Bændablaðið - 15.12.2022, Page 72

Bændablaðið - 15.12.2022, Page 72
72 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 2022 Dominique er kunn fyrir þekkingu á mat og víni, hefur skrifað um þau efni um árabil í Gestgjafann ásamt því að reka Vínskólann í samstarfi við son sinn, Eymar Plédel Jónsson. „Eftir síðasta aðalfund er ég ekki lengur í stjórn, það er kominn tími til að láta nýtt og yngra fólk taka við. Ég er búin að vera formaður síðan 2008 og í stjórn frá stofnun deildarinnar árið 2001 þar sem öll vinnan er unnin í sjálfboðavinnu,“ segir Dominique. Hún segist þó eiga einu verkefni eftir ólokið, sem er að halda utan um framleiðslu og prentun á sögumiðum Slow Food- hreyfingarinnar fyrir íslenskar geitfjárafurðir. Sögumiðar hinna vernduðu afurða Íslenska geitin er skráð í verndaráætlun Slow Food sem Presidia heitir. Þar veljast inn matvæli eða aðferðir við matvælaframleiðslu sem metið er að búi yfir sérstöku varðveislugildi vegna gæða eða sem menningarverðmæti. Áður hefur íslenska landnámshænan verið skráð inn í verkefnið og íslenskir ræktendur því fengið að skreyta sínar vöruumbúðir með rauða sniglinum, einkennismerki Slow Food. Það var fyrsta húsdýrið á Norðurlöndunum sem fékk þann heiður. Á umbúðum landnámseggja er sams konar sögumiði og verið er að útbúa fyrir geitabændur, þar sem sagan á bak við hvern ræktanda og afurðanna er sögð. Auk þess er íslenska skyrið skráð í Presidia. „Við eigum eftir að skoða betur framtíðaráætlunina með þessa skráningu inn í Presidia, hvaða þýðingu þetta hafi fyrir fram- leiðendur og neytendur ekki síður, hvað fólk vill varðandi ostagerð og fleira. Svo þurfum við að fá miðana prentaða fyrir geitabændurna,“ segir Dominique. Unga fólkið tekst á við stóru vandamálin Í störfum sínum fyrir hreyfinguna hefur Dominique lagt mikið upp úr því að virkja unga fólkið til þátttöku í hugsjónastarfinu. „Ungt fólk er áberandi í nýju stjórninni og það er við hæfi. Það þarf að takast á við stærri vandamál en mín kynslóð hefur nokkurn tíma þurft að glíma við. Það þarf að taka ábyrgð á því sem verður. Mín kynslóð er brúin á milli, hefur reynslu af hinu eðlilega í sambandi við landbúnaðinn, matvælaframleiðslu og neyslu, en hefur farið langt út fyrir mörk hins eðlilega einmitt í neyslu, græðgi og sjálfhverfu. Við, eldri kynslóðin, þurfum að minna á að það er hægt að lifa í þessum heimi ef nægjusemi og meðvitaðar skynsamar ákvarðanir eru í fyrsta sæti. Slow Food hefur sagt þetta í meira en 30 ár og er líklega besti grundvöllurinn fyrir ábyrga framtíð, því gleðin er innifalin í því að framleiða og borða góðan mat til dæmis.“ Eldhugar sækja sér innblástur til Íslands Dominique segir að starfið fyrir hreyfinguna hafi kannski aðallega falist í að sá fræjum hugmyndafræði Slow Food. „Við höfum haldið okkur fast við einkennisorðin um að maturinn eigi að vera góður, ómengaður og á sanngjörnu verði fyrir bæði framleiðandann og neytandann. Hér erum við að tala um jafnrétti í verki,“ segir hún. Reglulega hefur Dominique fengið áhrifafólk – sem aðhyllist hugmyndafræði Slow Food og tekur þátt í að móta hana – í heimsókn til Íslands á vegum Slow Food Reykjavík. „Það hefur verið einstaklega gefandi að fá áhrifamikið fólk til landsins á vegum hreyfingarinnar. Sumt kom til að flytja okkur sterkan boðskap, eins og Michael Pollan og Vandana Shiva, annað til að sækja sér innblástur og benda á möguleikana okkar. Þar fer fremstur í flokki auðvitað Carlo Petrini, stofnandi og forseti Slow Food, en líka aðrir frá Slow Food á Ítalíu, eins og Paolo di Croce og Piero Sardo, sem hafa verið með Carlo frá upphafi, auk annarra Slow Food eldhuga frá öðrum löndum.