Veiðimaðurinn - 01.09.1963, Side 19

Veiðimaðurinn - 01.09.1963, Side 19
fg landftði (ftXÍ. ÞESSI óvenjulega veiðisaga er eftir enska konu, sem heitir Elisabeth Wilson. En það er bezt að fara ekki fleiri orðum, hvorki um konuna né söguna. Lesandinn kveður sjálfur upp sinn dóm, eftir lesturinn — já, og ef til vill um manninn líka. — Ritstj. EG var nýkomin upp að bílnum, til þess að sækja matartöskuna okkar, þegar ég heyrði niðurbælt óp neðan frá árbakk- anum. Eg leit snöggt við og sá þá, að maðurinn minn var með miklum bægsla- gangi að reyna að ná stjórn á veiðistöng- inni sinni. Hún var bogin eins og gjörð og línan rann af hjólinu beint út í stríð- an strauminn. Eg held að hann hafi misst jafnvægið snöggvast þegar laxinn tók fluguna hjá honum. Eftir umsvifunum að dæma var þetta stór lax. Maðurinn minn steig þennan undarlega kósakkadans svolitla stund, en svo eins og lyppaðist hann fram af mýrlendum bakkanum. Eg rak upp svolítið hljóð og þaut af stað til þess að hjálpa honum, en hann hafnaði úti í ánni við bakkann á kafi í leðjunni upp undir mitti og æpti eins og óður maður. „Taktu stöngina", hrópaði hann, hall- aði sér afturábak og rétti út handlegginn, til þess að ég þyrfti ekki að fara of nærri vatninu. Eg sá stöngina kippast til eins og lifandi veru og efaðist um að ég mundi geta haldið lienni. Eg hafði aldrei fyrr á ævinni komizt í snertingu við lax á færi, og það veit trúa mín, að ég var undrandi yfir afli fisksins á ferð hans um ána. Eg spyrnti hælum í svörðinn, fálmaði eftir hjólinu, sem svaraði með því tryll- ingslegri söng sem laxinn tók fastar í lín- una. Eg var eins og fest upp á þráð! Veiðimaðurinn 9

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.