Veiðimaðurinn - 01.09.1963, Side 20
„Gefðu honum svolítið meira eftir“,
kallaði eiginmaður minn, meðan hann
var að reyna að brölta upp úr leðjunni,
„annars slítur hann hjá þér!“ Eg trúði
þessu mætavel og hugsaði nú um það
eitt, að missa ekki stöngina. Toppurinn
svignaði ægilega, en rétti svo úr sér, þeg-
ar laxinn sneri frá hinum bakkanum.
„Hjólaðu strax inn slakann á línunni!"
heyrðist kallað niðri undir bakkanum.
Eg stakk stangarendanum undir beltið
mitt og vatt inn á hjólið eins og óð
manneskja. Og viti menn, þegar laxinn
tók næstu roku, tókst mér að halda hon-
um miklu nær mínum bakka en áður.
Mér fór að aukast sjálftraust og hljóp
kapp í kinn af átökunum við þennan
risa.
Nú var eiginmaðurinn loksins kominn
upp á bakkann til mín. „Þú hefur staðið
þig ágætlega", sagði hann, „og nú skal
ég taka við.“ En ég fylgdist vel með lín-
unni og var viðbúin að vinda inn slaka
strax, ef á þyrfti að halda!
„Nei, elskan“, svaraði ég. „Lofaðu mér
að halda áfram.“ Mig hafði alltaf langað
til að veiða verulega fjörmikinn lax, en
þótt ég reyndi stundum, hafði mér aldrei
heppnast að setja í neinn, þrátt fyrir
hávísindalega tilsögn eiginmanns míns.
„En þetta er gullfallegur fiskur",
maldaði hann í móinn. „Þú mátt ekki
missa hann.“
En ég hafði tekið ákvörðun. Það var
svo heillandi að horfa á, hvernig línan
klauf vatnið niður að laxinum eins og
hárbeittur örvaroddur. Eg þurfti ekkert
annað að gera en halda við laxinn og
landa honum svo upp á eigin spítur.
Eiginmaður minn gafst upp og fór að
losa um háfinn. Með sjálfri mér óskaði
ég þess, að von hans brygðist ekki, en
laxinn gerði ekkert hlé á baráttunni og
neyddi mig til að einbeita mér að átök-
unum við sig. Hann rauk nú niður ána
langan sprett, en í þetta sinn studdi ég
fingrinum dálítið á lijólið meðan línan
rann út og þyngdi þannig á honum. Eg
varð altekin af hrifningu yfir þrótti þessa
undurfagra fisks, en þegar hann sneri
við næst, dró ég hann langleiðina til mín
aftur.
„Nú er hann farinn að þreytast“. sagði
maðurinn minn og færði sig niður að
ánni. Eg fann gegnum granna, titrandi
línuna, að kraftar fangans voru að fjara
út, og ég fór að vinda hægt inn á hjólið
— já, svo undnrhægt. Eg fann raunveru-
lega fara um mig sælustraum veiði-
mannsins, þegar fiskurinn var að slá með
sporðinum í vatnsskorpunni uppi undir
landinu og sólin glampaði á silfurfögr-
um búknum.
Maðurinn minn beygði sig, til þess að
vera viðbúinn að renna háfnum undir
laxinn. Við steinþögðum bæði meðan ég
var að þoka laxinum í átt til mannsins.
Skyndilega náði hann til hans og að
andartaki liðnu lá silfurgljáandi 20
punda lax þarna í háfnum á bakkanum.
Eg lét stöngina detta úr höndum mér,
hljóp til mannsins míns og hrópaði:
„Þetta gat ég, þetta gat ég!“ Eg leit á
hendur mínar. Þær voru rauðar og þrútn-
ar, en mér var sama um það. Eg hafði
veitt — eða a. m. k.landað mínum fyrsta
laxi.
En skyndilega var allur æsingurinn úr
mér og ég settist. Eg sá að maðurinn
minn fór að leita í veiðitöskunni. Að
!0
Veiðimaðurins