Veiðimaðurinn - 01.09.1963, Blaðsíða 22

Veiðimaðurinn - 01.09.1963, Blaðsíða 22
VÍGLUNDUR MÖLLER: Hugleiðingar við ána. EG sit við ána. Það er sólskin og brennandi hiti, lítið vatn og stöðugt minnkandi. Veiðiskilyrðin eru því ekki góð. Eg hef beitt allri kænsku, sem ég kann til að ginna laxinn á, en hann lætur ekki blekkjast núna. Eg er búinn að kasta mörgum flugum af ýmsurn stærðum og litum, en hann vill enga þeirra. Laxarnir, sem næstir mér eru, hafa áreiðanlega orðið mín varir, hjá því getur varla farið, í svona litlu vatni og mikilli birtu, og hver veit nema þeir hafi komið boðum til hinna, sem eru iengra úti í hylnum, og sagt þeim að gæta sín og gína ekki við þeim flugum, sem nú flytu á vatninu, því að þær væru tálbeita? Það er sagt að laxar aðvari stundum hver annan. Mikið er af laxinum; hann er að stökkva um allan hylinn. Hann lætur svona oft, þegar mikið hefur verið kastað yfir hann, og þá er oftast vonlítið að liann taki. — Og nú er hann farinn að stökkva þvert í strauminn, skella sér á hliðina og renna sér á vatninu. — Öruggt merki þess, að hann tekur ekki. — En það er gaman að horfa á hann í þessum leik. Við vitum ekki af hverju hann er að þessu — nei, við vitum nú minna um eðli hans og duttlunga en það. Ef til vill er þetta eitthvað í sambandi við ,,ástina“, kynhvötina, það hvað mega rekja svo mörg viðbrögð lífveranna til hennar — eða svo segir Freud. Sumt af laxinum er orðið legið, enda talsvert liðið á sumarið. Þarna stökk einn stór og rauður hængur Það sló á hann einkennilega fallegum. gullrauðum bjarrna í sólskininu. Hann hefnr gengið snemma. Hann er kominn í „brúðkaups- klæðin“, en hann verður nú að bíða góð- an tíma enn eftir því að „vígslan“ geti farið fram. Það er ágústmánuður enn. — Og þarna stekkur hann aftur! Skyldi liann vera að sýna hrygnunni sinni, hvað hann er íturvaxinn og litklæðin skraut- leg? — Eg veit það ekki, en nú er hann víst hættur að stökkva, og líklega eru þau farin að hjala saman niðri í djúpinu. Hylurinn er stór og mjög lygn neðan- til, getur orðið spegilsléttur í logni. Þeg- ar laxarnir stökkva, myndazt hringir á yfirborðinu, fyrst í kring þar sem þeir stungu sér og svo smá stækkandi, unz þeir hverfa hver af öðrum og flöturinn verður sléttur aftur. Það hefur undarlega notaleg og róandi áhrif, að horfa á þessa hringi myndast, dvína og vatnið kyrrast aftur. Það líður margt gegnum hugann á svona stundum. Gamlar minningar vakna, löngu liðin atvik verða eins og ljóslifandi á ný. Fyrir mörgum árum vor- um við hér saman tveir gamlir veiðifélag- ar og drógum 9 laxa úr þessum hyl á 12 Vfiðimaðijrinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.