Bændablaðið - 15.12.2022, Qupperneq 78

Bændablaðið - 15.12.2022, Qupperneq 78
78 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 2022 Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælaráðuneytisins er gott að huga að hvað er ógert varðandi skráningar í WorldFeng. Þegar þetta er ritað er búið að grunnskrá 3.299 folöld. Fjöldi fæddra folalda sem skráð hafa verið í WF síðustu ár hefur verið rétt innan við 6.000, þannig að talsvert á eftir að bætast við. Rétt er að fara yfir eftirfarandi í heimarétt WF: • Er búið að gera grein fyrir fangskráningu? Skráning á fangi er forsenda þess að hægt sé að skrá afdrif fangs á næsta ári. • Er búið að merkja við þá fola sem voru geltir í sumar? • Er búið að gera grein fyrir afdrifum hrossa? • Er litaskráning í lagi? • Er búið á setja inn nöfn á þau hross sem hafa verið nefnd? Aðeins til upprifjunar, þá eru þessar leiðir færar til að skrá fyljun: √ Stóðhestseigandinn skráir í sinni heimarétt hvaða hryssur voru hjá hestinum. Hryssueigandinn fær sjálfkrafa tilkynningu úr WF í tölvupósti þegar það hefur verið gert (ef netfang í WF er rétt skráð). √ Hryssueigandi skráir fang á sínar hryssur í sinni heimarétt. Þær hryssur birtast síðan í heimarétt stóðhestseigandans sem staðfestir að hryssurnar hafi verið hjá hestinum. Geri hann það ekki fer skráning hryssueigandans ekki í gegn. Það er því mjög mikilvægt að stóðhestseigendur fylgist með hvort hryssur eru að bætast inn á hestinn í heimaréttinni. Skráning hryssueiganda á fangi er í raun tilkynning til stóðhestseiganda sem hann þarf síðan að staðfesta til að hún verið virk. √ Stóðhestaskýrslu eða fyljunar- vottorði skilað inn til RML, undirrituðu af stóðhestseiganda eða umsjónarmanni hestsins. Ef hryssurnar hafa verið sónarskoðaðar þarf dýralæknir að votta með sinni undirskrift niðurstöður úr skoðuninni. Upplýsingar um sónarskoðun eru ekki skráðar nema Á FAGLEGUM NÓTUM Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs Mynd 1 Staðfesting komin frá öðrum stóðhestseigandanum. Mynd 2. Valmyndir í heimarétt WF. Mynd 4. Skráning á folaldi, skrásetjari skráir upplýsingar um ræktanda og eiganda. Þessi breyting er kærkomin og ætti að auðvelda mjög skráningu á ræktendum og eigendum folalda. Mynd 3. Skráning á folaldi, sjálfvirk skráning á ræktanda og eiganda. Halla Eygló Sveinsdóttir ráðunautur, búfjárræktar- og þjónustusvið halla@rml.is Skógarbændur og Bændasamtök Íslands Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí 2021 var samþykkt að skógarbændur gerðust félagar í Bændasamtökum Íslands (BÍ). Sú sameining varð síðan að veruleika á bú- greinaþingi í mars 2022. Stofnuð var búgreinadeild skógarbænda innan Bændasamtakanna, skammstafað Skóg BÍ, sem tók þá við því starfi sem áður tilheyrði LSE. LSE er enn til en ekki með neina starfsemi en er eigandi að 51% af Kolefnisbrúnni á móti BÍ sem á 49%. Aðalfundur Skóg BÍ er búgreinaþing skógarbænda sem haldið er í febrúar/mars ár hvert á sama tíma og aðrar deildir innan Bændasamtakanna halda sín búgreinaþing. Búgreinaþingið er fulltrúaþing en opið öllum félögum Skóg BÍ. Til að gerast félagi að BÍ og þar með Skóg BÍ þarf viðkomandi að ganga í BÍ og greiða þar árgjald. Árgjaldið er veltutengt og greiða félagar með 0-1,9 milljón kr. veltu 15 þúsund kr. í árgjald. Hver og einn þarf að