Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2022, Síða 3

Læknablaðið - 01.09.2022, Síða 3
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 379 Hlíðasmára 8 201 Kópavogi sími 564 4104 Útgefandi Læknafélag Íslands Ritstjórn Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, ritstjóri og ábyrgðarmaður Berglind Jónsdóttir Gunnar Thorarensen Hulda María Einarsdóttir Ingibjörg Jóna Guðmundsdóttir Lilja Sigrún Jónsdóttir Magnús Haraldsson Ólafur Árni Sveinsson Tölfræðilegur ráðgjafi Sigrún Helga Lund Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@lis.is Auglýsingar Ingvar Freyr Ingvarsson ingvar@lis.is Umbrot Margrét E. Laxness melax@lis.is Prófarkalestur Aðalsteinn Eyþórsson Upplag 2000 Áskrift 21.900,- m. vsk. Lausasala 2190,- m. vsk. Prentun og bókband Litróf Vatnagörðum 14 104 Reykjavík Dreifing Íslandspóstur Höfðabakka 9 110 Reykjavík © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild, án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfund- ar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagna- grunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition, Scopus og Hirsluna, gagnagrunn Landspítala. The scientific contents of the Icelandic Medical Journal are indexed and abstracted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Sci- ence Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL 30 færri komu hvern dag í júní og júlí á bráðamóttöku Landspítala. Spítalinn ætlar að takmarka fjölda þeirra sem liggja á göngunum við 15. Óvissa í kortunum í vetur ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Biðin lengdist þótt færri kæmu á bráðamóttökuna 900 færri komu á bráðamóttöku Landspítala bæði í júní og í júlí miðað við maí í ár og sum- armánuðina í fyrra. Þetta segir Jón Magnús Kristjánsson sem leiðir viðbragðsteymi bráða- þjónustunnar sem heilbrigðisráðherra skipaði í júní. Ekki sjáist merki þess að aðsókn hafi aukist annars staðar í kerfinu á sama tíma. Eitt af úr- ræðum sumarsins hafi verið að ráða 6 erlenda lækna til starfa, tvo til lengri tíma. „Þrátt fyrir minni aðsókn sjáum við að bið eftir þjónustu lengist, fleiri liggja á göngunum og bíða lengur eftir innlögn á aðrar deildir,“ seg- ir hann. Biðin sé nú orðin sambærileg við það sem var fyrir COVID. „Meðalbiðtími þeirra sem lögðust inn á aðra deild var 23,5 klukkustundir í júlí.“ Samkvæmt tölum spítalans var hún 21 klukkutími í júní, rétt eins og fyrir COVID. Jón segir rót vandans á bráðamóttökunni enn vera fráflæði sjúklinga á aðrar deildir. Tvær meginleiðir séu til að bæta úr stöðunni: Að fjölga fullnægjandi úrræðum fyrir einstak- linga með færniskerðingu utan Landspítala. Að ákvarða hámarkstíma sem einstaklingar megi vera á bráðamóttökunni. Lausn sem leiði til auk- ins álags á öðrum deildum. „Reynt verður að fara báðar þessar leiðir,“ segir Jón, og að stefnt verði á að 100 með- ferðarrými utan Landspítala verði opnuð á haustmánuðum. Framkvæmdastjórn spítalans hafi tekið þá ákvörðun að setja hámark á fjölda þeirra sem liggi á bráðamóttökunni á hverjum tíma. Már Kristjánsson, forstöðumaður lyflækn- inga- og bráðaþjónustu Landspítala, segir að miðað sé við að um 15 liggi inni hverju sinni. Sú tala verði 10 þegar meðferðarrýmin opni. Jón segir að minni ásókn hafi verið ákveðinn sigur í þungri stöðu bráðamóttökunnar en hlutverk viðbragðsteymisins var að tryggja bráðaþjónustu spítalans í sumar. „Ég tel að fjöl- miðlaumfjöllun um stöðuna hafi hjálpað þar til.“ Helsta áskorun bráðamóttökunnar nú er skortur á hjúkrunarfræðingum. Uppsagnarfresti þeirra sem sögðu upp í vor er að ljúka. „Það verður mikil áskorun fyrir Landspít- ala að reka deildina þegar vantar um það bil þriðjung hjúkrunarfræðinganna sem ættu að vinna þar,“ segir hann. En þó sé jákvætt að 23 hjúkrunarfræðinemar hafi ráðið sig á deildina í sumar. Már segir að búast megi við fimmtu COVID- bylgjunni og erfiðri inflúensu miðað við reynsluna á suðurhveli jarðar. Þá séu miklar breytingar í innra skipulagi og mönnunin óvissuþáttur. „Ef við vegum þetta saman má segja að horfurnar einkennist af óvissu.“ Jón Magnús Kristjánsson leiðir viðbragðsteymi um bráðaþjónustu. Mynd/gag Móta hlutverk bráðadeilda Ein megináhersla viðbragðsteymis um bráðaþjónustu er að búa til stefnu og staðla fyrir bráðamóttökurnar í Reykjavík, Keflavík, á Akureyri og Selfossi. „Núna þegar kreppir að heilbrigðiskerfinu með vaxandi skorti á starfsfólki er afar mik- ilvægt að hafa heildaryfirsýn svo nýta megið takmarkað féð sem best,“ segir Jón Magnús Kristjánsson forsvarsmaður teymisins. Hann var yfirlæknir bráðamóttökunnar og sat í átakshópi heilbrigðisráðherra um vanda henn- ar 2020. „Ég upplifi að nú séu úrræði sett í fram- kvæmd,“ segir hann. „Hér er fullur vilji til að gera allt sem hægt er til að leysa vandann.“

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.