Veiðimaðurinn - 01.09.1963, Side 36

Veiðimaðurinn - 01.09.1963, Side 36
vona yfirvöldin að geta á næstu mánuð- um bætt að minnsta kosti 100 slökkvi- bílum við þá 450, sem fyrir hendi eru, en tala sú er geigvænlega lág í borg, sem telur um 10 milljónir íbúa. Sérstök nefnd í Tokyo, sem fjallar um jarð- skjálftahættu, hefur varað við því, að um 21.000 hús í höfuðborginni yrðu ægilegu eldhafi að bráð, ef um sterkan jarð- skjálftakipp yrði að ræða. JAPANIR ERU TAUGAÓSTYRKIR. Það er til skiljanleg skýring á allri þessari ókyrrð, þótt ekki sé leitað til hleypidóma alþýðunnar né náttúrufræði- legra athugana. Fólk kann að álíta það uggvænlegan fyrirboða, að enginn mikill jarðskjálftakippur hefur verið skráður í Japan síðan Hokkaido-kippurinn kom árið 1952, en tveimur árum þar á undan kom mikli jarðskjálftinn í Fukni og fjór- um árum á undan mikli jarðskjálftinn í Nankai. Auðsýnilega er fólk í „Landi jarðskjálftanna“ ekki vant svo löngum hléum og verður taugaóstyrkt, þegar þau verða nokkuð löng. Japanskir jarðskjálftafræðingar hafa sannarlega aðstöðu til þess að vita meira um jarðskjálfta en flestir hinra heppnari starfsbræðra þeirra erlendis. Þeir láta í Ijós þá von, að þeir muni líklega um árið 1970 vera farnir að geta sagt fyrir um meiri háttar yfirvofandi jarðskjálfta með tveggja til þriggja daga fyrirvara. Dr. T. Hagiwara við Tokyoháskóla, einn af fjölfróðustu jarðskjálftafræðing- um heimsins, vonar, að slíkt verði mögu- legt með því, að komið verði upp mæl- ingastöðum um land allt, og eiga þær að mæla breytingar á jarðskorpunni. Sam- kvæmt áliti dr. Hagiwara verða þessar breytingar allt að 10-—12 mílur undir yfirborði jarðar, en þær eru undanfari jarðskjálfta og eftir þeim er hægt að segja fyrir um væntanlegar jarðhræringar á yfirborðinu. Rannsóknir prófessors Hagiwara eru grundvallaðar á þeirri kenningu, sem almenn er meðal japanskra vísinda- manna, að jarðskjálftar orsakist af fyrir- brigði, sem hingað til hefur ekki fylli- lega skilizt, þ. e. að um sé að ræða steinmyndanir, sem ýmist þenjist út eða dragist saman djúpt í jarðskorpunni. Margir bandarískir jarðskjálftafræð- ingar draga þessa skoðun í efa, en þeir álíta, að jarðskjálftahræringar rnuni fremur vera afleiðingar af sprungum, sem myndast, og valda riðlun á steinlög- um í jarðskorpunni, og sé erfitt að sjá slíkar breytingar fyrir. (Tímaritið Úrval). Fékk lax á skaki. FRÁ því var skýrt í einhverju dag- blaðinu í Reykjavík, nú í sumar, að maður í Bolungarvík, Valdimar Björns- son að nafni, hefði fengið 10 punda lax á handfæri. Það mun vera mjög sjald- gæft, að lax veiðist á handfæri, þó hefur það komið fyrir áður hér við land, sbr. frásögn í 50. hefti Veiðimannsins um 8 p. lax, er veiddist á handfæri vestur undir Jökli árið 1959. Væri fróðlegt að fá fréttir um það, ef einhver af lesendum ritsins vissi til að það hefði komið fyrir oftar. 26 Veiðimadurinn

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.