Veiðimaðurinn - 01.09.1963, Síða 30

Veiðimaðurinn - 01.09.1963, Síða 30
ast, svo að furðu sætir. Eg efast um að annað fólk hafi jafn mikið næmi í fingur- gómunum og ég eða jafnfullkomna heyrn. Hið minnsta hljóð, sem annað venjulegt fólk heyrir ekki, vekur hjá mér ákveðna kennd. Það vekur mig til umhugsunar um, hvaða hljóð þetta er, hvaðan það komi og hvernig á því standi. Með tíð og tíma hefur mér orðið ágengt að ráða orsakasambönd mismun- andi hljóða og setja þau í samband við orsök og afleiðing, uppruna og eðli. Á þennan hátt ræð ég með sjálfum mér ýmsar gátur, sem annars væru mér huld- ar. Þannig veit ég löngu fvrir hvenær hvessir hér á bænum. Eg heyri veður- dyninn, þegar hann leikur um fjalls- eggjarnar, sem mér er sagt að séu hérna fyrir sunnan bæinn, og ég heyri kveð- anda hans færast í aukana, unz sjálft fár- viðrið skellur á. Eg heyri þegar saum- nál fellur á gólfið, enda þótt aðrir verði þess ekki varir. Eg heyri hvar hún dettur og geng þar að henni vísri, enda þótt sjáandi fólk leiti hennar og finni ekki. Eg heyri niðinn í ánni og sog öldunnar, og þegar ég drýp hendi niður í streym- andi vatn eða hvika báru, leita ég um leið orsaka þessara undra. Við það opnast mér nýr heimur og ég verð þátttakandi í mikilúðleik tilverunnar, þótt í myrkri sé. Næmi mitt er líka næsta óskeikult. Eg hafði gaman af útreiðum, var talinn reiðgikkur og hafði hið mesta yndi af þeysireið. En fólk skildi það ekki, að þeg- ar ég kom að hliði eða þegar ég reið fram með klettum, fann ég það og sagði sam- ferðafólkinu frá því. Eg veit ekki sjálfur, hvernig á þessu stendur, en líklega mun endurvarp loftsins eða einhver tegund bergmáls, sem öðrum er hulið, vera skýringin á þessu fyrirbæri.“ Þannig lýsti Þórður á Mófellsstöðum skynjun sinni á umhverfinu Allir sem þekktu hann og umgengust, mundu votta að þar er hvert orð satt. Hann sannaði það líka sjálfur í smíðastofunni. Lítill vafi er á því, að Þórður hefði get- að komizt upp á íag með að veiða á stöng, átta sig á veiðistöðum og um- hverfi þeirra. Má jafnvel hugsa sér að hann hefði að sumu leyti orðið skyggn- ari á eðli árinnar og íbúa hennar en margir, sem sjáandi eru. V. M. Kastkenrisla S.V.F.B. KASTÆFINGAR S.V.F.R innanhúss í vetur verða í KR-húsinu til áramóta á laugardögum kl. 12—13.30. Væntanlegir þátttakendur tilkynni þátttöku sem allra fyrst til einhvers neð- anskráðra kastnefndarmanna. Halldór Erlendsson, sími 18382. Jóhann Þorsteinsson, sími 37486. Hrafn Einarsson, sími 33159. Árelíus Hagvaag, sími 23056. Sigbj. Eiríksson, sími 34205. Leitast verður við að hafa færa leið- beinendur til aðstoðar þeim er þess óska. Frd kennslu- og kastnefnd S. V. F. R. 20 Veiðimaðurinn

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.