Bændablaðið - 15.12.2022, Page 66

Bændablaðið - 15.12.2022, Page 66
66 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 2022 LÍF&STARF Vefnaðarverk Hildar Hákonar­ dóttur, Árshringurinn, sem hékk lengi á Hótel Sögu, samanstóð af tólf hlutum sem táknuðu gróður jarðar árið um kring og hugsuð sem ein heild. Hluti verksins verður til sýnis á yfirlitssýningu Hildar á Kjarvalsstöðum í janúar. Verkið, sem kallaðist einnig Himinn og jörð, hékk lengi í heild sinni á Sögu en síðan skipt upp og verkið hengt upp í hlutum á mismunandi stöðum á hótelinu en síðar tekið niður og sett í geymslu og svo virðist sem tveir hlutar verksins hafi glatast. Víður sjóndeildarhringur Hildur segir að tildrög verksins séu þau að hún hafi flutt úr Vesturbænum í Reykjavík árið 1980 á lóð við Ölfusá. „Fyrir mig, manneskju sem hafði lengi búið þar sem sólargangurinn var þröngur á vissum árstímum vegna húsanna í kring, var ótrúlega spennandi að horfa á víðan sjóndeildarhringinn og upplifa hring árstíðanna. Það var mjög bjart þarna og gömlu mennirnir í sveitinni sögðu mér að það væri vegna endurskins frá Ingólfsfjalli og að það glampaði ljósið upp af ánni frá Selfossi hinum megin og þannig að það var eiginlega aldrei myrkur. Ég ræktaði grænmeti til heimilisins þarna og einsetti mér að fylgjast með árshringnum og varð mjög upptekin af samspili himins og jarðar og í því umhverfi og hugarástandi varð verkið til.“ Hildur segir að hún hafi búið til fleiri verk á þessum tíma sem tengdust tímanum og hún hafi reynt að setja sig inn í hugsunargang fólks sem var uppi áður en klukka kom og fólk var upplýst um það reglulega í útvarpi hvað tímanum leið og liðið eftir sólarganginum og árstíðunum og var í sambandi við árshringinn. „Það var hin eiginlega uppspretta verksins.“ Í vörslu Listasafns Reykjavíkur Árið 2018 voru tíu hlutar verksins lánuð á sýninguna High and Low í Kaupmannahöfn. Eftir að teppunum var skilað fóru þau aftur í geymslu á Hótel Sögu og gleymdust þar til Andri Jónsson, umsjónarmaður fasteignarinnar, fann tíu þeirra við tiltekt í geymslum hótelsins vegna eigendaskipta hússins. Náðst hefur samkomulag um að verkið verði í framtíðinni í vörslu Listasafns Reykjavíkur og verður það hluti af Rauðum þræði sem er heildarsýning á verkum Hildar á Kjarvalsstöðum sem verður opnuð 14. janúar næstkomandi. /VH Geitfjárrækt: Hugsjón og fjölbreyttir möguleikar Geitur á Íslandi eru tæplega 1.700 og hefur þeim fjölgað hægt og rólega undanfarin ár. Geitfjárrækt hér á landi er víða stunduð af hugsjón sem gefur ekki mikið í aðra hönd en möguleikar greinarinnar eru fjölbreytilegir. Geitastofninn er talinn vera í útrýmingarhættu en í árslok 2016 taldi hann 1.188 vetrarfóðraðar geitur, um áramótin 2020 og 2021 voru þær 1.621 og í dag eru þær að nálgast 1.700. Anna María Flygenring, formaður Geitfjárræktarfélags Íslands og bóndi í Hlíð, segir að hlutverk félagsins sé að stuðla að verndun íslenska geitastofnsins og að leita allra leiða til að bæta og auka verðmæti geitaafurða. Hæg fjölgun „Samkvæmt síðustu tölum hefur geitum fjölgað en ég hef ekki séð tölur um fjölda geita sem slátrað var í haust. Ég hef heyrt af einu búi sem var með yfir 50 vetrarfóðraðar geitur, þau hættu með flestar síðastliðið haust, aðallega vegna hækkandi áburðarverðs og minnkandi styrks frá ríkinu, en greiðslur hafa verið frá ríkinu samkvæmt búvörusamningi. Það koma reyndar inn nýir aðilar af og til þannig að fjöldi geita á landinu hefur verið að aukast.