Veiðimaðurinn - 01.09.1963, Blaðsíða 33
sleppt í ána aftur sem hoplaxi, ef þeir
hefðu veiðst t. d. í febrúar eða marz.
Svo magrir voru þeir.
Eg verð alltaf jafnhissa þegar ég sé
hann skjóta upp kollinum í veiðiritum
með meira eða minna reglulegu
millibili, þennan eldgamla „brandara":
„Nærist laxinn á fersku vatni?“ Og svör-
in við þessu taka út yfir allan þjófa-
bálk! Seint á árinu 1959 las ég tvö þau
vitlausustu svör, sem ég nokkurntíma
hef séð. Annað þeirra var þannig, að það
væri sannað, að laxinn æti að staðaldri
sjólús í ánni! Þegar við athugum að sjó-
lúsin kemst aðeins upp í ána með því að
sjúga sig fasta á laxinn sjálfan og að
þessi sníkjudýr lifa aðeins fáeina daga
eftir að gestgjafi þeirra er genginn úr
sjó — hvaðan á hann þá að fá reglulegar
máltíðir af þessari fæðu?
í hinu svarinu var því haldið fram, að
jafnvel meðan laxinn væri í sjó, gleypti
hann aldrei fasta fæðu, heldur sýgi hann
aðeins safann úr ætinu og spýtti því svo
út úr sér! Sagðist sá, sem ritaði, hafa
séð fiska gera þetta.
Samkvæmt minni skoðun er munnur
fisksins þannig skapaður, að hann getur
með engu móti sogið safann úr ein-
hverju, sem hann hefur gripið og spýtt
svo afoianoiinum út úr sér. Það er a. m. k.
staðreynd, að alls konar tegundir af æti
finnast í löxum, sem veiðast í sjó. Sjálfur
veit ég tvö dæmi þess, að í maga laxa,
sem veiddust rétt ofan við sjávarmörk,
fundust hálfmeltar leyfar af fiski, sem
virtist hafa verið síld. Calderwood nefnir
fjögur dæmi þess, að fiskar hafi fundizt í
maga stangveiddra laxa. Tveir þeirra
höfðu gleypt sinn urriðann hvor, í þeim
þriðja var bleikja og þeim fjórða hvorki
meira né minna en fimm tveggja ára
seiði.
Ennfremur má geta þess, að margar
heimildir eru til um það, að laxar hafi
sézt taka til matar síns í stórum gerjum
af vorflugu. Artliur Wood segist eitt
sinn hafa séð yfir hundrað laxa láta eins
og stóra, gráðuga urriða í flugnageri af
tegundinni March Brown. Og hann
veiddi 33 á eftirlíkingu þessarar flugu.
Allt mælir þetta gegn þeirri fullyrð-
ingu dr. J. W. Jones, á fyrstu síðunni í
liinni nýju bók hans, The Salmon, að
lax nærist aldrei í fersku vatni. Aldrei
eða alltaf eru bæði jafnhættuleg orð þeg-
ar við erum að skrifa eða tala um laxinn.
Sagði ekki Chaytor hinn ódauðlegi:
„Eitt er öldungis víst um laxinn — þú
getur aldrei vitað, hvað hann rnuni gera
né hvenær hann gerir það.“
Sú hugmynd, að laxinn geti ekki melt
fæðu eftir að hann er kominn aftur í
ferskt vatn, á rætur sínar að rekja alla
leið til ársins 1898, en þá varð rannsókn-
armanni einum skyssa á í athugunum
sínum. Hann hélt að vissar breytingar,
sem hann tók eftir á innveggjum garna í
dauðum laxi, væri það, sem hann kallaði
Veiðimenn!
Orin ganga rétt í veiðiferðinni,
ef þið látið okkur gera við þau.
Sigurður Sivertsen
úrsmlBavinnustofa.
Vesturgötu 16. Simi 18711.
Veiðimaburinn
23