Veiðimaðurinn - 01.09.1963, Blaðsíða 47

Veiðimaðurinn - 01.09.1963, Blaðsíða 47
Vatnsdalstjörn og Vatnsdalshellir. KERLING ein finnsk að ætt bjó í Kaupmannahöfn í húsi sér með dóttur sinni. Námsmaður einn íslenzkur, sem var að læra við háskólann, var til hús- anna hjá henni. Einhver samdráttur var milli íslendingsins og dóttur Finnunnar, og hugðu þær mæðgur báðar og treystu því, að hann mundi ætla að eiga hana. Stúdentinn furðaði sig á því, að alltaf höfðu þær annan daginn glænýjan sil- ung á borðum, en hinn daginn nýtt ket og slátur, og þó varð hann aldrei var við að þær keyptu slík matarföng. Grun- aði hann því, að þetta mundi ekki vera einleikið. Kemur hann því eitt sinn að máli við dóttur Finnunnar og spyr hana, hvernig á þessu standi. Þorði hún ekki að segja honum það eða gat það ekki, á milli, söng þeirra, kvak og tíst, til þess að ganga úr skugga um, hvaða hljóð hver tegund notar sem hættu — og að- vörunarmerki. Síðan hafa þessi hljóð vissra fuglategunda verið tekin upp á segulband og þeim svo útvarpað í hátöl- urum yfir akra og ávaxtagarða. Er sagt að þetta hafi reynzt vel, til þess að fæla fuglana frá uppskerunni. Vera má að þarna sé fundið ráð sem mundi duga við veiðibjölluna, ef tækni- legar aðstæður væru fyrir hendi til þess að nota það? En meðan svo er ekki verð- ur líklega byssan bezta vopnið, sem fyrr, gegn þessum aðsópsmíkla ránfugli. V. M, en fór á fund móður sinnar og segir henni, að íslendinginn forvitni að vita, hversu liún afli að sér slátrinu og sil- unginum. Runnu þá fyrst tvær grímur á Finnuna, livort hún ætti að segja honum frá því, en af því að hún hugði gott til gjaforðs dóttur sinnar, réð hún það þó af að gera það. Bað hún hann þá að koma með sér fram í eldhús. Sýndi hún honum þar ofurlitla holu ofan í ösku- stóna. Dorgaði hún ofan í hana og dró upp silung. Hann spurði hana að, hvað- an hann væri. Hún sagðist seiða hann til sín úr Vatnsdalstjörn í Fljótshlíð á ís- landi. En ketið og slátrið fengi hún svo, að hún seiddi til sín sauði þá, sem vænst- ir væri í Vatnsdalshelli. Eftir það fór stúdentinn út til íslands, því ekki varð af þeim ráðahag, að hann ætti dóttur Finnunnar. Sagði hann þá mönnum frá háttum kerlingar. Hættu menn þá að furða sig á sauðahvarfi því, sem lengi hafði verið í Vatnsdal, og menn höfðu margs til getið, hvað valda mundi. Var þá féð tekið úr hellinum og minnkaði fjárhvarfið við það. F.n það er af stúdentinum að segja, að hann kunni svo mikið fyrir sér, að hann gat glapið svo töfra kerlingar, að ekki fékk hún framar seitt til sín veiði úr Vatnsdals- tjörn. Jafnskjótt og hún var komin að raun um það, lagði hún það á tjörnina, að allur silungur í henni skyldi verða að hornsílum og aldrei framar í henni veið- ast annað. Úr þjóðsögum Jóns Þorkelssonar. Veiðimaðurinn 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.