Veiðimaðurinn - 01.09.1963, Qupperneq 24

Veiðimaðurinn - 01.09.1963, Qupperneq 24
og hann býr yiir töfrum, sem valda því, að þar er hægt að una sér hálfa eða heila daga, þótt laxinn líti ekki við agni. Og það er mjög sjaldgæft, að sá, sem sýnir nógu mikla þolinmæði, verði ekki var að lokum. Þó kemur það auðvitað fyrir, en fer nokkuð eftir því, hver maðurinn er — hvort hann hefur trú á staðnum og „kann á hann“, eins og stundum er sagt. En hvað um það, liér hafa veiðst marg- ir laxar. Hve margir veit enginn, né heldur um alla þá veiðimen, sem hér hafa verið að verki á hverjum tíma. Það væri gaman að geta séð þá alla í svip- mynd, eins og á sýningartjaldi — sjá þeim bregða fyrir, liverjum eftir annan, sjá þá þegar þeir settu í laxana, meðan þeir voru að þreyta þá, viðbrögð þeirra þegar þeir misstu þá og gleðisvip þeirra, þegar þeir náðu þeim á land. Sú hugmynd hefur komið fram, að einhvern tíma verði fundin aðferð til þess að lesa sögu hvers staðar úr „loft- inu“, ef svo rnætti segja. Þessi hugmynd er byggð á því, að ekkert máist út, sem eitt sinn hefur gerzt, þ. e. að liðnir at- burðir geymist með einhverjum hætti í umhverfinu, á staðnum, þai sem þeir gerðust. Þetta hefur einnig verið notað sem skýring á sumum, svokölluðum „dul- arfullum fyrirbærum“, eins og þegar fólk telur sig sjá svipi löngu látinna manna á slóðum þar sem þeir voru mikið í lif- anda lífi — eða þegar menn sjá atburði gerast, sem áttu sér stað, ef til vill fyrir æva löngu. Fyrir nokkrum árum var sagt frá því í dagblaði hér í Reykjavík, að Englending- ur einn, sem var að veiða í Hítará og stóð á svonefndum Grettisodda, hefði fundið þar einhver ónota áhrif, sem ollu því, að hann hélzt þar ekki við. Hann hætti að kasta, gekk til félaga síns, eða fylgdar- manns, sem var þar skammt frá, og sagði: „Það eru undarleg áhrif þarna á tangan- um. Skyldi einhverntíma hafa verið bar- ist þar? „Af hverju heldurðu það?“ spurði fé- lagi hans. „Nú það er eins og verið sé að berjast — menn séu að drepa hver annan. — Eg get ekki lýst þessu nánar, ég sá það ekki, en ég fann það.“ Félagi þess enska var Islendingur. Hann kunni all góð skil á þeim atburði, sem þarna hafði átt sér stað fyrir meira en 900 árum. Hann sagði síðar þeim, sem þetta ritar, nokkru nánar frá þessu atviki, heldur en gert var í frásögn blaðs- ins. Hann kvaðst ekki, á þeirri stundu, liafa viljað auka á vanlíðan Englendings- ins, því að sér hefði sýnst hann talsvert miður sín, og sagðist því hafa svarað: „Það má vel vera, það var víða barizt á íslandi til forna, en þér ætti engan veg- inn að vera skeinuhætt af vopnum þeirra. Eg legg því til að þú haldir áfram að kasta og reyynir að setja í lax.“ En Englendingurinn vildi heldur skipta um veiðistað, og auðvitað varð hann að ráða því sjálfur. Síðar áttu þeir svo nánara tal um þetta, og þá sagði ís- lendingurinn honum allt hið sanna, eins VEIÐIMENN ! Geri við veiðistengur og hjól. Einar Þ. Guðmundsson. Njálsgötu 3. Simi 20290. Ö 14 Vr'IÐIM AÐURIN N

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.