Bændablaðið - 15.12.2022, Qupperneq 30

Bændablaðið - 15.12.2022, Qupperneq 30
30 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 2022 LÍF&STARF Hún segist stolt af því sem formaður í samstarfi við Guðfinnu Hörpu Árnadóttur, sem var þá starfsmaður sambandsins, komið á m.a. fræðadögum og jafningjafræðslu meðal bænda á svæðinu sem síðar var tekið upp á fleiri stöðum. „Þá tókum við fyrir praktíska þekkingu og vorum samtímis með fræðilegt innlegg og síðan gátu bændur rætt saman sín á milli.“ Á slíkum fræðadögum átti Halla það til að koma inn á andlega heilsu bænda. Sem varð til þess að hún var fengin til að taka þátt í vinnuverndarátaki Bændasamtaka Íslands. Þeirri vinnu fylgdi innsýn inn í félagskerfi bænda á landsvísu, sem hún taldi þá nokkuð vanhugsað. Hún ákvað því að gefa kost á sér í stjórn samtakanna. Dýravernd eins og barnavernd Síðan hún var kjörin í stjórn Bændasamtaka Íslands árið 2020 hafa orðið nokkuð róttækar breytingar á félagskerfinu. „Eftir að hafa unnið í heilbrigðiskerfinu, þar sem maður þarf stundum að bíða í áratug eftir að hugmyndir gangi eftir, þá finnst mér gaman að hafa lagt upp í vegferð og sjá breytingar eiga sér stað á svo skömmum tíma.“ Halla segist sérstaklega ánægð með að andleg heilsa bænda sé komin á dagskrá, enda henni hjartans mál. Nýfengið styrkfé er nú notað til að byggja upp jafningjafræðslu í starfsstéttinni og leiðir hún teymisvinnu samtakana. „Nú er að gefast tækifæri til að fjalla um hvernig bændur eru útsettari fyrir andlegum veikindum vegna starfsins. Sál- og geðrænir kvillar hafa áhrif á okkar frammistöðu og vinnugetu sem hefur áhrif á fjölskyldu og búskap. Mín reynsla er sú að í flestöllum tilvikum þar sem um vanhöld á dýrum er að ræða eru undirliggjandi ástæður veikindi á búinu sem ekki hafa fengið viðeigandi meðferð. Fregnir af vörslusviptingum eru skýr dæmi um hvernig málin geta farið úrskeiðis. Það er einfaldlega ekki eðlilegt hvað okkur gengur almennt illa að fylgja svona málum eftir. Að mínu mati ætti að fara með dýravelferðarmál eins og barnaverndarmál. Við höfum tilkynningaskyldu samkvæmt lögum en markmið laganna með dýrahaldi mætti vera í anda laga um barnavernd, þ.e. að styrkja bændur til að sinna sínu hlutverki og tryggja vernd dýra til framtíðar. Í dýravernd ætti eftirlit að vera á forsendum dýranna og kerfið ætti að aðstoða fólk við að ná betri tökum. Ekki bíða þangað til að allt fer í vitleysu.“ Halla segist sjá fyrir sér fyrirkomulag þar sem allir sem hefja búskap, óháð aldri og reynslu, gætu sótt sér tveggja ára handleiðslu. Þeim yrði þá fylgt eftir í öllum þeim viðfangsefnum sem bíða bænda í búskaparbyrjun. Hún telur einnig mögulega bót í máli að leyfisskylda búfjáreigendur. „Mér finnst að allir sem eru í matvælaframleiðslu eigi að vera leyfisskyldir og þeir sem eru í hobbí-búrekstri ættu einnig að falla undir eftirlit, rétt eins og gæludýraeigendur. Á grundvelli leyfanna ætti þá að vera hægt að grípa fyrr inn í ef það koma upp einhver frávik.“ Langrækna forystukindin Árið 2000 kynntist Halla núverandi manni sínum, Sigvalda H. Ragnars- syni, bónda á Hákonar stöðum í Jökuldal. Henni þótti mannkosturinn ekki síst vænn vegna búfjáreigna, 400 fjár og þar af heilmikið af forystufé. Höllu þykir forystukindur bestar allra. „Þær eru svoddan karakterar, mjög ákveðnar og vingast bara við suma, ekki aðra. Svo er hægt að þjálfa þær.“ Hún segir sögu af einni slíkri sem byrjuð var nánast að ganga við hæl eins og hundur. „Svo þurfti ég eitt sinn að taka í hornin á henni, því hún var að gera eitthvað sem hún mátti ekki. Hún virti mig ekki viðlits í tvö ár þar á eftir. Svo urðum við bestu vinkonur aftur, en ég átti aldrei meir við hornin á henni.