Veiðimaðurinn - 01.09.1963, Qupperneq 32
með einu orði. Og þegar hinir vísu feð-
ur hætta sér ekki út á vettvang röksemd-
anna, hver er þá ég, að ég fari að hella
yfir menn mínum skoðunum? Nei, það
er víst öruggast að halda sig við hið
gamla og góða, skozka orðtak „back it
both ways“ — m. ö. o. hér er ekkert
sannað.
Enn sem komið er vitum við t. d.
sama og ekkert um næringarsvæði laxins
í hafinu. Fjöldi fiska hefur verið merkt-
ur í söltu vatni og veiðst svo aftur ann-
aðhvort í einhverri á eða í sjó, en þeir
síðarnefndu hafa allir veiðst svo nærri
landi, að auðsætt má vera, að þeir hafa
verið á leið heim í ána. Svæðin þar sem
þeir dvöldu, frá einu og upp í fjögur ár,
eru ennþá ófundin.
Menzis sagði í bókinni The Salmon:
„Fullyrða má, að annaðhvort fer hann á
einhver hafsvæði þar sem aldrei er veitt,
eða hann kann einhver ráð, sem duga
honum til þess, að hann veiðist því nær
aldrei, þrátt fyrir alla veiðitækni nútím-
ans . . . því eins og vér vitum, kemur það
örsjaldan fyrir að lax veiðist í teljandi
fjarlægð frá ströndinni."
Ein athyglisverð hugmynd hefur kom-
ið fram, en hún er á þá leið, að laxinn
úr ánum í Vestur-Evrópu og Norður-
Ameríku eigi sameiginlegt næringar-
svæði einhvers staðar í Norður-Atlants-
hafi.*) Flestir sérfræðingar eru sammála
um að bæði góð og mögur ár komi á
birgðasvæðum laxins, eftir því hvort
skilyrðin í sjónum séu hagstæð eða öfugt.
Og það hefur hvað eftir annað fengist
*) Já, jafnvel norður undir ísnum. — Þýð.
staðfezt, að áhrifin á stofnana beggja
megin hafsins eru mjög svipuð.
Önnur spurning, sem við erum enn að
glíma við, er sú, hvað ákvarði tímalengd-
ina, sem laxinn er í sjó. Hvers vegna eru
sumir aðeins rúmt ár, aðrir fjögur og
einstöku laxar fimm ár? Tvær kenning-
ar um þetta atriði hafa komið fram, en
hvorug þeirra stenzt nákvæma gagnrýni.
Sú fyrri er kynþroskinn, þ. e. að laxinn
dvelji í sjónum þangað til hrygningar-
hvötin reki hann af stað upp í ána. En
er hægt að færa fyrir því skynsamleg rök,
að „the springer", svokallaður. sem
stundum gengur upp í ána í nóvember,
eða fullu ári áður en hann hrygnir, sé
rekinn áfram af kynhvötinni? Jafnvel
þeir tugir þúsunda, sem leggja af stað
upp í árnar í janúar og febrúar, geta
tæplega verið undir tímgunaráhrifum,
því að hrogn hrygnurnar eru þá á stærð
við lítinn títuprjónshaus, og í hængnum
sést ekki vottur af svilum fyrr en að
mánuðum liðnum.
Hin kenningin er sú, að laxinn sitji við
nægtaborð hafsins þangað til hann sé
bókstaflega svo „fullnærður", að hann
geti ekki melt meira. Vér vitum að hann
tekur hraustlega til matar síns þegar úr
nógu er að moða. Calderwood getur þess,
að 8 síldar hafi fundist í maga eins, sem
togari veiddi. En matarbirgðir hafsins
virðast vera breytilegar mjög frá ári til
árs, og ef til vill eftir svæðum, því að
sum árin er talsverður hluti af þeim laxi,
sem veiðist, langt frá því að vera feitur,
getur jafnvel ekki talist í sæmilegum
holdum. Eg hef séð nýgengna laxa, bæði
sem hafa verið ár í sjó og meira —
veidda á miðju sumri — er menn hefðu
22
Veiðimabuxinn