Veiðimaðurinn - 01.09.1963, Blaðsíða 19

Veiðimaðurinn - 01.09.1963, Blaðsíða 19
fg landftði (ftXÍ. ÞESSI óvenjulega veiðisaga er eftir enska konu, sem heitir Elisabeth Wilson. En það er bezt að fara ekki fleiri orðum, hvorki um konuna né söguna. Lesandinn kveður sjálfur upp sinn dóm, eftir lesturinn — já, og ef til vill um manninn líka. — Ritstj. EG var nýkomin upp að bílnum, til þess að sækja matartöskuna okkar, þegar ég heyrði niðurbælt óp neðan frá árbakk- anum. Eg leit snöggt við og sá þá, að maðurinn minn var með miklum bægsla- gangi að reyna að ná stjórn á veiðistöng- inni sinni. Hún var bogin eins og gjörð og línan rann af hjólinu beint út í stríð- an strauminn. Eg held að hann hafi misst jafnvægið snöggvast þegar laxinn tók fluguna hjá honum. Eftir umsvifunum að dæma var þetta stór lax. Maðurinn minn steig þennan undarlega kósakkadans svolitla stund, en svo eins og lyppaðist hann fram af mýrlendum bakkanum. Eg rak upp svolítið hljóð og þaut af stað til þess að hjálpa honum, en hann hafnaði úti í ánni við bakkann á kafi í leðjunni upp undir mitti og æpti eins og óður maður. „Taktu stöngina", hrópaði hann, hall- aði sér afturábak og rétti út handlegginn, til þess að ég þyrfti ekki að fara of nærri vatninu. Eg sá stöngina kippast til eins og lifandi veru og efaðist um að ég mundi geta haldið lienni. Eg hafði aldrei fyrr á ævinni komizt í snertingu við lax á færi, og það veit trúa mín, að ég var undrandi yfir afli fisksins á ferð hans um ána. Eg spyrnti hælum í svörðinn, fálmaði eftir hjólinu, sem svaraði með því tryll- ingslegri söng sem laxinn tók fastar í lín- una. Eg var eins og fest upp á þráð! Veiðimaðurinn 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.