Veiðimaðurinn - 01.09.1963, Síða 37
Frelsun mín frá stangveiði.
FRÁSAGNIR veiðimanna um fyrstu veiði-
ferðina eru venjulega nokkuð hástemdar lýsing-
ar á þeim ævintýraheimi, sem þeir hafa þá
kynnst, stundum að viðbættu þakklæti til
þeirra manna, sem opnuðu þeim ríki „hinnar
göfugu íþróttar".
Það er því tilbreyting að lesa einu sinni frá-
sögn manns, sem fékk þá reynslu af fyrstu
veiðiferðinni, að hann ákvað að snerta aldrei
veiðistöng framar. Greinin er þýdd og endur-
sögð úr enska ritinu ,,The Fishing Gasette S:
Sea Angler. Höfundurinn er einhver C. S. Clarke.
Ritstj.
„ÞÚ ert auðvitað stangaveiðimaður.
Ég þarf ekki að spyrja að því?“
„Nei, slíku deyfðardútli hef ég ekki
áhuga fyrir“.
„Nú, það er auðheyrt að þú hefur
ekki reynt það“.
„Nei, en ég hef horft á aðra reyna það“.
Hve oft verðum við ekki heyrnarvottar
að orðaskiptum eitthvað á þe'ssa leið!
Jú, ég var í hópi þeirra, sem héldu að
þessi þrótt — þótt Guð megi vita,
hvers vegna það er kallað íþrótt —væri
deyfðardútl.
En tímarnir breyttust og ég með þeim.
Tildrög þess voru sem hér segir:
Ég var þá í Dartmoor, hafði dottið í
hug að leita úr skarkala borgarinnar, og
hvíla mig í sveitasælunni. Ég lá aftur á
bak á lyngmóa, starði upp í heiðan him-
ininn og horfði á engjalævirkja, sem
flaug í átt frá mér og fyllti loftið með
sínum hryglukennda söng. Hann var allt-
af að minnka, unz hann var orðinn eins
og örlítill depill, en þá stanzaði hann
skyndilega, kom hrapandi til jarðar, eins
og hann hefði geispað golunni, en breiddi
svo úr vængjunum nokkra metra frá
jörðu og stakk sér léttilega niður í lyng-
ið.
En „landtaka“ mín heppnaðist ekki
svona vel! Ég féll til jarðar með „dynk“
vegna þess að ég heyrði allt í einu bölv-
að á ósvikinni ensku, en slíkt fannst
mér vera helgispjöll á þessum stað.
Fullkomin einbeiting.
Ég settist upp og sá, að nokkra metra
frá mér stóð maðurinn, sem svo illilega
hafði truflað dagdrauma mína með þessu
ruddalega orðbragði.
Hann hafði ekki séð mig, og mér virt-
ist ólíklegt að hann yrði mín var, eftir
einbeitingarsvipnum á andliti hans að
dæma. Þetta var veðurbarið andlit með
furðulega mikið yfirskegg, og undir
dröfnóttum veiðihattinum, sem slútti
langt niður á ennið, sást í kafloðnar
augabrýr og u'ndir þeim lítil, þrútin
augu, sem eingöngu var beint að við-
fangsefninu.
Það var áreiðanlega veiðistöng, sem
maðurinn sveiflaði svona fram og aftur
með þessum alvörusvip! En hvers vegna
sóaði hann svona miklum kröftum í
þetta? Jæja, hann var kannski snilling-
27
Veiðimaðurinn