Bændablaðið - 15.12.2022, Page 79

Bændablaðið - 15.12.2022, Page 79
79Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 2022 Umhverfisstofnun heldur námskeið fyrir landverði 2.–26. febrúar 2023. Þátttaka veitir réttindi til að starfa sem landvörður. Námskeiðið er kennt í fjarnámi fyrir utan staðlotu á Snæfellsnesi. Skráning hefst 2. janúar klukkan 10. Nánar á ust.is/landvardanamskeid Landverðir starfa á friðlýstum svæðum um allt land! Kanntu vel við þig í íslenskri náttúru? Viltu verða landvörður? Íslensk framleiðsla á Bílskúrs- og Iðnaðarhurðum 564-0013 | 865-1237 skýrslan sé undirrituð af dýralækni. Til glöggvunar fyrir hryssu- eigendur kemur grænt hak fyrir aftan upplýsingar um fangskráningu ef stóðhestseigandi hefur staðfest skráninguna. Eins og sjá má á mynd 1 hér fyrir ofan er búið að staðfesta eina fangskráningu en ekki hinar tvær. Að gefnu tilefni er rétt að benda notendum WorldFengs á að fara inn í heimaréttina sína undir flipann „Um mig“ og kanna hvort þar komi ekki örugglega upp rétt netfang. Ef netfang vantar eða það er ekki rétt er lítil von til að tilkynningar úr WF skili sér á réttan stað. (Mynd 2). Nýjung í heimarétt WF Ein breyting var gerð á heimaréttinni nú í haust og hún er sú að nú geta hryssueigendur ákveðið hvernig þeir vilja að skráning verði á ræktanda og eiganda um leið og þeir skrá folald. Hingað til hefur það verið þannig að þegar folald er skráð í gegnum heimarétt þá hefur eigandi móður sjálfkrafa verið skráður ræktandi og eigandi að folaldinu. Eins og sjá má neðst á mynd 3 er kominn möguleiki á að taka út hak þar sem stendur „Eigandi móður skráður sem ræktandi og eigandi folalds“. Ef hakið er tekið úr þá opnast nýir gluggar, „Fjöldi ræktenda“ og „Fjöldi eigenda“ (sjá mynd 4). Ef ræktendur eru tveir þá opnast möguleiki að skrá inn tvo aðila. Sama gerist ef valið er að eigandi sé einn, þá opnast möguleiki á að skrá einn eiganda eins og sjá má á mynd 4. Þessi breyting er kærkomin og ætti að auðvelda mjög skráningu á ræktendum og eigendum folalda. Dálítið er um að það vanti skráningu á lit á hrossum í WF en við viljum endilega að hann sé skráður. Upplýsingar um lita- númerakerfið er að finna í WF. Litakerfið er þannig upp sett að lit er lýst með fjórum tölustöfum. Fyrsti tölustafurinn segir til um aðallit (rautt, brúnt ...), sá næsti blæbrigði (ljósrautt, dökkrautt o.s.frv.), þriðji tölustafurinn segir til um hvort hrossið er einlitt, tvílitt eða með stjörnu, nös, sokk o.s.frv. Fjórða og síðasta talan er enn frekara auðkenni, s.s. glófext, vagl í auga, glaseygt o.s.frv. Þetta er því ekki eins flókið og það kannski virðist við fyrstu sýn. Ástæða þess að litur er skráður á þennan hátt er að þá er hægt að skoða á auðveldan hátt fjölda ákveðinna lita í stofninum. Ef litur væri eingöngu skráður með orðum s.s. rauðstjörnóttur þá gætum við ekki unnið á sama hátt með þessar upplýsingar. Það er hins vegar um að gera að lýsa litnum líka með orðum, ekki hvað síst ef hrossið hefur einhver einkenni sem ekki rúmast innan þessa talnakerfis. Tekið er á móti skýrsluhalds- pappírum á öllum starfsstöðvum RML. Skráning fer að mestu fram á starfsstöðvunum á Akureyri og á Selfossi og því æskilegt að þeir sem senda pappíra með pósti sendi á