um leið og við óskum viðskiptavinum okkar Gleðilegra Jóla og farsældar á nýju ári, Viljum við þakka fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða. Svansson ehf , Melabraut 19 , 220 Hafnarfjörður Sími : 6974900 , sala@svansson.is , www.svansson.is Stöðuskýrsla starfshóps um eflingu kornræktar: Plöntukynbætur frum- forsenda framleiðslu – Leggja til breytingar svo ýta megi undir frekari kornrækt strax næsta vor Afnema verður skerðingu jarðræktarstyrkja við tiltekin hektarafjölda eigi kornrækt að verða undirstöðuatvinnugrein í landbúnaði hér á landi. Tryggja verður hvata til að stækka umfang ræktunar þannig að framleiðsla verði í auknum mæli seld á markað. Þetta kemur fram í stöðu- skýrslu sem starfshópur um eflingu kornræktar skilaði til matvælaráðherra þann 1. desember síðastliðinn. Í 6. grein reglugerðar um almennan stuðning við land- búnað er kveðið á um að jarð- ræktarstyrkir skerðist ef ræktað er á meira en 30 hektara landi. Í stöðuskýrslunni bendir starfs- hópurinn á að fastur kostnaður lækki á hvern hektara eftir því sem umfang eykst, fyrst og fremst vegna betri nýtingar á lausafjármunum s.s. vélum og tækjum. Því er lagt til að afnema ákvæði um hámark hektara eða að hækka það umtalsvert. Risaskref í átt að meiri kornrækt Í skýrslunni segir enn fremur að plöntukynbætur séu frumforsenda eflingar kornframleiðslu á Íslandi. Minnisblað þess efnis, undirritað af Ragnheiði Þórarinsdóttur, rektor LbhÍ, Jónínu Svavarsdóttur, um- sjónarmanni jarðræktartilrauna hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, Sæmundi Sveinssyni hjá Matís og Árna Bragasyni landgræðslustjóra, var skilað til matvælaráðherra þann 10. nóvember sl. Þar eru settar fram tillögur að stofnun og rekstrarfyrirkomulagi plöntukyn- bótamiðstöðvar sem sæi um plöntukynbætur í nánu samstarfi við Lantmännen í Svíþjóð, sem nýlega byggði eina fullkomnustu plöntukynbótamiðstöð í Evrópu. „Þetta samstarf gæti verið risaskref í átt að meiri kornrækt á Íslandi,“ segir Helgi Eyleifur Þorvaldsson, aðjúnkt hjá LbhÍ, en í minnisblaðinu er lagt til að hefja markvissar kynbætur á þremur tegundum af korni; byggi, hveiti og höfrum. Fjárfestingastyrkir ofarlega á blaði Starfshópurinn telur að kanna verði gerð á sérstökum rammasamningi um kornrækt og akuryrkju í endurskoðun búvörusamninga. „Nauðsynlegt er að líta á kornrækt sem sjálfstæða búgrein og að tryggja henni stuðning,“ segir Helgi en hann fer fyrir starfshópnum. Þó nákvæm útfærsla á tillögum hópsins sé ekki tilbúin segir hann líklegt að fjárfestingastyrkir til innviðauppbygginga verði ofarlega á blaði, s.s. styrkir til bygginga kornþurrkstöðva og kaups á þreski- vélum og flutningatækjum. Í 12. grein fyrrnefndrar reglu- gerðar um almennan stuðning við landbúnað kemur fram að styrkir vegna jarðræktar, landgreiðslna og stuðnings vegna ágangs álfta og gæsa séu greiddar út í lok árs eftir að úttektir hafi sannarlega farið fram. Starfshópurinn leggur til að flýta greiðslu vegna jarðræktar og landgreiðslna til 15. júní enda geti kostnaður bænda vegna jarðvinnslu, áburðar og sáðs verið íþyngjandi þegar uppskeru er ekki að vænta fyrr en að hausti. Telur starfshópurinn að sú aðgerð sé skilvirkasta leiðin til að ýta undir frekari kornrækt strax næsta vor.Starfshópurinn mun skila af sér fullmótuðum tillögum til matvælaráðherra í lokaskýrslu þann 1. mars næstkomandi. /ghp Starfshópurinn leggur til að flýta greiðslu vegna jarðræktar og landgreiðslna til 15. júní enda geti kostnaður bænda vegna jarðvinnslu, áburðar og sáðs verið íþyngjandi þegar uppskeru er ekki að vænta fyrr en að hausti. Mynd / ghp Helgi Eyleifur Þorvaldsson fer fyrir starfshópi um eflingu kornræktar. Félag ungra bænda á