sækja um aðild að BÍ í gegnum Bændatorgið á heimasíðu BÍ, bondi.is, og skógarbændur þurfa að merkja við skógrækt og eru þá sjálfkrafa félagar í Skóg- BÍ. Viðkomandi þarf ekki að vera félagsmaður í Félagi skógarbænda þó það sé vissulega æskilegt. Fulla aðild að BÍ geta átt þeir einstaklingar og lögaðilar sem þess óska og stunda búrekstur í atvinnuskyni eða vegna eigin nota. Aðild samkvæmt þessum staðli veitir full réttindi fyrir tvo einstaklinga. Bændasamtökin eru félagasamtök bænda og þar með skógarbænda og fara með hagsmunamál þeirra sem annarra bænda. Bændasamtökin hafa á að skipa lögfræðingi, hagfræðingi umhverfisfræðingi ásamt ýmsum sérfræðingum sem tilbúnir eru til starfa fyrir skógarbændur, t.d. að markaðsmálum. Hlynur Gauti Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri LSE, er starfsmaður BÍ og er hann ávallt tilbúinn að starfa með skógarbændum. Bændasamtökin gefa út Bændablaðið, þar geta skógarbændur komið á framfæri fréttum af starfinu og kynnt sjónarmið sín í landbúnaðarpólitíkinni eða öðru því sem þeir vilja koma á framfæri. Félagsmenn í BÍ fá 30% afslátt af vissum forritum BÍ. Þeir hafa rétt til að leigja orlofsíbúð á höfuðborgarsvæðinu, Þeir geta sótt um stuðning í starfsmenntasjóð. Sjá frekar á bondi.is. Verkefni á sviði loftslagsmála verða sífellt fyrirferðarmeiri í starfi Bændasamtakanna. Gerðar eru miklar kröfur til landbúnaðar varðandi samdrátt í losun en ekki síður kolefnisbindingu. Frumkvæði skógarbænda að stofnun Kolefnisbrúarinnar hefur reynst mikilvægur þáttur í að skapa ramma um verkefni sem snúa að kolefnisbindingu. Á þessu sviði eru hlutirnir að gerast hratt og án efa munu verkefni Kolefnisbrúarinnar skapa mikil tækifæri til skógræktar um allt land. Á Búnaðarþingi 2020 var samþykkt Umhverfisstefna landbúnaðarins 2020-2030. Eitt af megináhersluatriðum í stefnunni er aukin áhersla á skógrækt í tengslum við loftslagsaðgerðir. Enda er leiðarljós stefnunnar loftslagsmál, sjálfbærni og vistheimt. Bændasamtökin leggja áherslu á það í sínu starfi að skógrækt skapar, nú þegar, mikil verðmæti í viðarafurðum. Á þessu sviði eru mörg ónýtt tækifæri í að skapa verðmæti og störf víða um land. Þá má ekki gleyma því að skógrækt og skjólbeltaræktun getur skapað betri ræktunarskilyrði sem aðrar búgreinar, einkum kornrækt og grænmetisrækt, njóta góðs af. Áform um eflingu kornræktar og útiræktunar á grænmeti þurfa að byggja á því að meira verði gert í því Guðmundur Sigurðsson. Hver er ávinningur minn af því að vera í Bændasamtökunum? • Bændasamtökin vinna að hagsmunum allra bænda og eru málsvari stéttarinnar • Þú ert þátttakandi í samtökum bænda og getur haft áhrif á félagsstarfið • Þín aðild eflir kynningar- og ímyndarmál landbúnaðarins • Þú nýtur ráðgjafar um réttindi og málefni sem snerta bændur • BÍ koma fram fyrir þína hönd gagnvart ríkisvaldinu og gera samninga fyrir bændur • Þú nýtur 30% afsláttar af vissum forritum BÍ – sjá verðskrá RML • Þú getur leigt orlofsíbúð á höfuðborgarsvæðinu • Sem félagsmaður getur þú sótt um stuðning í starfsmenntasjóð • Félagsmenn eiga kost á að sækja um stuðning í Velferðarsjóð þegar áföll knýja dyra Samtakamáttur heildarinnar er mikill og verður meiri eftir því sem fleiri taka þátt. Af heimasíðu BÍ, bondi.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.