Bændablaðið - 15.12.2022, Page 56

Bændablaðið - 15.12.2022, Page 56
56 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 2022 Í yfir 30 ár hef ég verið upptekinn af litum, litaflórunni, litbrigðum og litmynstrum í húsdýrastofnunum okkar, haft þetta á heilanum, eins og gjarnan er sagt. Ég hef pælt í stofnunum og elt uppi hjarðir og hópa til að skoða og skrá fjölbreytni og afbrigði, komið aftur og aftur á sömu staði til að fylgja eftir þróun og breytingum, ljósmyndað fyrirbæri og safnað í skrár og banka. Ég hef átt í samvinnu við fjölda bænda og annarra gripaeigenda um tilraunir í ræktun á fágæti og viðhaldi afbrigða. Flestar gamlar greinargerðir fyrir hrossa- litunum hafa ekki skannað stofninn og kannað og skráð hvað er til í honum og hvað þar er mögulegt. Ég hef því rekist á margt sem ekki var almennt þekkt. Sem betur fer hafa eigendur slíkra fyrirbæra yfirleitt verið jákvæðir og áhugasamir um varðveislu þess. Ég er ekki erfðafræðingur og hef þess vegna alls ekki fullkomna vitneskju um flóknar erfðir, en þegar slík álitamál koma upp hef ég aðgang að nauðsynlegri vitneskju hjá dóttur minni, Freyju, sem er með æðstu menntagráðu í erfðafræðum húsdýra. Saman höfum við ýmislegt kokkað og lagt á ráð um viðhald, tilraunir og þekkingaröflun. Þessi litafjölbreytni í húsdýrastofnunum er svokölluð erfðaauðlind, auðlind einkum í þeim skilningi að stofnarnir eru ríkir af fjölbreytni útlitseiginleika og margir eiginleikanna eru sjaldgæfir. Þeir hafa ekki verið ræktaðir út úr stofnunum hér, eins og gerst hefur þar sem stíf ræktunarstefna er stunduð, að ég tali nú ekki um þar sem ákveðin markmið varðandi æskileg og óæskileg afbrigði hafa verið með í lýsingum á ræktunarmarkmiðum eða þar sem sæðingar hafa skyndilega flýtt framþróun ákveðinna ræktunarmarkmiða. Með því að framfylgja ræktunarmarkmiðum er framkölluð útilokun annarra eiginleika, sem ekki falla undir markmiðin. Ræktun miðar að styrkingu eða hámörkun ákveðinna eðlisþátta en því fylgir veiking eða útilokun annarra þátta. Öll fjölbreytni í dýrastofnum okkar er auðlind vegna þess að úr fjölbreytileikanum er hægt að spila á margvíslegan hátt og rækta upp afbrigði og bæta úr ágöllum eða jafnvel framkalla ný verðmæti. Einnig vegna þess að í síbreytilegum heimi getur þurft að aðlaga staðbundna stofna að nýjum aðstæðum og jafnvel til nýrra nota. Eitt skýrasta dæmið sem við þekkjum af slíkum toga er ræktun íslenska nútímareiðhestsins út af gamla íslenska hrossastofninum þegar dagar íslenska hestsins virtust jafnvel vera taldir með tilkomu vélaldar í landbúnaði og samgöngum. Þá var tekið að rækta einangraðan stofn, sem við blasti nánast útrýming, hann ræktaður upp í feiknavinsælan reiðhest af bestu gerð með alheimsútbreiðslu. Og hvers hef ég svo orðið áskynja og er einhver árangur af þessu brölti mínu? Það fer ugglaust eftir því hver leggur matið og hver svarar. En sjálfur ætla ég að tæpa á eftirfarandi atriðum. Aukin almenn vitneskja um fjölbreytileika lita og litmynstra í íslensku stofnunum og ýmsa möguleika sem því fylgja er að sjálfsögðu meginárangurinn. Flestir telja að litaflóran í stofnunum sé vel þekkt og ekki ástæða til að grufla mikið meira í henni. Samt eru enn möguleikar á óvæntum litafyrirbærum sem reyndustu hrossabændur og hestamenn hafa ekki einu sinni séð eða tekið eftir, hafi þeir komið upp.