“ Norðurlandasamstarfið Dominique hefur unnið þétt með fulltrúum annarra Norðurlanda – til dæmis í kringum hátíðir Slow Food í Tórínó á Ítalíu, sem haldnar hafa verið annað hvert ár. Hún er fædd í Frakklandi og uppalin, bjó í Danmörku og Noregi í um tíu ár eftir að hún flutti til Íslands árið 1970. „Frá 2009 höfum við reynt að fá Norðurlöndin til að vinna beint saman og ég hef verið þar innanborðs frá fyrsta degi. Það tókst hins vegar ekki fyrr en í 2018 þegar við náðum að halda Terra Madre Nordic í Kaupmannahöfn, þar sem Íslendingar gerðu mikla lukku. Upp frá því var ég beðin um að taka að mér formennsku í Slow Food Nordic sem við stofnuðum formlega í Ulvik i Hardangerfjord 2013 og reyndi það á þrautseigju og þolinmæði að halda út vegna Covid-faraldurs og allra hindrananna sem honum fylgdi. Ég steig niður úr þeirri stöðu á Terra Madre Nordic 2022 í Stokkhólmi sem sömuleiðis heppnaðist mjög vel. Árangurinn af þessari starfsemi er að Norðurlöndin tala orðið mjög vel saman og að sömuleiðis eru tengslin við það sem er að gerast í gegnum Norrænu ráðherranefndina mun sterkari og trúverðugleiki Slow Food hefur fest sig í sessi sem aðgerðaaðili á Norðurlöndum. Það er nefnilega sterk tilfinning á Norðurlöndum að við séum komin lengra en margir aðrir, en tilhneiging er að vilja fara leið „techno-fix“ til að leysa vanda sem blasir við á sviði matvælaframleiðslu og í landbúnaðinum – í staðinn fyrir að horfa meira til þess að við erum fyrst og fremst neydd til að breyta okkar neysluhegðun.“ Ábyrgur og óeigingjarn neytandi Dominique segir að upp úr standi helst, frá þessum 20 árum, að hugmyndafræði hreyfingarinnar hafi mótað hana sem ábyrgan og óeigingjarnan neytanda. „Hugsjónin verður alltaf hluti af mér,“ segir hún. Í gegnum störf sín fyrir hreyfinguna hefur hún myndað sér sterkar skoðanir á frumframleiðslu matvæla á Íslandi, enda unnið náið með framleiðendum – einkum smáframleiðendum, en hún var einn af stofnendum Samtaka smáframleiðenda matvæla á Íslandi. „Ég hef frá upphafi haft fulla trú á að frumframleiðslan á Íslandi eigi jafn mikla möguleika og annars staðar í heiminum, jafnvel þó hún sé algjörlega á eigin forsendum. Það hefur þurft að hafa meira fyrir henni í gegnum tíðina en það hefur um leið haft þau áhrif að leiðin að rótum okkar matarhefða er styttri, sem hefur nýst okkur vel til dæmis við skráningu inn í Presidia-verkefnin og í Bragðörkina – annað verndarverkefni þar sem LÍF&STARF Sögumiði fyrir íslensku landnáms- hænuna. Slow Food Reykjavíkur: „Hugsjónin verður alltaf hluti af mér“ – Dominique Plédel Jónsson skilur við hreyfinguna sem ábyrgur og óeigingjarn neytandi Ný stjórn Slow Food Reykjavíkur var kjörin á aðalfundi 22. nóvember. Markverðustu breytingarnar eru líklega þær að Dominique Plédel Jónsson er ekki lengur í stjórn hreyfingarinnar eftir rúmlega 20 ára samfellda stjórnarsetu. Hún segist vera komin á aldur í þessum félagsstörfum en hyggst halda sínu striki, vera aðgerðasinni um betri, hreinni og réttlátari heim og leiðsegja Íslendingum áfram um marokkóskar matarlendur. Í Marokkó á lífrænum búgarði þar sem krydd- og lækningajurtir eru ræktaðar. Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is Frá Terra Madre Nordic í Stokkhólmi. Önnur frá vinstri er Elisa Demichelis, tengiliður Íslands frá höfuðstöðvum Slow Food í Bra á Ítalíu, svo Jannie Vestargaard, verkefnastjóri fyrir Terra Madre Nordic og nú formaður Slow Food Nordic, og loks Dominique. Myndir / Aðsendar Frá 2009 höfum við reynt að fá Norður- löndin til að vinna beint saman og ég hef verið þar innanborðs frá fyrsta degi. Það tókst hins vegar ekki fyrr en 2018 þegar við náðum að halda Terra Madre Nordic í Kaupmannahöfn, þar sem Íslendingar gerðu mikla lukku.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.