heimilisföngin: RML, Óseyri 2, 603 Akureyri, eða RML, Austurvegur 1, 800 Selfoss Ef eitthvað er óljóst varðandi skýrsluhaldið er hægt að senda fyrirspurnir á netföngin agg@rml.is eða halla@rml.is eða hringja í síma 516-5000. að nýta skjólbelti og skógrækt til að bæta ræktunarskilyrði. Í samkomulagi sem undirritað var 4. janúar 2022 af atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, Bændasamtökunum og búgreinadeild skógarbænda innan BÍ um verkefni vegna skógarafurða samkvæmt 12. grein rammasamnings frá 19.2.2016 með síðari breytingum og búnaðarlaga nr. 70/1998 mun BÍ leggja áherslu á eftirfarandi atriði: • Standa vörð um og efla íslenska nytjaskógrækt, skjólbeltarækt og stuðla að fræðslu og kynningu á þeim tækifærum sem felast í skógrækt. • Koma á stöðugu framboði af innlendum skógarafurðum, þar á meðal kolefnisbindingu í skógum, hvetja til aukinnar notkunar á efni úr íslenskum viði og ýta undir þróun úrvinnsluiðnaðar. • Aðilar að samkomulaginu eru sammála um að búgreinadeild skógarbænda innan BÍ annist framkvæmd þess fyrir hönd samtakanna. Fulltrúi deildarinnar undirritar samkomulagið í ljósi þess. Auk þess segir í samkomulaginu að hlutverk BÍ sé að nýta framlagið til að standa straum af kostnaði við ýmis verkefni fyrir skógarbændur, t.d kynningu á tækifærum sem felast í skógrækt, vinna í samstarfi við Skógræktina og skógarbændur um nákvæma viðarmagnsúttekt í hverjum landshluta. Leggja grunn að þróun, framleiðslu og söluferli fjölbreyttra skógarafurða og efla menntun, hönnun, framleiðsluferli og markaðssetningu.Safna upplýsingum á einn stað um nýtanlegt magn viðar sem liggur fyrir og hvað hægt er að nálgast. Vinna að kolefnisjöfnuði íslensks landbúnaðar með öðrum búgreinum Hlutverk ráðuneytisins er að greiða til BÍ umsamdar fjárhæðir eins og þær eru tilgreindar í rammasamningi. Samkomulagið gildir til ársins 2026. Af þessu má sjá að BÍ hefur viðamiklu hlutverki að gegna hvað varðar að efla störf og stöðu skógarbænda. Sú vinna verður unnin í samstarfi og samráði við skógarbændur. Í dag eru skógarbændur fáliðaðir í BÍ miðað við þann fjölda sem skráður er í LSE, úr þessu þarf að bæta til að rödd skógarbænda verði öflugri innan heildarsamtakanna. Eftir því sem fleiri skógarbændur verða félagsmenn í BÍ og um leið í búgreinadeild skógarbænda verða skógarbændur með sterkari samningsstöðu gagnvart fjárveitingarvaldinu og eins verður allt þeirra félagsstarf öflugra sem leiðir til fjölbreyttara og árangursríkara starfs. Hægt er að hafa samband við þjónustufulltrúa BÍ í síma 563-0300 til þess að fá aðstoð við skráningu í Bændasamtökin. Netfang BÍ er bondi@bondi.is. Tilvonandi félagsmenn, sem hafa aðgang að Bændatorginu, geta skráð sig í samtökin þar með einföldum hætti. Þeir bændur sem stunda skógrækt og eru í BÍ gegnum aðra búgrein geta tengt sig við skógrækt með því að haka við skógrækt í viðkomandi reit í Bændatorginu. Mikilvægt er fyrir skógarbændur að skrá sig í Bændasamtökin fyrir áramót til að eiga rétt á að velja fulltrúa til setu á búgreinaþingi deildarinnar sem haldið verður í mars. Guðmundur Sigurðsson, skógarbóndi og stjórnarmaður í búgreinadeild skógarbænda innan Bændasamtaka Íslands
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.