Bændablaðið - 15.12.2022, Side 41

Bændablaðið - 15.12.2022, Side 41
41Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 2022 sem við erum með núna fengum við árið 2012. Nú er þetta komið á það stig að aðstæður eru ákjósanlegar hvað varðar allan tækjabúnað og hægt að selja kornið okkar sem matvöru líka.“ Ný kornþurrkstöð Árið 2015 var byggð kornþurrkstöð með geymslusílóum og lager á Þorvaldseyri sem uppfyllti skilyrði til matvælaframleiðslu. „Það er mikil fjárfesting í svona þurrkstöðvum, til ára eða áratuga, og við ákváðum að hafa hana í stærra lagi til að halda opnum möguleikum um aukningu á kornrækt til matvælaframleiðslu. En þessi stöð gæti leikandi afkastað svona 6-700 tonnum á hausti af korni og repju, en við þurrkum ekki nema kannski 150- 160 tonn. Af því magni fara um 60 tonn beint sem fóður í kúabúskapinn, um 40 tonn fara til bjórgerðar og um tíu tonn í formi mjöls til bakara. Restin fer þá bara á markað,“ segir Ólafur og bætir við að öll korn- og repjuræktun á Þorvaldseyri sé stunduð án allra eiturefna og annarra óæskilegra efna, eins og skordýraeiturs og illgresiseyðis. Repjuræktun frá 2008 Repjuræktun hefur verið stunduð á Þorvaldseyri frá 2008, þegar tilraunir hófust til framleiðslu á repjuolíu. Á þeim tíma var Eyrarbúið meðal þátttakenda í verkefni Siglingamálastofnunar sem snerist um framleiðslu á lífeldsneyti úr repjuolíu. Síðan hefur Eyrarbúið ræktað repju til olíuframleiðslu, bæði til manneldis og sem eldsneytisgjafa á vélar. Þá er hratið frá pressuninni á fræjunum blandað við byggið og notað sem próteingjafi fyrir nautgripina á bænum, en í grunninn er Þorvaldseyri kúabú. „Við uppskárum meira en sex tonn af repjufræjum í haust, sem við pressum og vinnum úr eftir þörfum. Repjumjöli er blandað saman við valsað bygg og fiskimjöl. Út úr þessu kemur heildstæð blanda fyrir kýrnar og því höfum við ekki þurft að kaupa neitt annað fóður í um fimm ár. Olían má segja að sé aukaafurð út úr þessu, en við notum hana þegar búið er að hreinsa hana á dráttarvélarnar og á þurrkstöðina við þurrkunina á korninu og repjufræjunum – í það fóru um tvö þúsund lítrar. Um tíma prófuðum við að markaðssetja olíuna sem matarolíu en það reyndist ekki vera markaður fyrir slíka olíu, eða réttara sagt að neytendur völdu frekar ódýrari innflutta matarolíu en okkar á því verði sem við þurftum að selja hana á,“ segir Ólafur. Kolefnishlutleysi Eyrarbúsins Þeir feðgar segja að stefnt sé á kolefnishlutleysi búrekstrarins og í raun sé það komið nokkuð nálægt því marki. „Við þurfum reyndar að blanda lífeldsneytinu saman við jarðefnaeldsneytið, en repjan gefur okkur um þriðjung þess eldsneytis sem við þurfum,“ segir Páll Eggert, sem sér um þessa hlið mála í búrekstrinum. „Á móti kemur að repjuræktunin sjálf er mjög öflugur þáttur kolefnisbindingar á búinu. Til að hægt sé að nota repjuolíuna sem eldsneyti þarf hún að fara í gegnum svolítið ferli. Það þarf að sía hana og fjarlægja fitusýrurnar úr olíunni áður en hægt er að dæla henni á vélar, sem er gert með metanóli og olían þannig hvörfuð. Að svo búnu getum við dælt beint af þessari dælustöð sem við fjárfestum í síðastliðið vor,“ segir Páll Eggert. Grunnur að góðri veislumáltíð Holta Hátíðarkjúklingur - stór og safaríkur - Léttreyktur eða óreyktur Íslen skur kjúk ling ur Repjuakur á Þorvaldseyri. Mynd / Eyrarbúið Ólafur við þurrkturnana í þurrkstöðinni. Byggið á Þorvaldseyri er notað að stærstum hluta sem fóður heima á bæ en talsvert magn er einnig selt til manneldis. LÍF&STARF
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.