Bændablaðið - 15.12.2022, Page 44

Bændablaðið - 15.12.2022, Page 44
44 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 2022 Völva Bændablaðsins leit yfir komandi ár með stjörnumerkin til hliðsjónar, en merkin eiga það sameiginlegt á árinu 2023 að þurfa að velta því fyrir sér hvar þau standa í lífinu. Er lífið á þann hátt sem þú helst kýst? Er hamingja og sátt í fyrirrúmi eða langar þig að breyta einhverju? Samkvæmt tunglstöðu í byrjun árs býr þar kraftur á borð við holskeflu sem ætti að geta ýtt öllum draumum úr vör. Og þannig er það nú með drauma – allir byrja þeir einhvers staðar. Áberandi í krafti ársins 2023 er aukið sjálfstraust í bland við hógværð og elju. Setjum hroka og yfirgang í aftursætið og hefjum vegferð með nýja sýn í bakpokanum, öryggi, ró og yfirvegun. Trúum því að draumar okkar rætist. Mikil velsæld er í stjörnum vatnsberans á komandi ári og peningaáhyggjur minnka svo um munar. Traustar stoðir virðast ríkja í nánum samböndum, bæði í einkalífi og annars staðar og því góður tími til að horfa á árið sem er að líða á jákvæðan hátt, vera stoltur af sjálfum sér og bera höfuðið hátt. Sjálfstraust og skynsamleg ákvarðanataka er í fyrirrúmi á árinu og öll verslun húsnæðis, aksturstækja og annarra stærri innkaupa ganga farsællega fyrir sig. Einhver stór persónulegri málefni þarf Vatnsberinn að leysa og þarf hann að gæta þess að taka ekki einhver skref sem hann er ekki tilbúinn í. Vatnsberinn getur verið svolítill sveimhugi og þyrfti að taka sig á endrum og eins, skipuleggja sig vel og gefa sjálfum sér skýrar línur á það líf sem hann æskir eftir. Vatnsberinn er einnig draumóramaður og getur vel farið á flug með verkefnin sín en má þó eiga það, að oftar en ekki tekst honum að framkvæma það sem hann setur sér fyrir hendur. Bönd ástarinnar styrkjast sem um munar á árinu og festa margir ráð sitt í byrjun sumars. Er þar steinninn settur fyrir komandi ár því sambönd vatnsberans eru jafnan löng og gæfurík þar sem þolinmæði og þrautseigja í bland við léttleika og ástríki haldast í hendur. Ferðalög verða nokkur á árinu, flest innanlands en þó verður eitthvað um utanlandsferðir síðla næsta árs. Gæfa og gengi ríkir heilt yfir og vatnsberar stíga léttar til jarðar en á því ári sem er að ljúka. Vatnsberi Hrúturinn þarf að hugsa vel um sig andlega og líkamlega, vera sjálfum sér nógur og mun þá uppskera vel. Ró í hjarta og friður mun umlykja hrútinn, aukið sjálfstraust - ef þess er gætt að taka hvern dag fyrir sig. Hrúturinn hefur staðið sig vel seinni hluta ársins sem er að ljúka og er á réttri braut. Gæta skal þess þó að fara ekki villur vegar, þá sérstaklega er kemur að skýjaborgum ástarinnar enda lofar ekki góðu að ana af stað með rósrauð gleraugu. Hrúturinn á eftir að þurfa að taka nokkrar mikilvægar ákvarðanir á árinu og þarf að treysta á sjálfan sig í auknum mæli ef miðað er við oft áður. Nú er sá tími kominn að hrúturinn hefur skýrari sýn á framhald lífs síns og þarf að gæta þess að vera staðfastur með sitt. Fjölskylda leikur stórt hlutverk hjá hrútum árið 2023 og yfir sumartímann kjósa þeir margir að hverfa á vit æskunnar þar sem tjaldferðalög voru dæmi um einfaldari skemmtun en oft er nú. Hrútar eru þó gefnir fyrir hið ljúfa líf og eftir tjaldferðalög er næsta víst að þeir leggi leið sína beinustu leið í einhvers