Bændablaðið - 15.12.2022, Qupperneq 75

Bændablaðið - 15.12.2022, Qupperneq 75
75Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 2022 Styrkveitingar til verkefna og viðburða á málefnasviðum ráðherra haustið 2022 Matvælaráðuneytið veitir styrki til verkefna og viðburða á málefnasviðum matvælaráðherra. Ekki eru veittir styrkir til ríkisstofnana eða sveitarfélaga einstaklinga, rekstrarstyrkir, ferðastyrkir, styrkir til nefndar- setu eða styrkir til BA/BS, eða meistaraprófa. Þá eru ekki veittir styrkir til bæjarhátíða. Við úthlutun er m.a. horft hvort verkefnin þyki hafa gildi fyrir starfsemi viðkomandi málaflokks, hvort verkefnið búi yfir sérstöðu eða nýnæmi og hvort markmið og mælikvarðar séu skýrir. Frekari upplýsingar um styrkhæfi, mat á umsóknum og viðmið við úthlutum má finna í úthlutunarreglum. Hver einstakur styrkur getur numið allt að 10% heildar- upphæð úthlutana. Heildarupphæð sem ráðherra hefur til ráðstöfunar haustið 2022 er 10.000.000 kr. Umsóknarfrestur er til miðnættis 16. desember 2022. Ráðuneytið mun ekki taka til umfjöllunar umsóknir sem berast utan auglýsts tímafrest eða sem berast eftir öðrum leiðum en í gegnum eyðublaðavef Stjórnarráðsins. Til að umsókn verði tekin gild skulu henni fylgja þær upp- lýsingar og gögn sem óskað er eftir á umsóknarvef. Óska má eftir nánari upplýsingum um styrkina gegnum netfangið mar@mar.is Stjórnarráð Íslands Matvælaráðuneytið Fyrst má sjá Aphitoletes lirfu, lífrænu vörnina, gæða sér á lús. Næsta mynd sýnir það einnig en þriðja myndin sýnir lirfu Adalia, maríuhænulirfu, gæða sér á lús en hún er gífurlega nytsamleg lífræn vörn. Ösp eftir nart asparglyttu. Úrval þeirra er því takmarkað miðað við fyrri ár og notkun á þeim hefur minnkað.“ Bryndís segir að þetta hafi bæði kosti og galla. „Kosturinn er að við notum minna af varnarefnum sem skili okkur í betra umhverfi fyrir fólk og þeim starfsmönnum sem sinna úðun og heilnæmari garðyrkjuafurðum en ókosturinn er að það getur verið varasamt ef ný meindýr nema hér land og ekki fyrir neinar varnir gegn þeim. Eins verður mun meiri hætta á því að meindýr og plöntur myndi þol gegn efnunum ef notast er við sömu efnin eða efni með sömu virkni ár eftir ár. Því þurfum við að hafa aðgang að fleiri efnum til að geta gripið til. Ég tel að ein lausnin á þessu geti legið í samstarfi við Norðurlöndin um skráningu plöntuverndarvara sem ekki eru skráð hérlendis. Þar sem markaðssvæði okkar á Íslandi er svo lítið eru framleiðendur efnanna ekki alltaf æstir í að skrá vörurnar sínar að fyrra bragði hérlendis vegna lítillar sölu á móti kostnaði við skráningar. Þess vegna þurfum við að fylgjast með því hvaða lausnir eru viðhafðar í nágrannaríkjum okkar og sækja um gagnkvæmar skráningar á efnum sem virka og gætu nýst okkur ef vandamál koma upp í ræktun hérlendis af völdum sjúkdóma og meindýra.“ Plöntuverndarvörur Umhverfisstofnun heldur utan um skráningar, innflutning, notkun og leyfi sem snýr að notkun plöntuverndarvara. Allar þær plöntuverndarvörur sem leyfðar eru hérlendis falla í tvo mismunandi flokka; almenn notkun og notendaleyfisskyld notkun. Fyrri flokkurinn inniheldur vörur sem eru til sölu fyrir almenning í garðyrkjuverslunum eða byggingarvöruverslunum. Við kaup á efnum í síðari flokknum þarf að hafa notendaleyfi til að nota þau og geyma og óheimilt að afhenda plöntuverndarvörurnar í notendaleyfisskylda flokknum til aðila nema sá hinn sami geti sýnt fram á að hafa gilt notendaleyfi.“ Val á efnum Öll plöntuvarnarefni sem eru í boði hér á landi eru skráð á heimasíðu Umhverfisstofnunar og þegar efni eru valin til notkunar verður að velja það með hliðsjón af hvaða meindýr á að nota það á. „Við val á efni verður að hafa í huga hvernig virkni þess er og hvort það er snerti- eða kerfisvirkt og pöddurnar sem á að losna við verða að vera til staðar. Til þess að kerfisvirk efni skili sínu þurfa meindýrin að éta af plöntunum sem eru úðuð með þeim og snertivirk efni virka ekki nema meindýrin fái þau á sig. Fyrirbyggjandi úðun er yfirleitt eyðsla á fjármunum og vinnu þar sem efnin vinna yfirleitt ekki á eggjum meindýranna sem eiga þá eftir að klekjast út eftir úðunina. Sem sagt meindýrið verður að vera til staðar til þess að hægt sé að úða gegn því. Mörg meindýr eiga líka sína uppáhaldsplöntu sem þau leggjast á og því oft óþarfi að úða allar plönturnar í garðinum.“ Snýst um jafnvægi Bryndís segir að ef grípa þarf til plöntuverndarvara myndi hún eingöngu nota þau á pjattplönturnar sínar. „Plöntur sem eiga erfitt með að koma sér vel fyrir vegna veðurfars eða þær sem eru viðkvæmar fyrir árásunum til að halda í þeim lífinu. Annars eigum við að hafa allt lífríkið í garðinum þar sem þetta snýst um jafnvægi. Geitungar, köngulær, netvængjur, svifflugur, klaufhalar, bjöllur, varmasmiðir, margfætlur og vespur eru allt náttúrulegir óvinir meindýranna sem við erum yfirleitt að glíma við og þessa góðu gæja viljum við hafa í garðinum okkar, svo ekki sé minnst á humlur og ánamaðka. Í skógrækt getur reynst erfitt að úða allan skóginn og stundum eina ráðið að úða jaðra hans, plöntur sem eiga undir högg að sækja vegna meindýra og eftirlætisplönturnar sem eiga erfitt uppdráttar. Mitt persónulega mat er þó að notkun plöntuverndarvara ætti alltaf að vera síðasta úrræðið sem við grípum til í garð- og skógrækt,“ segir Bryndís Björk að lokum. Bryndís Björk Reynisdóttir garðyrkjufræðingur. Mynd /Aðsend
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.