Norðurlandi: Ákvörðun ráðherra mikil vonbrigði Taflan sýnir dreifingu greiðslumarks milli aldurshópa og er byggð á gögnum frá matvælaráðuneytinu árið 2022. Það var þungt hljóð í fundar- mönnum á aðalfundi Félags ungra bænda á Norðurlandi sem var haldinn í byrjun desember. Einkum var það fyrirhuguð niðurtröppun greiðslumarks í sauðfjársamningi sem á að taka gildi um áramót sem fór illa í fundarmenn. Matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, skrifaði grein í Bændablaðið þar sem kemur fram að hún ætli ekki að verða við ósk bænda um að stöðva niðurtröppunina. Einstök sátt og einhugur hefur verið um málið á meðal bænda um málið og tillögur þess efnis verið samþykktar á aðalfundum búgreinadeildar sauðfjárbænda með öllum greiddum atkvæðum. Ákvörðun ráðherra er því mikil vonbrigði. Í máli fundarmanna kom meðal annars fram að með því að færa fjármuni af greiðslumarki yfir á til dæmis ullargreiðslur mun tekjuflæði til bænda minnka. Ullargreiðslur eru greiddar út í eingreiðslu en greiðslumarkið er borgað út tíu mánuði ársins. Mun þetta verða til óþæginda fyrir unga bændur með tilliti til mánaðarlegra afborgana lána og mega bændur síst við því í hækkandi aðfangaverði og hækkandi vaxtastigi. Eftirfarandi tillaga var borin upp á aðalfundi Félags ungra bænda á Norðurlandi og var tillagan samþykkt samhljóma: Aðalfundur Félags ungra bænda á Norðurlandi, haldinn föstudaginn 2. desember 2022, lýsir yfir vonbrigðum með afstöðu matvælaráðherra að stöðva ekki niðurtröppun á greiðslumarki sauðfjársamnings meðan unnið er að endurskoðun búvörusamninga á árinu 2023. Sú niðurtröppun sem boðuð er mun koma mjög illa við búrekstur ungra bænda sem hafa verið að fjárfesta í greininni á síðustu árum. Miðað við dreifingu eignarhalds á greiðslumarki eiga yngri bændur hlutfallslega meira greiðslumark en þeir eldri, samanber meðfylgjandi töflu. Þeir sem hagnast hlutfallslega mest á breytingunni eru bændur 60 ára og eldri sem í flestum tilvikum standa fyrir búrekstri sem er minna skuldsettur en hjá ungum bændum. /VH Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefur opnað nýja starfsstöð í bogahúsinu á Höfðabakka 9 í Reykjavík. Áður hafði starfsfólk RML verið með tímabundna vinnuaðstöðu á Keldnaholti. Flutningarnir hafa staðið yfir frá haustmánuðum. Áður voru skrifstofurnar í Bændahöllinni við Hagatorg, en eftir að sú bygging var seld hafa Bændasamtökin, Ráðgjafarmiðstöðin og önnur tengd starfsemi þurft að koma sér fyrir á nýjum stöðum. /ÁL Ný húsakynni RML Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) ætlar að vinna úttekt af reynslu fólks af búfjáreftirliti Matvælastofnunar (MAST). Ætlunin er að afla gagna um gagnrýni og rökstuddar umkvartanir sem hafa verið hafðar í frammi gagnvart dýraeftirliti stofnunarinnar frá árinu 2014, þegar eftirlitið færðist til stofnunarinnar frá sveitarfélögunum. Mun sambandið leggja fram tillögur til úrbóta þegar niðurstöður úttektarinnar liggja fyrir, en Ágúst Ólafur Ágústsson, fyrrverandi alþingismaður, mun hafa umsjón með henni. Ákvörðunin um úttektarvinnu DÍS kemur í kjölfar harðrar gagnrýni þess í garð dýraeftirlits MAST í nýlegum málum í Borgarbyggð. Í tilkynningu DÍS kemur fram að eftirlit með velferð dýra þurfi að vera skilvirkt, gagnsætt og fyrirbyggjandi. Mikilvægt sé að þeir aðilar sem sinna eftirliti með dýravelferð hafi burði til að geta brugðist hratt við þegar kemur að dýrum í neyð og að ferlar séu í samræmi við það. Leitar DÍS til félaga og almennings varðandi reynslusögur af úrvinnslu og eftirliti MAST með velferð dýra. /smh Dýravernd: Úttekt á umkvörtunum í garð MAST MAST tók við dýraeftirliti árið 2014.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.