Veiðimaðurinn - 01.09.1963, Blaðsíða 25
og sagan greinir frá. Þeir, sem vilja kynna
sér það betur, geta llett upp á 60. kafla
Grettissögu.
Englendingurinn virðist hafa skilið
þessa skynjun sína á þann hátt, sem lýst
var hér að framan. — Hann spurði, hvort
einhverntíma hefði verið barizt þarna.
Hann hélt ekki að liann liefði orðið var
við drauga, í venjulegum skilningi, enda
er harla ótrúlegt að Grettir sé að berjast
við þá Þórarin á Ökrum og Þórð í Hítar-
nesi enn þann dag í dag.
En ég er ekki eins næmur og Englend-
ingurinn við Hítará. Eg finn ekki að hér
hafi orðið mannvíg, enda óvíst að svo
hafi verið, en ég veit að laxavíg mörg
hafa átt sér stað. Eg sé samt ekkert, og
er raunar feginn, því að síðan laxinn
hætti að stökkva, er þögnin og kvrrðin
svo alger, að það mundi vera óþægileg
truflun, að sjá allt í einu nrann vera að
þreyta lax, með öllum þeim tilburðum
og bægslagangi, senr því eru stundum
samfara. — Það er enn logn á hylnum.
Eg þarf enn að bíða eftir því, að skugg-
inn komi á hann.
Nú hugsar eflaust einhver, sem les: —
Af hverju hangirðu alltaf þarna á sama
stað, maður? Hvers vegna reynirðu ekki
einhvers staðar þar sem von er um að
fá lax? Það hljóta að vera einhverjir aðrir
staðir, þar sem meiri líkur eru fyrir
veiði en þarna. —
Já, það er eflaust rétt — en hér líður
mér vel og hér ætla ég að vera til kvölds.
Það er stutt síðan ég settist, þótt þeim,
sem lesa þessar hugleiðingar, kunni að
þykja það langt.
En það er bezt að fara að athuga flug-
urnar. Hvað á ég, að bjóða honum, þeg-
ar þar að kemur? Þegar sólin er farin af
hylnum breytast viðhorfin. Þá tekur
hann ef til vill einhverja af flugunum,
sem hann leit ekki við meðan bjart var
— af því að þá vildi hann ekkert. Við
skulum, sjá hvað setur. Ekkert liggur á.
Það eru enn tæpir tveir tímar, þangað til
ég á að hætta. Eg get verið rólegur.
Hann er steinhættur að stökkva, engin
hreyfing í hylnum. Það gæti verið góðs
viti. Eg fer að líta í fluguboxin mín, sem
liggja þarna opin við hliðina á mér. Hér
er fluga, sem oft hefur reynzt mér vel í
þessum hyl. Morguninn góða fékk ég
alla laxana rnína á hana, og oft hef ég
rekið upp í lax hérna á ýmsar stærðir af
henni endranær. Hvaða stærð eigum við
að segja? — Nr. 3, tvíkrækju, svarar ein-
hver innri rödd, en skynsemin þverneit-
ar að hlýða. í svona litlu vatni er nr. 3
alltof stór fluga — og auk þess tvíkrækja.
Og skynsemin hélt áfram: — Þú hefur oft
veitt vel á Blue Doctor nr. 3, enn í allt
öðru vatni og við gersamlega ólík skil-
yrði. Hugsaðu þinn gang!
Aftur svaraði hin röddin: — Hlust-
aðu ekki á þetta, sem þið kallið skynsemi
í laxveiði. Það er ekki til. Nú — það er
þó hart, svaraði ég, með sjálfum mér.
Hverju á þá að hlýða? — „Mér“, svaraði
röddin.
— Hver ert þú? spurði ég, þótt ég
kannaðist raunar við hana, því að hún
hafði stundum talað svona til mín áður.
En ég vildi í lengstu lög halda mig við
skynsemina sem leiðarljós.
— Gerðu eins og ég segi þér. Þú átt
um tvennt að velja: að hlýða mér eða
koma heim í kvöld með öngulinn á
Vf.iðimaðurinn
15