Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2022, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.09.2022, Blaðsíða 13
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 389 R A N N S Ó K N Mynd 1. Flæðirit rannsóknar. a25 sjúklingar voru í hjartastoppi og voru undanskildir lifunargreiningu. Að lokum var rannsóknarþýðinu skipt í þrjá hópa eftir því hvaða meðferð var veitt í kjölfar kransæðamyndatöku og þeir bornir saman (mynd 1). Í SCAAR-gagnagrunninum eru skráðar 99 breytur sem varða bakgrunn sjúklings, niðurstöður hjartaþræðingar, meðferðar- áform og niðurstöður kransæðavíkkunar. Í þessari rannsókn var aðeins unnið með breytur sem vörðuðu bakgrunn sjúklings, svo sem kyn og líkamsþyngdarstuðul. Fæðingardagur og dagsetn- ing kransæðamyndatöku voru síðan notuð til að reikna út aldur sjúklings þegar kransæðaþræðing fór fram. Notaðar voru breytur tengdar áhættuþáttum kransæðasjúkdóms, svo sem saga um reyk- ingar, sykursýki og insúlínnotkun, háþrýsting, notkun blóðfitu- lækkandi lyfja og Killip-flokkun 4 á hjartabilun, sem segir til um hvort sjúklingur var í hjartabilunarlosti við komu. Ef útreiknuð kreatínín-hreinsun var lægri en 60 mL/mín var nýrnastarfsemi skráð sem skert.15 Breytur sem sögðu til um fyrri sögu kransæða- víkkunar og bráðs hjartadreps voru notaðar, sem og upplýs- ingar um stungustað í kransæðamyndatökunni og ábendingu kransæðaþræðingar. Einnig voru notaðar breytur sem sögðu til um hvort notaðar voru lífeðlisfræðilegar mælingar, innanæðar- ómun eða lyfjahúðuð stoðnet. Eftirfylgni sjúklinga var skráð fram til 15. apríl 2021 og dánar- dagar fengnir frá Hagstofu Íslands. Miðgildi eftirfylgnitíma hjá víkkunarhóp var 5,2 ár (fjórðungsbil 3,3-8,4) og miðgildi eftirfylgni- Marktæk höfuðstofnsþrenging var skilgreind sem meira en 50-70% þrenging metin sjónrænt af hjartalækni sem framkvæmdi kransæðaþræðinguna, en í vafatilfellum voru notaðar við lífeðlis- fræðilegar mælingar (iFR/FFR) eða innanæðarómun (IVUS) til að skera úr um marktækni.16,17 Í 10 tilfellum vantaði upplýsingar um meðferð í grunninn og voru þær þá fengnar úr sjúkraskrá. Sjúklingar undir 40 ára voru 8 talsins og voru skoðaðir sérstaklega í sjúkraskrá. Einn þeirra var með ranga greiningu í gagnagrunninum og var því ekki tekinn með í rannsóknina. Sjúklingar sem fóru í fleiri en eina kransæða- myndatöku innan þriggja mánaða voru 12 alls og í þeim tilvikum var einungis síðasta skráningin notuð til að endurspegla loka- meðferðarval og forðast að telja sama sjúklinginn margsinnis. Upplýsingar um útbreiðslu kransæðasjúkdóms vantaði í íslenska gagnagrunninn, það er hvort þrengingar voru í öðrum kransæð- um en höfuðstofni, og var því öllum sjúklingum flett upp í mið- læga SCAAR-gagnagrunninum og útbreiðsla sjúkdóms skráð. Nánari greiningu á hjartastoppi vantaði hjá 8 sjúklingum, það er hvort ST-hækkun var á hjartarafriti (ST elevation myocardial infarct- ion, STEMI) eða ekki, og var hún fengin úr sjúkraskrá og skráð í gagnagrunninn. Sjúklingar sem fóru í kransæðaþræðingu eftir hjartastopp voru 25 talsins og voru þeir undanskildir í lifunar- greiningu, þar sem skamm- og langtímahorfur þeirra eru mjög frábrugðnar öðrum sjúklingum sem koma til kransæðaþræðingar.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.