Veiðimaðurinn - 01.09.1963, Page 34
slímhúðarlos, og ylli því, að fiskurinn
gæti ekki tekið fæðu. Þessi vitleysa var
leiðrétt mjög fljótlega eftir að hún kom
fram, en leiðréttingin hefur aldrei orðið
hess memua: að kveða vitleysuna niður
að fullu.
Svarið við fyrrgreindri spurningu er
ofur einfalt: Laxinn tekur stundum
fæðu í fersku vatni, en ekki reglulega
eða neitt í líkingu við það sem hann
gerir í sjó. Þetta er auðsjáanlega ráð-
stöfun náttúrunnar, sem alltaf er að
hugsa um viðhald tegundanna, því að
þyrfti laxinn alltaf að vera að éta í
ánni, mundi allt ungviði, bæði af hans
eigin stofni og öðrum tegundum, ganga
til þurrðar í þeim ám, sem lax gengur í.
En hvers vegna tekur laxinn þá svo
fúslega flugur okkar og annað agn, ef
hann er ekki svangur? Svarið við því et
einnig áreiðanlega svo auðvelt, að það et
óþarfi að fara að búa sér til einhverjar
þokukenndar fræðisetningar: Hann gríp-
ur agnið í reiði, í varnarskyni vegna seið-
anna, sem hann á í vændum eða af ein-
hverri skyldri ástæðu. Hann er ránfiskur
og glatar ekki því eðli að grípa bráðina
eða það, sem honum sýrist vera lifandi.
Sú staðreynd að nýgenginn lax tekur yfir
leitt betur, styrkir þessa skoðun.
Hvers vegna myndast þessi ógnarljóti
krókur eða hnúður á neðri skolti hæng-
anna þegar líður að hrygningunni?
Sem vopn er hann vita gagnslaus, því að
hann kemur í veg fyrir að fiskurinn geti
lokað munninum. Hið sanna er að lax-
ar ráðast aldrei hvor á annan við got
holurnar, þótt Arthur Hutton fullyrði að
hængarnir séu í sífelldum áflogum og
bæti því við, „að ekki sé óalgengt að
sjá að einn hængur drepi annan."
P. D. Malloch varði miklum tíma til
þess að athuga laxinn í Tay. Hann seg-
ist aldrei hafa séð neitt, sem líktist áflog-
um hænga. Og í þau mörgu skipti, sem
ég hef horft á lax hrygna, mjög nálægt
mér, í ýmsum ám í Devon, hef ég aldrei
séð áflog, endaþótt hængur sá, sem fylgdi
hrygnunni, bægði keppinautnum frá.
Mér er minnisstætt bréf, sem ég las einu
sinni. Það var frá manni, sem sagðist
loksins hafa uppgötvað til hvers krókur-
inn væri á hængnum. Kvað hann laxinn
nota krókinn þannig, að hann biti um
sporð keppinauta, sem gerðust of nær-
göngulir, og drægi þá undan straumi frá
hrygnunni. Hann fullyrti að hann hefði
sjálfur séð þetta gerast.
V. M. þýddi.
Bdðir góðir.
MAÐUR nokkur átti leið yfir brú og sá veiði-
mann þar skammt frá. Hann kallaði til hans og
spurði: Ertu að fá hann?
— Eg er nú hræddur um það, svaraði veiði-
maðurinn. — Eg fékk 40 stærðar silunga hérna i
hylnum í gær, og 22 hef ég fengið það sem af
er í dag.
— Veiztu hver ég er? spurði aðkomumaðurinn.
— Nei, það veit ég því miður ekki. Eg man
ekki til að við höfum sést áður.
— Eg á allt land héma að ánni og þar af
leiðandi alla silungana, sem þú hefur veitt i
óleyfi.
— En veist þú hver ég er? spurði veiðimaðurinn.
— Nei, svaraði landeigandinn, en það þarf ég
nauðsynlega að fá að vita.
— Það er velkomið, svaraði veiðimaðurinn. —
Eg er lýgnasti maður á landinu.
24
Veidimaourinn