Bændablaðið - 15.12.2022, Side 68

Bændablaðið - 15.12.2022, Side 68
68 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 2022 Fornleifarannsóknir í helli á suð­ austur strönd Grikklands benda til að menn hafi safnað landsniglum sér til matar um 10.700 árum fyrir upphaf okkar tímatals. Talið er að milli 25 til 30 manns hafi að meðaltali búið í hellinum og að fólkið hafi veitt villta asna og fisk og safnað plöntum og tínt snigla sér til matar. Í hellinum og í nánasta umhverfi hans fannst mikið af brotnum skeljum landsnigla, enda sniglar auðveld bráð þar sem þeir fara ekki hratt yfir né geta varið sig. Minjar um ristuð skeljabrot og sniglaát til forna hafa fundist víðar um heim, meðal annars í Íran, í Túnis, á Spáni, Í Pýreana­fjöllum, við strendur landanna við Adríahaf og Miðjarðarhaf. Utan Evrópu hafa minjar um landsniglaát fyrr á tímum fundist á eyjum í Karíbahafi, Perú, víðar í Norður­Ameríku, eystri hlutum Afríku, Súdan, Nígeríu og á Filippseyjum. Auk þess sem fornleifafræðingar í Yunnan­héraði í Kína hafa fundið minjar um að íbúar þar hafi lagt sér ferskvatnssnigla sér til munns. Villtir sniglar voru lengi flokkaðir sem fátækrafæða en ef marka má rit rómverska náttúru­ og sagnfræðingsins Pliny gamla, 23 til 79 eftir Krist, leit elítan í Róm til forna á snigla sem góðgæti og kræsingar. Þróun og líffræði Sniglar er stór hópur lindýra sem á sér yfir 550 milljón ára þróunarsögu og telur um 65 þúsund tegundir sem finnast á landi, í ferskvatni og í sjó. Sniglar sem lifa í vatni anda með tálknum og landsniglar með lungum. Flestar tegundir snigla eru með skel þrátt fyrir undantekningar á því. Þeir hafa heila og hjarta og framan á hausnum eru fálmarar sem þeir nota til að skynja umhverfi sitt. Sniglar verpa eggjum í sjó og vatni eða í röku umhverfi á landi, jarðvegi eða undir rotnandi laufblöðum sem dæmi. Við klak synda eða skríða lirfurnar um og éta lífræn efni sem þær finna í umhverfinu. Í uppvextinum ganga lirfurnar gegnum nokkur þroska­ stig og breytast í útliti en verða í flestum tilfellum að fullvöxnum snigli með skel að lokum. Líkt og mörg önnur lindýr eru sniglar með skráptungu sem þeir nota til að rífa plöntuvefinn sem þeir éta. Kjöraðstæður landsnigla eru í raka og margar tegundir eru næturdýr. Meðallíftími snigla er tvö til fimm ár en vitað er um tegundir sem lifa í allt að fimmtán ár. Risasnigill Samkvæmt Heimsmetabók Guinness er afríski risasnigillinn, Lissachatina fulica, stærsta sniglategund í heimi. Stærsti einstaki snigillinn af þeirri tegund fannst í Síerra Leone árið 1976 og mældist 39,3 sentímetrar en lengd skeljarinnar var 27,3 sentímetrar. Hann vó 900 grömm. Sagan segir að eiginkona eiganda snigilsins hafi skilið við hann vegna þess að húsið þeirra hafi verið fullt af sniglum og hann hafi meira að segja alið þá í fötu undir hjónarúminu. Úr slíminu sem sniglar skilja eftir sig í hægfara yfirferð sinni um heiminn eru unnin efni í snyrtivörur eins og húðkrem. Helicicultur Sniglar eru þekktir fyrir það hvað þeir eru hægfara og auðveldir í meðförum. Þeir eru léttir á fóðrum og hægt að hafa þá marga saman án flókins búnaðar og því vel skiljanlegt að menn hafi farið að ala þá eins og hvern annan búfénað. Rómverski nýsköpunarbóndinn Quintus Fulvius Lippinus, sem var uppi á fyrstu öld fyrir Krist, er talinn upphafsmaður sniglaeldis, eða helicicultur, eins og við þekkjum það í dag. Lippinus lét ekki staðar numið við snigla því hann prófaði sig einnig áfram með villisvín, heslimýs og fleiri áður óþekktan búfénað til manneldis. Býli Lippinus var nálægt Toskana á Ítalíu og markaður fyrir afurðir hans góður. Upphaflega flutti hann á býli sitt nokkrar tegundir af stórum sniglum frá Afríku og prófaði sig áfram með þá. Lippinus komst fljótlega upp á lagið með eldi evrópskra snigla sem hann aldi á spelti og fituríku fóðri þannig að þeir stækkuðu hratt. Með árunum tókst honum að geta sér gott orð fyrir sniglana sína sem hann flutti lifandi á markað í Róm og fleiri borgum í kringum Miðjarðarhafið, enda eru þeir sagðir hafa verið öðrum sniglum stærri og matarmeiri. Sagt er að galdurinn að baki bragðgæða Lippinus­sniglanna hafi meðal annars verið sá að hann kryddaði sniglana á fæti með því að fóðra þá með kryddjurtum og að bragðið af jurtunum hafi smitast út í holdið. Hvítur kavíar Egg eldissnigla kallast hvítur kavíar, sniglaperlur eða perlur Afródíte og þykja herramannsmatur, ekki síst meðal Pólverja og Frakka sem segja þau lostaörvandi. Eggin eru þrír til fjórir millimetrar að þvermáli og glær en fá á sig hvítan eða kremaðan lit eftir gerilsneyðingu og við pæklun í saltlög. Þeir sem til þekkja segja eggin stökkari en hrogn og bragðið minna á bakaðan aspas eða bakaða sveppi og með sterkum keim af jörð. Í eldi eru varpsniglar hafðir í kössum með þunnu og röku moldar­ og sandlagi og eftir að þeir hafa verpt í moldina er hún skoluð frá eggjunum. Sniglar verpa að meðaltali fjórum grömmum af eggjum á ári. Estote pisces in aeternum Pius fimmti, páfi 1566 til 1572, borðaði mikið af sniglum og eftir honum er haft um snigla: „Estote pisces in aeternum“ eða „Sniglar verða fiskar að eilífu“. Með þessum orðum kvað páfinn um að sniglar skyldu flokkast sem fiskar svo að hann gæti borðað þá á föstunni. Breskir kaþólikkar tóku greiningu páfans alvarlega og á föstunni kölluðu þeir snigla wallfish eða veggjarfisk. Vel formaðar sniglaskeljar tilbúnar á markað. Mynd/ escargot-world.com Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is SAGA MATAR&DRYKKJA Nokkrar tegundir landsnigla þykja vel frambærilegur matur víða um heim og jafnvel sælgæti en í öðrum heimshlutum eru þeir tabú sem engum dettur í hug að leggja sér til munns. Sniglaeldi til matar kallast helicicultur og á fínni matseðlum kallast þeir escargot upp á frönsku og sniglaegg hvítur kavíar. Sniglahrogn eru stundum kölluð hvítur kavíar. Mynd / wikipedia
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.