Bændablaðið - 15.12.2022, Síða 34

Bændablaðið - 15.12.2022, Síða 34
34 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 2022 „Ég er mjög spennt fyrir að halda áfram með fimm vetra hrossin úr okkar ræktun, þau Hrefnu, Hryðju, Hildi, Hrönn og Augastein en þau voru öll sýnd nú í sumar og verða áfram í þjálfun,“ segir Helga Una. „Árgangurinn sem er að fara á fimmta vetur er mjög lítill. Við eigum tvær hryssur úr þeim hópi, önnur undan Kveik frá Stangarlæk og hin Adrían frá Garðshorni. Það verður gaman að fylgjast með því hvernig þær þróast. Við eigum auk þess mjög flottan árgang fæddan 2019, þau eru ekki mörg en mjög væn. Tvö undan Konsert frá Hofi, hryssa undan Álfrúnu frá Egilsstaðakoti og stóðhestur undan Spá frá Steinsholti. Við bindum miklar vonir við hann, það er fallegur hestur,“ bætir hann við. Loksins Landsmót Landsmót hestamanna var haldið hátíðlegt síðastliðið sumar. Þau Helga Una og Jakob höfðu í mörg horn að líta en saman voru þau með 22 hross á kynbótavellinum og 8 hross í keppni. Hross úr þeirra ræktun, Hildur frá Fákshólum, stóð efst í flokki 5 vetra hryssna en Helga Una sýndi hana. Hún sýndi einnig efstu sex vetra hryssuna á mótinu, Sögn frá Skipaskaga og var með annan hæst dæmda 7 vetra og eldri stóðhestinn, Viðar frá Skör, sem hafði fyrr um vorið hlotið hæsta dóm íslenskra hrossa frá upphafi. Þessi afrek tryggðu henni nafnbótina kynbótaknapi ársins 2022. Jakob náði góðum árangri með Tuma frá Jarðbrú en hann reið honum upp úr B-úrslitum í annað sætið í A-úrslitum í B-flokki gæðinga. Einnig kepptu þau bæði í íþróttakeppni, Jakob með Kopar frá Fákshólum og Helga Una með Hnokka frá Eylandi. Þau eru sammála um það að það hafi verið góð hugmynd að bæta við íþróttakeppni á Landsmótið en veðrið á mótinu hafi sett strik í reikninginn. „Það var mjög blautt og kalt á þessu móti. Það svona situr fastast í mér,“ segir Helga Una og brosir. „Dagskráin var öll í hnút sem gerði þetta allt svolítið erfitt. Klárlega voru vallaraðstæður kynbótamegin alls ekki nógu góðar og ég held að þær hafi haft áhrif á útkomuna, sem var ekki alveg eins og margir ætluðu sér,“ segir Jakob. Enda bar nokkuð á óánægju meðal sýnenda og sumra áhorfenda með kynbótasýningu Landsmótsins. Sú umræða hefur verið uppi eftir mótið að breyta þurfi tilhögun sýningarinnar á mótinu, t.d. með því að hafa sama fyrirkomulag eins og á Landssýningu þar sem hross eru ekki dæmd upp á nýtt. „Mér finnst sú hugmynd glötuð, sérstaklega á það við um stóðhestana. Mann langar að fá að sjá þá í reið og fá samanburðinn. Þótt kynbótadómar eigi að vera staðlað kerfi þá er ósamræmi á milli sýninga. Þó að aðstæður séu ekki nógu góðar, eins og raunin var á Landsmóti, þá eru þetta svipaðar aðstæður fyrir öll hrossin og sömu dómararnir. Einhver hestur skarar alltaf fram úr á Landsmótum. Mér finnst við ekki mega missa það. Það getur mikið breyst á þessum vikum fram að móti,“ segir Jakob og Helga Una bætir við að hún hafi alltaf verið sömu skoðunar og hann. „Fyrir mér voru kynbótasýningar á Landsmóti hápunktur mótsins. Ég hugsaði samt í sumar; til hvers er maður að standa í þessu? Kannski bara af því það fór ekki allt alveg eins og ég ætlaði mér. Ég er samt sammála því að mér finnst mikilvægt að sjá stóðhestana og að fá að sjá þá í samanburði.“ Minna um unga alhliðahesta Talið berst að kynbótastarfinu í ár og eru þau sammála um að mikið sé til af gæðahrossum, fjölbreytt úr mörgum áttum og að gaman sé að sjá hversu margir leggja mikinn metnað í ræktunarstarfið. „Við höfum alveg rætt það hér heima fyrir að okkur fannst kannski vanta meira af ungum alvöru alhliðastóðhestum. Við höfum mikið verið að nota klárhesta með gott tölt en okkur langar alveg að halda meira undir góða alhliðahesta. Við höfum notað Spuna frá Vesturkoti, Ský frá Skálakoti, Hrannar frá Flugumýri og Álfaklett frá Syðri-Gegnishólum svo einhverjir séu nefndir og okkur finnst aðeins vanta meira af ungum alhliða hestum,“ bætir Jakob við og leggur áherslu á að hann er að tala um fjögurra og fimm vetra stóðhesta. Vilja sjá breytingu á mati á hægu stökki Ákveðnar breytingar hafa orðið á kynbótadómskerfinu