“ Sala geitaafurða Að sögn Önnu gengur vel að selja afurðirnar og margir eru að selja á matarmörkuðum og nú jólamörkuðum sem eru víða um land. Einnig er selt í gegnum REKO, sem margir þekkja. Stærri búðir og stórmarkaðir eru farnir að taka inn vörur frá geitabændum, sem Samtök smávöruframleiðenda hafa unnið ötullega að gera kleift. „Stærsta geitabúið er Háafell í Borgarfirði og byggir fyrst og fremst á geitarækt og hefur lagt mikið til við að styrkja stofninn, samhliða ferðaþjónustu, og þar er einnig í boði fræðsla um geitur og geitaafurðir. Nokkur býli eru að framleiða gæðaosta, skyr og ísgerð eru að koma sterk inn. Fiðan, sem er ull geitanna, er mikils metin af handverks- og prjónafólki, gæði hennar eru á við kasmír-band, en lengra verður ekki komist í mýkt náttúrulegs bands. Magnið er ekki mikið og tímafrekt að kemba hverja geit. Félagið hélt námskeið í samvinnu við Landbúnaðarháskólann í vor í kembingu og nýtingu á fiðu og tókst vel til. Fleiri námskeið eru á döfinni á næsta ári. Sútun á stökum eða skinnum lagðist því miður af nema fyrir hóp af handverksfólki. Eins og er þarf að senda stökur erlendis í sútun og því takmarkað magn í boði. Rétt er að geta þess að enn sem komið er gefur geitaræktin ekki mikið af sér en vinsældir afurðanna fara vaxandi og á tímum umræðu um loftslagsbreytingar og kolefnis- spor er rétt að gefa geitfjárrækt aukinn gaum.“ Gamlar hugmyndir og mýtan? Anna segir að þeir sem halda geitur verði varir við nokkrar ranghugmyndir um geitur og að spurt sé gjarnan hvernig gangi að láta geiturnar tolla í girðingu og svo spurningin hvort þær fari ekki óhindrað út um allt og oft í neikvæðum tóni. „Mín reynsla er sú að vel gerð netgirðing eða rafmagnsgirðing haldi þeim.“ Geitaafurðir eru gæðaafurðir „Ég er bjartsýn á að neytendur fari í auknum mæli að átta sig á að geitaafurðir eru gæðaafurðir. Kolefnisspor þeirra er lítið þar sem þær lifa nánast eingöngu á grasi og lítið um að þær fái innflutt kjarnfóður nema þá helst þar sem mjólkin er notuð til ostaframleiðslu. Oftast eru geitaafurðir seldar beint frá bónda og kosturinn við það er að þá getur fólk fengið upplýsingar um hvernig á að meðhöndla og matreiða kjötið ef það er að prófa það í fyrsta sinn.Veitingahús eru í auknum mæli að bjóða geita- og kiðakjöt. Það má líka nefna að með auknum fjölda fólks erlendis frá fjölgar þeim sem virkilega kunna að meta kjötið. “ /VH Anna María Flygenring, formaður deildar geitfjárræktar BÍ og Geitfjár- ræktarfélags Íslands, bóndi í Hlíð, með kiðling sem hún sótti að Háafelli síðastliðið haust. Myndir / Aðsendar Jóhanna B. Þorvaldsdóttir, geitabóndi á Háafelli, mjólkar geitur. Geithafur. Mynd /ghp Árshringurinn varð til við Ölfusá Árshringurinn í heild. Myndin er tekin á Nýlistasafninu við Vatnsstíg. Myndir / Listasafn Reykjavíkur Hildur Hákonardóttir um Árshringinn Himinn og jörð mætast Verkið er hafið á vorjafndægrum. Í hverjum mánuði í heilt ár óf ég teppi, sem lýsir mótum himins og jarðar, hinum síbreytilegu litum veðrabrigða, birtu og árstíða. Í mars glittir í grænt og brúnt í gulu vetrargrasi. Í apríl hefur grænkað en vorhret ógnar gróðri. Í maí rennur grængresið saman við bláma himinsins. Í júní er blómskrúðið í algleymingi. Í júlí sést í munstur ljáfaranna. Í ágúst skín í bleika grasrótina. Í september eru litir haustsins upphafnir. Í október fellur fyrsta snjófölið. Í nóvember liggur frosið vatn yfir landinu. Í desember situr miðsvetrarsól við sjóndeildarhring. Í janúar eru himinn og jörð hvít af snjó. Í febrúar tekur aftur að sjá í auða jörð. Hringrás árstíðanna hefst að nýju. Hildur Hákonardóttir listakona.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.