konar dekur. Heilt yfir mun árið sem er að ganga í garð vera hrútum gott og þeir ánægðir með sjálfa sig í lok þess. Persónuleg uppgjör lita næstu tólf mánuði og einhvern veginn tekst hrútunum að feta ófarinn, persónulegan stíg í átt að betra lífi. Stígurinn er kannski kræklóttur, en með seiglu hefst för hrútsins, því þetta er eitt þrjóskasta stjörnumerkið. Hrútur Nýtt ár þeirra í fiskamerkinu hefst á jákvæðu nótunum í faðmi fjölskyldu þar sem fiskurinn finnur öryggi og leyfi til að vera hann sjálfur. Vanlíðan og óöryggi virðist hafa stjórnað vissum hlutum í einkalífinu lengi meðan á öðrum sviðum lífsins, svo sem atvinnu, hefur verið jákvæð breyting á – ef litið er yfir sl. fimm ár. Láta þarf af stjórn og hætta að taka hlutum persónulega. Hvíld er fisknum mikilvæg og yfir komandi ár reynir á getu hans og vilja til þess að setja slíkt í fyrsta sætið. Nánasta fjölskylda leikur stórt hlutverk og þarf fiskurinn að gæta þess að koma vel fram við þá sem eru honum kærir. Góð heilsa er áberandi hjá þessu merki á komandi ári og taka margir hverjir skref að enn heilsusamlegra líferni. Fiskurinn á það til að vera örlítið sérhlífinn og þarf, eins og meyjan, að festa sér tíma til þess að stunda einhverja líkamsrækt. Einhverjar stórar ákvarðanir þarf fiskurinn að taka á árinu og ætti að taka sem flestar hliðar hvers máls vel til athugunar. Gefa sér tíma til að hlusta með kostgæfni á þá sem eiga hlut að máli, vega og meta hvað best er að gera. Töfrar ástarinnar svífa að venju yfir fisknum en þar má hann einnig gefa sér tíma til að velta fyrir sér hvað það er sem hann í raun leitast eftir. Ekki er víst að nýstofnuð sambönd verði langlíf, en fiskar eiga þó oft eftir að verða skotnir með boga Amors yfir árið. Þeir sem lengra eru komnir í að festa sér maka eru á betri stað og hjá þeim verður gott betra. Fiskur Nautið er á margan hátt að lenda á jörðinni eftir nokkurra ára erfiðan tíma. Á síðastliðnu ári hóf það vegferð sína að betra lífi og er staðráðið í því að það besta sé eftir. Með holskeflu sjálfstrausts á nýju ári ætti nautinu að vera allir vegir færir og muna að trúa á sjálfan sig. Taka tíma í að jarðtengja sig, draga andann djúpt, sjá fyrir sér hvað það vill og hvert það raunverulega stefnir. Undanfarin ár hafa tekið sinn toll en nú er tími til að njóta þess að vera til. Ferðalög verða í forgrunni á komandi ári, bæði erlendis sem innanlands enda nýtur nautið þess að ferðast. Bæði í huganum og til fjarlægra landa. Lofuð naut ættu að taka tíma í að hrífast sem aldrei fyrr af maka sínum á meðan þau ólofuðu mættu sleppa fram af sér beislinu þó ekki væri nema af og til. Ástin er ekki skammt undan og nautið þarf að vera duglegra í að opna fyrir slíka strauma í stað þess að njóta þess að liggja í leti, nautnaseggurinn sem það er. Nautinu þykir nefnilega heldur notalegra að láta aðra sjá um fyrstu skrefin og njóta frekar aðdáunarinnar. Hins vegar er þetta eitt tryggasta stjörnumerkið og óþarflega seint oft að slíta þeim samböndum sem ganga ekki. Peningaáhyggjur hverfa alveg með hausti næsta árs og happdrættisvinningar fara í hendur margra nauta. Flutningar eru skrifaðar í stjörnurnar hjá þeim sem hafa verið að velta fyrir sér búferlaflutningum og munu nautin eiga eftir að koma sér vel fyrir á nýjum stað. Naut Mikil auðsæld einkennir