“ Sneri vitlaust í dalnum Í rúm 20 ár héldu Halla og Sigvaldi tvö heimili, í rúmlega 60 kílómetra fjarlægð. „Þar sem ég stundaði vinnu á Egilsstöðum urðum við að hafa þann háttinn á. Það átti eflaust þátt í farsæld hjónabandsins.“ Niðjar þeirra eru sex talsins, tvö börn og fjögur barnabörn. Halla og Sigvaldi ákváðu að sameinast undir eitt þak á Hákonarstöðum í ár. „Þegar ég kom hingað í húsið í fyrstu skiptin sagði ég Sigvalda að ég sneri vitlaust í dalnum. Svo var ég úti í fjárhúsi að vori og hugsaði sem svo að ef ég hefði byggt minn bústað á jörðinni hefði hann staðið þar sem fjárhúsið var. Ég sá það greinilega fyrir mér hvernig bærinn stóð miðað við áttir og raðaði mér inn í hann.“ Skemmtilegt nokk: Við upp- flettingu í Íslendingabók komst svo Halla að því að forfeður hennar, aftur til sextándu aldar, væru frá Hákonarstöðum. Og eitt sinn stóð bær þar sem fjárhúsið er nú. „Svona er frumuminnið gott.“ Halla segir þó að það hafi tekið sinn tíma að aðlagast umhverfinu á Efra-Jökuldal. „Verandi alin upp á suðurlandsundirlendi, þar sem allt er flatt og fjöll í bak og vera svo komin í svona þröngan dal með takmörkuðu útsýni. Jökulsáin var ekki virkjuð þegar ég kom hingað fyrst og það fylgdi henni rótgróin ógn, maður mátti aldrei fara nálægt henni enda lífshættulegt vatnsfall. Hún var svo afgerandi og lifandi. Hljóðin líkari sjó en lækjarnið, það tók undir í Dalnum þegar mikið var í henni. Ég stóð mig stundum að því að tala við ána, tilbrigðin hennar voru mörg og hún eins og persóna. En svo breyttist þetta þegar virkjað var, maður talar ekkert við hana í dag. Núna sullar hún þetta bara, lygnt og ljúft.“ Halla og Sigvaldi búast jafnvel við að vera síðustu sauðfjárbændurnir á Hákonarstöðum miðað við stöðuna í sauðfjárrækt nema komi til önnur atvinnutækifæri. Þau eru nú í þeirri vegferð að þróa ferðaþjónustu sem byggir á sauðfjárbúskap og sjá fyrir sér að geta búið til störf tengd ferðaþjónustu samhliða fullvinnslu á afurðum sauðfjárræktarinnar. Þó Halla sjái ekki fyrir sér að vera þaulsætin í hagsmunabaráttu bænda hefur hún metnað til að halda áfram að koma góðum verkum til leiðar. „Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri og traust til að kynnast og sinna félagskerfi bænda. Það farnast manni best að hafa trú á sinni eigin sannfæringu og standa með sjálfum sér.“ Halla lætur til sín taka í hagsmunabaráttu bænda og leggur áherslu á að hugað verði að andlegri heilsu starfsstéttarinnar. Eftir tuttugu ára fjarbúð hafa Sigvaldi og Halla nú sameinast undir eitt þak. Snjóþungt getur orðið í Jökuldalnum. Sauðfjárbúskapur á vel við Höllu. Hún segist una því að stússast í verkefnum sem honum fylgir. Hér er hún í réttum. Meira úrval á sixtbilasala.is SÖLUADILAR: Krókhálsi 9 Sími: 590 2035 Njarðarbraut 9 Sími: 420 9100 Krókháls 7 Sími: 588 0700 Bílabúo Benna notaoir Bílasala Suournesja Bílabankinn Hyundai Tucson - 2021 Tilboð: 5.790.000 kr. 52.000 km. - Hybrid - Sjálfskiptur Ásett verð: 5.990.000 kr. Toyota Landcruiser - 2021 Tilboð: 10.990.000 kr. 33.000 km. - Dísel - Sjálfskiptur Ásett verð: 11.490.000 kr. Opel Crossland X - 2019 Tilboð: 2.490.000 kr. 73.000 km. - Bensín - Sjálfskiptur Ásett verð: 2.990.000 kr. 20 0.0 00 kr . afs lát tu r 50 0.0 00 kr . afs lát tu r 50 0.0 00 kr . afs lát tu r 980313 591787 120930 Mitsubishi Eclipse - 2021 Tilboð: 5.190.000 kr. 22.000 km. - Hybrid - Sjálfskiptur Ásett verð: 5.490.000 kr. Jeep Compass - 2022 Tilboð: 6.990.000 kr. 12.000 km. - Hybrid - Sjálfskiptur Ásett verð: 7.690.000 kr. Renault Captur E - 2021 Tilboð: 4.090.000 kr. 60.000 km. - Hybrid - Sjálfskiptur Ásett verð: 4.390.000 kr. 30 0.0 00 kr . afs lát tu r 70 0.0 00 kr . afs lát tu r 30 0.0 00 kr . afs lát tu r 801303 980286 311066 Birt með fyrirvara um mynd- og textabrengl. FRÁBÆRT ÚRVAL NOTADRA BÍLA!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.