síðustu árin og hafa verið misjafnar skoðanir á því. Vægisbreytingar voru gerðar á sköpulagi og hæfileikum og ákveðnum eiginleikum og telja þau að þessar breytingar hafi verið til hins góða. „Ég held samt að þessi línulegi kvarði sem dómararnir eru að nota og merkja inn sé ekki að virka eins og það átti að virka. Hugmyndin var að dómarnir yrðu staðlaðri og minni skekkja á milli sýninga en ég held að það hafi ekki enn tekist. Við erum öll sammála um að vilja sjá meira samræmi milli dóma en það er enn þá of mikill munur. Ég hef á tilfinningunni að það sé það sé sama í gangi og er með eldveggina í íþróttakeppninni. Þetta kerfi ver dómarana. Dómarar sem eru ekki alveg öruggir eða eru neikvæðir ná að skýla sér á bakvið þetta,“ segir Jakob og bendir á að mikilvægt sé að halda í fjölbreytnina. „Við viljum ekki að allir hestar verði til dæmis skrefastórir og það sé endalaust verið að einblína á að rækta skrefastærð. Það endar með því að við fáum ekkert nema bara einhverja klunna,“ bætir Helga Una við. Þau eru sammála um það að löngu hafi verið tímabært að setja vægi á hæga stökkið en vilja þó sjá breytingu á því hvernig það er dæmt. „Enginn alhliðahestur fær neitt fyrir hægt stökk af því hann er kannski örlítið gengur að aftan. Hann samt lyftir sér mikið upp að framan og er með gott jafnvægi á hægu stökki. Alveg ljómandi fínt hægt stökk en fær samt bara 8,0,“ segir Helga Una og Jakob bætir við að það þurfi að fara að meta stökkið öðruvísi. „Við erum aðeins enn þá að einblína á að hestar lyfti sér upp að aftan. Mér hefur fundist þetta hafa verið að breytast í íþróttakeppni. Það eru alltaf skiptar skoðanir á því hvernig hægt stökk við viljum sjá. Við viljum sjá að hesturinn lyfti sér upp að framan og rúlli á stökki. Ekki endilega bara að hann lyfti sér hátt upp að aftan. Það er alla vega umhugsunarefni af hverju alhliðahestar fái þessar einkunnir fyrir hægt stökk.“ Þau bæta síðan við að kannski séu vægisbreytingarnar ástæðan fyrir því að minna sé um alvöru unga alhliðahesta – þær hafi haft áhrif á mætingu þeirra til dóms. Tilnefnd sem ræktunarbú ársins Fákshólar hafa undanfarin tvö ár hlotið tilnefningu sem ræktunarbú ársins. Í ár voru sýnd átta hross frá búinu, meðalaldur þeirra var 5,4 ár og meðaltal aðaleinkunnar 8,29 sem er meðal þeirra hæstu í ár. „Þessi tilnefning skiptir okkur klárlega máli, það var mikill heiður. Ekki síst vegna þess að mörg bú voru með frábæran árangur sem sýnir okkur að ræktunarstarfið á Íslandi er á góðri leið,“ segir Jakob. Fram undan í hrossaræktinni er að halda áfram að reyna að rækta úrvals hross, temja trippin og halda áfram með úrvinnslu annarra hrossa.„Draumurinn er að eiga öll þessi hross áfram, halda áfram að þróa þau og geta keppt á þeim og fylgja þeim enn þá lengra eftir. Það væri ótrúlega gaman,“ segir Helga Una og Jakob bætir við: „Það er skemmtilegra að vera á hesti ræktuðum af sér og vinna með hann en sambærilegan hest frá einhverjum öðrum. Manni finnst maður eiga meira í þeim, sem maður auðvitað gerir. Þjálfari á alltaf eitthvað í hverjum hesti og margir af okkar uppáhaldshestum eru hross sem við höfum ekki átt né ræktað. Þegar þú ert allur pakkinn, ræktandinn, eigandi og þjálfarinn þá er þetta þreföld ánægja.“ Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is NÝTT HEYRNARHLÍFARVINNUBUXUR ÚLPUR SKOTHLÍFAR ÖRYGGISSKÓR Jólagjafirnar færðu á dynjandi.is ÚTIGALLAR LÍF&STARF Hildur frá Fákshólum, en hún stóð efst í flokki 5 vetra hryssna á Landsmótinu. Hún er undan Ölni frá Akranesi og Gnýpu frá Leirulæk. Mynd / Óðinn Örn Hrefna frá Fákshólum, fædd 2017 en hún er undan Hraunari frá Hrosshaga og Gloríu frá Skúfslæk sem Jakob varð heimsmeistari á í tölti 2017. Hrefna hlaut 8,24 í aðaleinkunn, 8,28 fyrir sköpulag og 8,22 fyrir hæfileika. Hún fékk 9,0 fyrir háls, herðar og bóga, tölt, brokk, greitt stökk, samstarfsvilja, fegurð í reið og hægt tölt. Mynd / Linaimages Jakob Svavar og Tumi frá Jarðbrú enduðu í öðru sæti í B-flokki gæðinga á Landsmótinu í sumar. Mynd / Kolla.Gr Farið yfir málin. Jakob, hundarnir Píla og Tumi og Helga Una.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.