Í upphafi fékk ég sterkan áhuga á fyrirbærinu „að fara litum“ eins og það hét forðum og því litmynstri hrossa sem í því er fólgið. Ég hef eiginlega verið sjálfskipaður sendiherra litföróttra hrossa á Íslandi alla tíð síðan. Ástæðan er sú að á þeim tíma sem þessi baktería greip mig voru litförótt hross svo fátíð í landinu að mynstrið var á barmi útrýmingar. Þegar ég fór að skoða þessi fáu sem til voru, þá sá ég að gamlar lýsingar á fyrirbærinu voru rangar og menn skildu ekki hvernig stóð á því að hrossin breyta um lit. Nú eru bráðum 30 ár frá því ég upplýsti leyndarmálið og nú er þetta auðskilið mál og litföróttum hrossum hefur fjölgað úr fáeinum tugum í mörg hundruð í landinu. Þau eru orðin vinsæl á erlendri grund. Svo ég dragi ekkert undan og hljóti verðskuldaðan montstimpil fyrir: þá eru allar líkur á því að ég hafi komið í veg fyrir að þetta litmynstur hyrfi úr stofninum. Þá vil ég nefna bæði Botnahrossin og alhvíta hesta. Okkur var kennt að íslenskir hestar fæddir hvítir væru ekki til. En nú hef ég upplifað tvo slíka, sem fæddir eru alhvítir og halda þeim lit og nokkra nærri alhvíta. Ég gerði tilraunir með báða þá alhvítu og kom þá í ljós að þeir eru svona litir vegna þess að þeir bera bæði erfðir fyrir slettuskjóttu og venjulegu skjóttu og eru alls ekki erfðafræðilega hvítir. Í þeirra tilvikum hefur engin litarefnisframleiðsla komist í gang í fóstrinu og gripirnir eru því alþaktir hvítum flekkjum, ef orða má það svo. Þetta gerist þó alls ekki hjá öllum hrossum sem erfa báða þessa skjóttu eiginleika. Ég hef eingöngu haft hér orð á því sem ég hef orðið áskynja í hrossastofninum. Um hina dýrastofnana okkar gildir ekki alveg það sama. Litbrigðaflóran og margbreytileikinn hjá þeim er aðeins minni en hjá hrossunum okkar. Þó er þar margt athyglisvert og skemmtilegt að grufla í, eins og myndirnar kannski sýna. Páll Imsland, jarðfræðingur & áhugamaður um íslenska húsdýrastofna Íslenskt búfé: Erfðaauðlind litanna – Af litafjölbreytni í húsdýrastofnunum Klashyrndur hrútur. Þetta er hann Sexi frá Ósabakka. Hann er fæddur með sex horn, sem nú hafa vaxið saman og myndað klasa. Stundum trúir maður ekki sínum eigin augum. Þetta grá-jakobsbíldótta lamb er frá Sölvholti og er hringeygt á báðum augum, eins og algengt er hjá hrossum, en er algjör undantekning í sauðfé. Blákolóttur lambhrútur frá Skarði. Það kallast kolótt þegar haus og leggir á hvítu fé eru dökklituð. Til eru fjögur afbrigði af kolóttu, blákolótt, grákolótt, mókolótt og dröfnukolótt, sem er kannski það sama og sumir kalla vellótt. Grá ær frá Villingavatni í forgrunni og dóttir hennar grábotnótt. Þær eru báðar saffranóttar. Það kallast saffranótt þegar dökkírauð hár koma fyrir með svörtum og gráum lit. Saffranótt er algengast á haus og leggjum en sést sjaldan á bolnum. Tveir ferhyrndir hrútar á Ósabakka með sitt hvora hornagerðina, annar hringhyrndur en hinn spjóthyrndur. Tvær írauðar ær í Sölvholti hafa það notalegt í snjónum. Önnur er dökk írauð en hin ljós. Víðast hvar er þetta kallað gult en á Suðausturlandi heitir það frá fornu fari írautt og ættum við að taka það orð upp sem almennt heiti á litnum í stað þess að nota erlend orð, appelsínugult eða órans. Páll Imsland. Tveir stóðhestar meta stöðu sína og styrk hvor annars, nýkomnir í merahólfum. Þeir eru Landi frá Skarði, móálóttur, og Gauti frá Gautavík, bleikálóttur. Þeir fundu sig vera jafningja í þessu tilviki og tókust ekki á. Þess gerðist ekki þörf.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.