Bændablaðið - 15.12.2022, Qupperneq 74

Bændablaðið - 15.12.2022, Qupperneq 74
74 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 2022 Á FAGLEGUM NÓTUM Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið – Óboðnir gestir í garðyrkju og trjárækt Bryndís hóf erindi sitt á stuttri umfjöllun um uppbyggingu lífríkisins og nauðsyn þess að hafa fjölbreytt plöntuval í garð- og trjárækt til að laða að fjölbreytta fánu skordýra sem dregur úr hættunni á að ein tegund verði ríkjandi og geti þannig valdið miklum skaða. Löðum að alls konar pöddur „Með því að hafa gróðurinn fjölbreytilegan og velja réttar plöntur sem henta veðurfari og jarðvegi á hverjum stað fyrir sig búum við til skjól og æti og löðum að alls konar pöddur, bæði skaðvalda og náttúrulega óvini þeirra sem hjálpa okkur í baráttunni við óvelkomnu pöddurnar. Þetta snýst um jafnvægi á milli góðu og slæmu gæjanna. Til dæmis má nefna skaða í birkiskógum þegar birkikemba fór að valda usla á vorin og á síðustu árum hefur birkiþéla svo skilið birkið eftir illa útleikið á haustin. Birkiskógar landsins sem verða fyrir árásum bæði að vori og hausti líta þar af leiðandi ekkert svakalega vel út á meðan þessum árásum stendur en ef skógarnir eru blandaðir ber minna á skaðanum á birkinu á meðan það er að aðlagast þessum nýju óværum eins og það getur. Það á svo frekar við í garðræktinni að meindýrin geta leitað skjóls í illgresi í nágrenni við nytja- og skrautplönturnar okkar og þarf þá að fjarlægja það illgresi til að koma í veg fyrir að það hýsi meindýr ásamt því að ræna nytjaplönturnar okkar sólarljósi, vatni og næringu ef út í það er farið.“ Bryndís segir að þegar kemur að baráttunni við illgresið sé hægt að reyta það, setja þekju yfir það og brenna það burt með gasbrennara. Lífrænar varnir í gróðurhúsum „Ég er meiri innipúki en skógarpúki og þekki þar af leiðandi aðkeyptu lífverurnar sem notaðar eru sem lífrænar varnir í gróðurhúsum landsmanna.“ Við varnir gegn óværu í gróðurhúsum sem framleiða íslenskar matjurtir er lítið sem ekkert notað af plöntuverndarvörum og mest viðhafðar lífrænar varnir eins og rándýr, sveppir, bakteríur og lyktarefni. „Íslenskir ylræktarbændur eru ótrúlega flinkir að lesa í plönturnar sínar, sjá hvenær þær eru undir álagi vegna meindýra og grípa til lífrænna varna áður en mikill skaði verður. Lífrænar varnir vinna vinnuna sína mjög vel við þær ákjósanlegu aðstæður sem eru í gróðurhúsunum. Lykilatriði er þó að setja þær inn í húsið á réttum tíma, í byrjun árása meindýranna, en ekki þegar fjöldi meindýra er orðinn það mikill að það er ekki raunhæft að þær nái að vinna bug á meindýrunum. Það er ekki mjög sanngjarn slagur.“ Virka ekki vel undir 16º Celsíus „Ókosturinn við lífrænar varnir er að þær virka ekki vel við hitastig undir 16º á Celsíus og að þau eru fæst breiðvirk. Pöddur sem eru notaðar við lífrænar varnir eru að vissu leyti eins og við mannfólkið og eiga sinn uppáhaldsmat. Sumar láta sig samt hafa það að nærast á öðru en uppáhaldsmatnum og eru því frekar valdar í gróðurhúsin þegar fleiri en ein tegund meindýra skjóta upp kollinum.“ Að sögn Bryndísar eru allar innfluttar lífrænar varnir leyfisskyldar frá MAST og hafa farið í gegnum strangt mat áður en þær eru leyfðar til að hafa ekki neikvæð áhrif á það lífríki sem til staðar er á einangruðu eyjunni okkar. Tilkynna ber allar sendingar af lífrænum vörnum sem til landsins koma og er það MAST sem tekur við þeim tilkynningum. „Lífrænar varnir eru yfirleitt ekki fyrirbyggjandi, þó séu undantekningar á því, og því lítið gagn í þeim ef engin fæða er til staðar. Við verðum einnig að huga að því að ef grípa þarf til notkunar á eiturefnum þarf aðgerðin að vera hnitmiðuð svo að hún drepi ekki líka gagnlegu pöddurnar. Því þarf að hafa sem ákjósan- legastar aðstæður fyrir plönturnar og byggja þannig upp þol þeirra fyrir óværum. Við þurfum að hafa plönturnar okkar vel nærðar, við ákjósanlegar aðstæður og á réttum stað.“ Dæmi um lífrænar varnir sem beita má í gróðurhúsum eru vespur, títur, mý og bjöllur sem vinna meðal annars gegn blað-, mjöllús, kögurvængjum og mítlum. Aðgerðaráætlun til ársins 2031 „Samkvæmt aðgerðaráætlun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins frá 2016–2031 þurfa allar plöntu- verndarvörur að hafa gengist undir áhættumat áður en þær eru settar á markað hér á landi. Slíkt mat er kostnaðarsamt og undanfarin ár hefur skrán- ingum slíkra vara fækkað og innflutningur þeirra dregst saman. Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Líffræðilegur fjölbreytileiki er alltaf bestur. Með því að hafa gróðurinn fjölbreytilegan og velja réttar plöntur sem henta veðurfari og jarðvegi á hverjum stað fyrir sig búum við til skjól og æti og löðum að alls konar pöddur, bæði skaðvalda og náttúrulega óvini þeirra sem hjálpa okkur í baráttunni við óvelkomnu pöddurnar. Myndir / BBR Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vildu vera lausir við. Garðyrkjuskólinn í Ölfusi stóð fyrir haustþingi um plöntusjúkdóma, meindýr og varnir gegn þeim. Bryndís Björk Reynisdóttir garðyrkjufræðingur fjallaði í erindi sínu um plöntuvarnarefni og aðrar varnir gegn meindýrum í garð- og trjárækt. Hér má sjá þá völundarsmíði sem geitungabú er. Þar sem þetta bú var ansi nálægt útivistarsvæði var það fjarlægt sökum árása geitunganna á mannfólkið í nágrenninu. Búið var fryst, tekið í sundur og skoðað. Búið fór að lokum í lokaðan gegnsæjan kassa og var sýnt leikskólabörnum. Asparglyttupar að gæða sér á alaskaösp.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.