Bændablaðið - 15.12.2022, Síða 80

Bændablaðið - 15.12.2022, Síða 80
80 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 2022 Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upplýsingar um bústjórnina á kúabúum, aðstæðurnar sem nautgripirnir búa við og atlætið sem þeir fá. Eitt af mínum uppáhaldsráðum til kúabænda er einmitt að segja þeim að „spyrja“ kýrnar sínar að hinu og þessu – þær segi nefnilega frá því hvernig þær hafa það með hegðun og útliti! Það er einmitt vegna þessa að þegar ég er í ráðgjafaheimsóknum þá fer ég oft í heimsóknir í fjós án þess að bóndinn komi með, ég vil hreinlega fá frið til þess að „spjalla“ aðeins við kýrnar! Þetta kann að hljóma hálf undarlega en tilfellið er að kýrnar geta með hegðun sinni og útliti gefið mjög sterkt til kynna hvernig bústjórninni er háttað hverju sinni og hvar bóndinn geti bætt vinnubrögð sín. Atferlið Eitt það fyrsta sem maður tekur eftir er hvort kýrnar séu öruggar með sig eða ekki. Þegar nýr og framandi einstaklingur kemur inn í fjósið þá bregðast kýrnar misjafnlega við. Stundum rjúka þær frá eða halda öruggri fjarlægð frá viðkomandi. Oftast fæ ég að heyra það frá bændunum að þetta sé nú eðlilegt, enda þekki þær mig alls ekki. Kórrétt, en tilfellið er að ég hef líka komið í ótal fjós þar sem kýrnar voru pollrólegar og það þó þær þekktu mig alls ekki neitt! Málið er að kýr gera ekki mikinn mun á fólki, ef rétt hefur verið farið að þeim og þeim sinnt rétt alla tíð. Traust er mikilvægt þegar kýr eru annars vegar enda ef þær eru eitthvað taugastrekktar þá framleiða þær minna af mjólk enda líður þeim ekki vel. Góð þumalfingursregla er að þegar nýr aðili gengur inn í fjós og t.d. sest í einn legubásinn þá ættu kýr á þarnæstu básum varla að standa á fætur. Eftir fáar mínútur ættu taugasterkustu kýrnar enn fremur að hafa komið að viðkomandi og kannað málið nánar. Til viðbótar má reikna með því, þegar gengið er rólega um flóra fjóssins, að kýrnar haldi sig mögulega í eins metra fjarlægð frá viðkomandi en séu ekkert endilega að fara í burtu þó nær sé komið. Sé bilið meira en það, bendir það klárlega til þess að þær vantreysti fólki og búist við einhverju óvæntu. Leguhegðun Önnur góð vísbending á líðan kúa er að fylgjast með leguhegðun þeirra. Kúm er eðlislægt að leggjast hratt niður og standa nokkuð örugglega upp þegar legulotunni líkur. Ef kýr eru lengi að munda sig til við að leggjast í básinn sinn bendir það til þess að eitthvað sé að. Þetta geta verið atriði eins og ranglega stilltar innréttingar, illa hannaðir básar eða hreinlega mjög hált undirlag í básnum. Að sama skapi má sjá merki um það sama þegar kýr standa á fætur en venjulega vippa þær sér fram á framhnén fyrst og lyfta svo afturhlutanum upp. Að endingu rétta þær svo úr framfótunum. Ef þessi ferill, sem vel að merkja krefst töluverðs pláss fram á við þ.e. þegar þær færa þunga líkamans fram á framhnén, tekur langan tíma þá er eitthvað að. Annað atriði sem gefur til kynna að eitthvað sé að er ef kýrnar liggja mjög hátt uppi í básnum, þ.e. geta auðveldlega skitið upp í básinn þegar þær liggja. Að sama skapi ef kýrnar liggja mjög langt aftur í básnum, með jafnvel 20-30 cm af líkamanum aftur af enda bássins, þá þarf að skoða hönnun bássins og stillingar á innréttingum. Bringuborðið á að stilla kýrnar rétt af í básnum svo meirihluti þeirra liggi rétt. Rétt er að taka fram að auðvitað eru alltaf einhverjar kýr sem eru mjög stórar eða aðrar mjög litlar og falla því utan við svona athugun. Þriðja atriðið, sem snýr að leguhegðun, er að athuga hvort margar kýr standi í básunum í stað þess að liggja eða standi hálfar uppi í básana. Eins og fyrr segir þá er þeim eðlislægt að leggjast hratt niður og þá er vitað að kýr framleiða meiri mjólk liggjandi en standandi svo hver bóndi vill væntanlega að kýrnar liggi frekar en að þær standi. Ef margar kýr standa eða eru hálfar uppi í básana er það enn eitt merkið um að eitthvað megi lagfæra við nærumhverfi kúnna. Á FAGLEGUM NÓTUM Hið eina sanna jólatré er í margra huga rauðgreni. Samt hefur það látið undan síga sem jólatré á Íslandi. Okkur gengur illa að láta það endast öll jólin í hlýjum og þurrum húsakynnum okkar. Ef vatnið lækkar niður fyrir stubbinn í