Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2022, Síða 11

Læknablaðið - 01.09.2022, Síða 11
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 387 R A N N S Ó K N Inngangur Þrenging í höfuðstofni vinstri kransæðar (left main coronary artery) veldur meiri einkennum og leiðir til hærri dánartíðni en aðr- ar kransæðaþrengingar þar sem höfuðstofninn veitir blóðflæði til stórs hluta hjartans.1,2 Erlendis eru um 4-6% þeirra sem fara í kransæðamyndatöku vegna gruns um kransæðasjúkdóm með slíka þrengingu.3 Almennt er þrenging í kransæð talin marktæk ef hún er yfir 50% á kransæðamyndatöku í tveimur plönum en í vafatilfellum er hægt að meta þrenginguna frekar með innanæðar- ómun (intravascular ultrasound, IVUS) eða lífeðlisfræðilegum mæl- ingum sem mæla hlutfallslegt flæði yfir þrengingu (instantaneous wave-free ratio, iFR, eða fractional flow reserve, FFR).3,4 Útbreiðsla kransæðasjúkdóms hefur mikil áhrif á horfur og stundum er til staðar þriggja æða sjúkdómur, það er sjúkdómur í öllum þremur meginkransæðum hjartans: fremri millisleglakvísl (left anterior descending artery), umfeðmingskvísl (left circumflex artery) og hægri kransæð (right coronary artery) ásamt höfuðstofns- þrengingu.3,5 Stiga má útbreiðslu kransæðasjúkdóms með svoköll- uðu SYNTAX (Synergy between Percutaneous Coronary Intervention Heiðrún Ósk Reynisdóttir1 Margrét Kristín Kristjánsdóttir1 Brynjólfur Árni Mogensen2 Karl Andersen1,2 Tómas Guðbjartsson1,3 Martin Ingi Sigurðsson1,4 Ingibjörg J. Guðmundsdóttir1,2 Heiðrún Ósk Reynisdóttir og Margrét Kristín Kristjánsdóttir eru læknanemar við læknadeild HÍ en aðrir höfundar eru læknar við Landspítala. 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2hjartadeild, 3hjarta- og lungnaskurðdeild, 4svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala. Fyrirspurnum svarar Ingibjörg J. Guðmundsdóttir, ig@landspitali.is Á G R I P INNGANGUR Kransæðahjáveituaðgerð hefur lengi verið talin kjörmeðferð fyrir sjúklinga með höfuðstofnsþrengingu en rannsóknir síðustu ára hafa sýnt að kransæðavíkkun gefur sambærilegan árangur í ákveðnum sjúklingahópum. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvernig meðferð við höfuðstofnsþrengingu var háttað á Íslandi síðastliðin ár og hvort hún hafi breyst. Einnig voru könnuð áhrif bakgrunnsþátta á meðferðarval og langtímalifun. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Rannsóknin náði til sjúklinga með höfuðstofnsþrengingu á Íslandi 2010-2020. Um er að ræða afturskyggna, lýðgrundaða gagnarannsókn þar sem gögn voru færð í SCAAR-SWEDEHEART-gagnagrunninn í rauntíma þegar sjúklingar fóru í kransæðamyndatöku. Sjúklingar með sögu um fyrri hjáveituaðgerð eða frábendingu fyrir aðgerð voru útilokaðir. Langtímalifun var skoðuð með aðferð Kaplan-Meiers og sjálfstæðir forspárþættir lifunar með COX- aðhvarfsgreiningu. NIÐURSTÖÐUR Af 702 höfuðstofnsþrengingum voru 195 meðhöndlaðar með kransæðavíkkun, 460 með hjáveituaðgerð og 47 með lyfjameðferð eingöngu. Mesta spönn á aldri sjúklinga var í víkkunarhóp og meðalaldur lyfjameðferðarhóps var hæstur. Sjúklingar með höfuðstofnsþrengingu og þriggja æða sjúkdóm eða samhliða lokusjúkdóm fóru oftast í hjáveituaðgerð (76,1% og 84,4%). Sjúklingar með höfuðstofnsþrengingu eingöngu voru oftast víkkaðir (62,1%) sem og sjúklingar með hjartadrep með ST-hækkun eða hjartabilunarlost (67,1% og 70,0%). Hlutfall víkkana jókst úr 19,8% á fyrri hluta rannsóknartímabilsins í 42,7% á því síðara. Ekki var marktækur munur á heildarlifun í víkkunarhóp og hjáveituhóp (p=0,41). ÁLYKTUN Þættir sem tengjast meðferðarvali sjúklinga með höfuðstofnsþrengingu eru aldur, útbreiðsla kransæðasjúkdóms og hversu brátt ástand sjúklings er. Veruleg aukning hefur orðið á höfuðstofnsvíkkunum og ekki er marktækur munur á lifun þeirra sem fóru í hjáveituaðgerð og kransæðavíkkun, en sjúklingahóparnir eru ólíkir. Meðferð höfuðstofnsþrenginga á Íslandi: Víkkun, hjáveituaðgerð eða lyfjameðferð?Fjölskyldu- og styrktarsjóður lækna Fjölskyldu- og styrktarsjóður lækna (FOSL) var stofnaður árið 2001. Upp haflegi tilgangur sjóðsins var að greiða fæðingarstyrki. Frá 1. mars 2022 taka gildi endurskoðaðar úthlutunarreglur. Fjölskyldu- og styrktarsjóður lækna greiðir: Læknar sem starfa samkvæmt kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra og LÍ eiga rétt á styrk úr sjóðnum. Þeir sem stunda sjálfstæðan rekstur verða að sækja um aðild að FOSL og greiða iðgjald til hans. KYNNTU ÞÉR RÉTTINDI ÞÍN Sjá nánar á www.lis.is/is/sjodir/ fjolskyldu-og-styrktarsjodur • EINGREIÐSLUSTYRKI • ENDURHÆFINGARSTYRKI • FÆÐINGARSTYRKI • GLASAFRJÓVGUNARSTYRKI • STYRKI VEGNA NAUÐSYNLEGRA LÆKNISAÐGERÐA, SEM SJÚKRATRYGGINGAR GREIÐA EKKI • STYRKI VEGNA KAUPA Á HEYRNARTÆKJUM OG GLERAUGUM • STYRKI VEGNA SÁLFRÆÐIAÐSTOÐAR • STYRKI VEGNA TANNVIÐGERÐA • ÚTFARARSTYRKI • VEIKINDASTYRKI

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.