Bændablaðið - 15.12.2022, Qupperneq 100

Bændablaðið - 15.12.2022, Qupperneq 100
100 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 2022 Það ber til um þessar mundir að fyrstu eintökin af Volkswagen ID.Buzz eru byrjuð að berast til landsins. Mikil eftirvænting hefur verið eftir þessum bílum frá því fyrstu ljósmyndirnar af þeim sáust í fjölmiðlum. Þeir ættu að taka þennan strumpastrætó til skoðunar sem eru að leita að sjarmerandi bíl sem fer vel með fimm fullorðna – eða allt dótið sem fylgir ungum börnum. Ef bera á ID.Buzz saman við aðra bíla á markaðnum er Peugeot e-Traveller sá sem kemur helst til greina. Tvílitar smárúturnar, með hvítan topp og bjarta liti að neðan, sem hafa sést í kynningarefni frá framleiðandanum, höfða mikið til nostalgíunnar – enda greinilegt að hönnuðir bílsins horfðu til gömlu rúgbrauðanna frá sjötta, sjöunda og áttunda áratugnum. Bíllinn sem blaðamaður fékk í hendurnar var silfurgrár að lit, sem gerir hann lágstemmdari en þá tvílitu. Það fer þó ekki á milli mála að hér er um eitthvað nýtt og ferskt að ræða. Örstutt húddið, stórt VW merkið á nefinu og ferkantað formið leiða hugann að forveranum, en samt sem áður er allt yfirbragðið nútímalegt. Þegar stigið er um borð er ekkert sem minnir á fortíðina. Innrarýmið er mjög opið og stórir gluggar á öllum hliðum gefa óhindrað útsýni og hleypa inn mikilli birtu. Viðarlíki á mælaborðinu ásamt plasti með áláferð gefur fágun. Gólfið í bílnum er svo gott sem flatt sem býður upp á mikla möguleika. Sé þess til dæmis óskað er auðvelt að fjarlægja miðjustokkinn og klöngrast á milli sætaraða án mikilla erfiðleika. Framsæti eins og skrifborðsstólar Framsætin eru ein sterkasta hlið bílsins. Sætisstaðan er há og upprétt og eru stillanlegar armhvílur til beggja hliða, sem minnir um margt á vandaða skrifborðsstóla. Ökumaðurinn fær afbragðs yfirsýn yfir veginn vegna hárrar stöðu og stutts húdds og er hægt að líkja tilfinningunni við að sitja í vörubíl, nema hér er um mjög lipurt farartæki að ræða. Tveir skjáir eru í mælaborðinu og þveröfugt við marga bílaframleiðendur hefur Volkswagen farið þá leið að hafa þá litla. Skjárinn sem gefur allar akstursupplýsingarnar er á stærð við stærstu iPhone símana og er áfastur stýrissúlunni. Í miðju mælaborðsins er skermur á stærð við spjaldtölvu og í gegnum hann er öllu stýrt sem viðkemur eiginleikum bílsins, ásamt útvarpi, miðstöð og leiðsögukerfi. Einfalt er að tengja símann þráðlaust í gegnum Android Auto eða Apple CarPlay til að stjórna Spotify, Storytel, Google Maps og öðrum öppum. Volkswagen hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir að fjarlægja nær alla efnislega hnappa úr nýjustu bílunum sínum. Hins vegar eru hnappar í stýrinu fyrir helstu skipanir sem gera ökumanninum lífið með snertiskjá auðveldara – farþegann munar ekkert um að beita örlítið meiri einbeitingu við að skipta um útvarpsstöð eða stilla hitann. Sjálft stýrikerfið er þannig að flestir ættu að ná tökum á því með markvissu fikti – ef það bregst er alltaf hægt að sækja ungling sér til aðstoðar. Nóg pláss í öllum sætum Bíllinn í þessum prufuakstri var fimm sæta, en lengri útgáfu með sjö sætum er að vænta eftir einhver misseri. Þó svo að þetta sé svokölluð styttri útgáfa – þá er alls enginn skortur á plássi. Þrír fullorðnir geta hæglega vel við unað í aftursætunum þremur og er miðjusætið líklegast besta sætið í bílnum – því þegar áðurnefndur miðjustokkur hefur verið fjarlægður er fótaplássið