jólatrésfætinum missir tréð safaspennu og hættir að geta dregið upp vatn. Þá þornar það fljótt upp og barrið fellur af. Það finnst okkur leitt. Í Skandinavíu, Þýskalandi og víðar er gömul hefð að sækja sér rauðgrenitré út í skóg fyrir jólin og á gömlum jólakortum og myndskreytingum í jólasögum sjást tré sem líkjast rauðgreni. Ekki skyldi vanmeta rauðgrenið því með alúð er vel hægt að láta barrið halda sér fram á þrettándann. Frískt rauðgreni er fallega grænt og ilmar vel. Rauðgreni er stórt tré og nær örugglega að minnsta kosti 30 metra hæð hérlendis. Í fornum heimkynnum finnast allt að 55 metra há tré af tegundinni og þau geta þar náð a.m.k. 300 ára aldri. Vaxtarlagið er einkennandi, einstofna og beinvaxin tré með fremur mjóa, keilulaga krónu. Það minnir mjög á ýmsar þintegundir, ekki síst síberíuþin, sem endurspeglast í latneska tegundarheitinu abies, sem þýðir „eins og þinur“. Á meginlandinu vex tegundin hratt í æsku og er ekki óalgengt að sjá 50-100 sentímetra ársprota á rauðgreni. Miklar vonir voru bundnar við rauðgreni á fyrstu áratugum skógræktar á Íslandi. Rauðgreni frá Norður-Noregi var mikið gróðursett hér frá 1950 og fram yfir 1970 en minna síðan. Það vex mjög hægt. Kvæmi frá Suður- Noregi vaxa mun betur. Hins vegar þola ungplöntur rauðgrenis illa við á berangri hér á landi og því fór svo að þegar hætt var að gróðursetja í skjóli birkiskóga var rauðgreni ekki lengur gjaldgengt til skógræktar í miklum mæli. Vel hentar þó að rækta það sem jólatré í skógarrjóðrum og á öðrum skjólsælum stöðum, til að auka fjölbreytni í skógum, á útivistarsvæðum og í görðum enda mjög fallegt tré. Best gengur ræktun rauðgrenis í innsveitum hérlendis og mest er af því á Norður- og Austurlandi. Auk þess að vera gott jólatré eru styrkleikar rauðgrenis gott frostþol vor og haust, sem leiðir af sér að vaxtarskemmdir verða nánast engar og trén verða einstaklega beinvaxin. Annar styrkleiki er gæðaviðurinn, ekki síst viður af hægvöxnum rauðgrenitrjám sem er eftirsóttur í ýmsa sérsmíði, svo sem glugga, hurðir og annað þar sem þarf þéttan, stöðugan við. Til veikleika má aftur á móti telja að rauðgreni er viðkvæmt fyrir vindnæðingi og þolir illa saltákomu af sjó. Helsta óværa sem herjað hefur á rauðgreni hérlendis er köngulingur, agnarsmá áttfætla sem stingur gat á frumur á yfirborði nála þannig að á þeim myndast rauðgulir flekkir og trén verða ljót. Áhugasömum um ræktun rauðgrenis skal bent á að tegundin launar ræktandanum ríkulega ef hann sér henni fyrir skjóli í æsku og frjósömum jarðvegi. Ekki er ráðlegt að gróðursetja rauðgreni í lyngmóum því þar eru skilyrði of fátækleg. Vel getur borgað sig að sækja skógarmold í eldri greniskóg og nesta smáplönturnar með henni. Moldinni má dreifa yfir plöntubakkana eða dýfa bökkunum í bala með moldarblönduðu vatni. Þá ættu ræturnar að fá með sér hagstætt jarðvegslíf sem hjálpar trjánum að komast í vöxt. Rauðgreni er kennt við Noreg á enskri tungu, jafnvel þótt á jarðsögulegum mælikvarða sé fremur stutt síðan tegundin barst þangað eftir ísöld. Hún á náttúrleg heimkynni víða um norðanverða Evrópu, langt austur í Rússland, í fjöllum Mið- og Austur-Evrópu austur til Balkanskaga. Þá hefur hún verið tekin til ræktunar víðs vegar um Vestur-Evrópu og einnig vestanhafs. Rauðgreni er náskylt síberíugreni, sem einnig hefur verið kallað vetrargreni (Picea obovata) og geta þessar tegundir auðveldlega blandast. Tvennt í viðbót er sérstakt við rauðgreni. Það fær stærstu köngla allra grenitrjáa og á fjallinu Fulufjället í Dölunum í Svíþjóð er rauðgrenirót sem skotið hefur upp trjám í um 9.550 ár. Það er því ein elsta lífvera heims, ef til vill sú elsta. Pétur Halldórsson. Rauðgreni (Picea abies) Vel hentar að rækta rauðgreni sem jólatré í skógarrjóðrum og á öðrum skjólsælum stöðum. Myndir / Pétur Halldórsson Snorri Sigurðsson snorri.sigurdsson@outlook.com „Spjallað“ við kýr Með því að fylgjast með leguhegðun má fá afar gagnlegar upplýsingar um ástand fjósa. Kýr þurfa gott svæði til þess að standa á fætur og leggjast niður. Lögun og áferð skítsins segir mikið til um ástand fóðrunarinnar. Af grenitegundum þroskar rauð- greni stærstu könglana. SKÓGRÆKT
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.