tvíburana á komandi ári. Sérstaklega á það við fólk sem er ekki í hefðbundnum skrifstofustörfum heldur kýs að starfa sjálfstætt. Bjart er yfir málum hjartans, bæði þeim sem dýpri eru til jafns við þau sem eru platónskari. Tvíburarnir hafa jafnan unun af því að hafa fólk í kringum sig og eru eitt vinflesta merkið. Á komandi ári verða vinasambönd dýpri og tengingar hjartans sterkari. Þeir þurfa þó að gæta þess að fara ekki yfir mörk félaga sinna á einn eða annan hátt og koma ekki fram á annan hátt, en þann sem þeir vilja taka við sjálfir. Einhver tímamót eru í kortunum seinna á árinu þar sem tvíburinn þarf að gera upp við sig hvar hann stendur. Þarna eru einhverjar takmarkanir ef ein ákvörðun er tekin fram yfir aðra og þarf hann að vera alveg viss um að vera á réttri braut. Verðlaun af einhverju tagi og/eða viðurkenning hlýst tvíburanum fyrir vel unnin störf seinni part árs og mikið lof hljóta þeir fyrir framlag sitt í þágu lista og menningar margir hverjir. Tvíburarnir eru eitt litríkasta merkið og geta verið hrókar alls fagnaðar. Þeir geta þó einnig sýnt á sér hina hliðina sem er ekki alltaf sú skemmtilegasta. Þeir læra á áhugaverðan hátt fína línu þarna á milli um mitt sumar og einhverjir tileinka sér að dansa á þeirri línu. Einhver ferðalög eru í kortunum en mest innanlands og gerir tvíburinn vel við sig á baðstöðum og hótelum víða um land. Ástarsambönd styrkjast sem um munar og eiga þeir sem ólofaðir eru, von á einhverjum sem á eftir að leika stóran þátt í lífi þeirra áður en árinu lýkur. Tvíburi Mikill öldugangur einkenndi árið sem er að líða hjá krabbanum. Erfiðleikar í einkalífi á mót við stöðuhækkanir og þar fram eftir götunum. Það er því léttir að vita að árið 2023 verður heilt yfir rólegra og tími fyrir krabbann til að jarðtengja sig eins best og hann getur. Með rólegri orku koma nýir tímar, bæði er viðkoma stöðu hans á vinnumarkaði og persónulegri málefnum og því ætti krabbinn að stíga öll þau aukaskref sem hann getur á göngustíg rólegheitanna. Krabbinn á það til að vera alveg viss um að hlutirnir gangi sér ekki í hag er kemur að málum hjartans og þarf að hætta slíkum hugsanahætti. Vitrir menn vilja meina að hugsanir okkar stjórni gjarnan því sem verður og má taka þá hugmynd vel til greina. Krabbinn býr yfir meiri kostum en hann telur sig gera en er oft lokaður á sjálfan sig. Trúir því ekki einlæglega að hann sé að gera rétt eða á réttum stað. Ef honum tekst að finna innri ró, munu fleiri draumar en einn fá tækifæri til að rætast. Krabbinn á eftir að ferðast mikið á árinu þó hann sé ekki endilega sá sem sækist í slíkt. Eitt ferðalaganna á eftir að skipta sköpum í lífi krabbans sem fær hann til þess að taka nýja stefnu í lífinu. Hvort sem er innra með sér eða í veraldlega lífinu. Annað sem á eftir að valda straumhvörfum í lífi ólofaðra krabba eru kynni við nýjan einstakling sem mun hafa rík og varanleg áhrif á þá á jákvæðan hátt. Þarna gæti verið um tilvonandi maka að ræða, eða tengingu við hann. Best er að hafa augun opin fyrir þessum tengslum um mitt sumar. Þeir sem lofaðir eru munu njóta lífsins enn frekar en á árinu sem er að líða, en gæta þarf þess þó að sleppa gleðinni ekki alveg lausri. Krabbi Völvuspá Bændablaðsins: Skrifað í stjörnur komandi árs
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.