ótakmarkað. Rennihurðirnar á hliðunum opnast vel þannig að auðvelt er að athafna sig í kringum barnabílstóla. Skottið er sá hluti sem skilur þennan bíl frá öllum jepplingunum sem eru ráðandi á fjölskyldubílamarkaðnum – enda á ID.Buzz margt skylt með sendibílnum ID.Cargo. Skotthlerinn opnast upp og þurfa hávaxnir ekki að beygja sig til að komast að. Gólfið er alveg flatt og flúttir við hlerann. Hliðarnar eru lóðréttar, þannig að hægt er að stafla búslóð í kössum án vandræða – farminn væri jafnvel hægt að hafa á euro-bretti. Hægt er að kaupa falskt gólf sem flúttir við við aftursætin þegar þau eru lögð niður – þar með kemur alveg flatt gólf sem er svipað stórt og lítið hjónarúm. Áreynslulaus akstur Í akstri er fátt sem kemur á óvart. Þar sem þetta er rafmagnsbíll er ekkert ónæði frá sprengihreyfli og allt viðbragð er snöggt. Bíllinn er með 150 kW (204 hö) mótor sem knýr afturhjólin. VW hefur gefið fyrirheit um fjórhjóladrifna útgáfu síðar, en gott stöðugleikakerfi gerði afturdrifinn akstur í hálku auðveldan. Þar sem rafmagnsbílar eru þyngri en hefðbundnar bifreiðar þarf að koma fyrir stífari fjöðrun ella. Því er hægt að segja að ID.Buzz sé hastur úti á þjóðvegum – en ekki þannig að af því hljótist óþægindi. Þar sem mest öll þyngdin er í rafhlöðunum undir gólfinu er bíllinn nokkuð stöðugur á hlykkjóttum vegum. Þessi bíll var útbúinn skynvæddum hraðastilli sem gerir meira en að fylgja hraða bílsins fyrir framan. Bifreiðin veit þegar ekið er að kröppum beygjum, gatnamótum og hringtorgum og hægir sjálfkrafa á sér. Einnig getur hann lesið hámarkshraðann á skiltum og stillt aksturshraðann samkvæmt því. Síðarnefndi eiginleikinn hefur þó þann ókost að bíllinn ruglast oft í ríminu og heldur að skilti á afreinum eigi við um stofnbrautina. Eftir að vera nokkrum sinnum kominn niður í 50 þar sem hámarkshraðinn er 80 slökkti blaðamaður á skiltalesaranum. Samkvæmt upplýsingum frá Heklu stendur þetta til bóta. Tölur Grunnverð Volkswagen ID.Buzz er 8.490.000 krónum m. vsk. Helstu mál eru: lengd 4.712 mm, breidd (m. speglum) 2.212 mm og hæð 1.932 mm. Eigin þyngd er 2.481 kíló og heildarþyngd með 3.000. Rafhlaðan er 77kWst og á að gefa allt að 420 kílómetra drægni sk. framleiðanda. Eins og alltaf má taka þeim tölum með fyrirvara, en í þessum prufuakstri gaf rafhlaða með 80% hleðslu möguleika á rúmlega 300 kílómetra akstri. Enga stund tekur að hlaða, en blaðamaður fyllti á bílinn úr 20% upp í 70% hleðslu á 23 mínútum á öflugustu hleðslustöð landsins. Í stuttu máli: Rafmagnaða rúgbrauðið stendur undir þeim miklu væntingum sem til þess eru gerðar. VÉLABÁSINN – Hið rafmagnaða rúgbrauð er komið Volkswagen ID.Buzz er nýr rafmagnsbíll sem beðið hefur verið eftir. Við hönnun bifreiðarinnar hefur verið horft til rúgbrauðanna sem Volkswagen framleiddi um miðja öldina. Með smekklegu útliti og praktísku innrarými er líklegt að þessi bíll höfði til margra. Myndir / ÁL Innréttingin er mínímalísk og fáguð. Nær engir hnappar eru sjáanlegir, heldur er öllu stjórnað í gegnum snertiskjá og hnappa í stýri. Sætin fram í eru há og upprétt með tveimur armpúðum – svipað og skrifborðsstólar. ID.Buzz á margt skylt með sendibílnum Volkswagen ID.Cargo sem einnig er byrjaður að berast til landsins. Ferkantað formið skilar sér í miklu rými fyrir fimm farþega og allan þeirra farangur. Gott aðgengi er að afturbekknum í gegnum rennihurðir. Ástvaldur Lárusson astvaldur@bondi.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.