Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.09.2022, Page 14

Læknablaðið - 01.09.2022, Page 14
390 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 R A N N S Ó K N tíma hjá hjáveituhóp 7,6 ár (fjórðungsbil 5,0-9,6). Sjálfstæðir for- spárþættir lifunar voru metnir með COX-aðhvarfsgreiningu. Inn í líkanið fór aldur og þær breytur sem voru marktækt breytilegar á milli víkkunar- og hjáveituhóps: Útbreiðsla kransæðasjúkdóms, saga um fyrri víkkun, hjartabilunarlost, skert nýrnastarfsemi og ábending kransæðaþræðingar. Breyturnar uppfylltu skilyrði um hlutfallslega áhættu. Tölfræðiúrvinnsla var unnin í R, útgáfu 4.0.3 (R foundation for Statistical Computing, Vín, Austurríki), með Rstudio útgáfu 4.1.1103 fyrir Mac. Flokkabreytum er lýst með fjölda (%) og talna- breytum með meðaltali og staðalfráviki eða miðgildi og fjórð- ungsbili. Kí-kvaðrat próf var notað til að bera saman hlutföll milli meðferðarhópanna og einþátta fervikagreiningu við samanburð meðaltala. Bartlett-próf var notað til að kanna mun á dreifni hópanna og heildarlifun reiknuð með aðferð Kaplan-Meiers þar sem log-rank-próf var notað við samanburð á lifunarkúrfum. Töl- fræðileg marktækni miðaðist við p-gildi<0,05. Niðurstöður Á rannsóknartímabilinu 2010-2020 voru gerðar 18.649 kransæða- þræðingar og sýndu 1164 þeirra höfuðstofnsþrengingu þar sem 702 (60%) uppfylltu skilyrði fyrir þátttöku í rannsókninni. Sjúk- lingarnir voru 689 talsins, þar sem 13 fóru tvisvar í kransæða- myndatöku á rannsóknartímabilinu. 462 höfuðstofnstilfelli voru undanskilin frekari þátttöku í rannsókninni þar sem 376 höfðu fyrri sögu um hjáveituaðgerð og 74 höfðu aðra frábendingu fyrir aðgerð. Einnig voru 12 tilfelli tekin frá vegna tvítekningar, það er fóru tvisvar í kransæðaþræðingu innan þriggja mánaða. Af 702 tilfellum voru 147 konur (21%) og 555 karlar. Af þeim voru 195 meðhöndluð með víkkun, 460 með hjáveituaðgerð og 47 fengu lyfja meðferð eingöngu (mynd 1). Tafla I sýnir bakgrunnsþætti sjúklinga ásamt ábendingu fyr- ir kransæðamyndatöku. Meðalaldur sjúklinga var 70,0±10,3 ár, og var hæstur meðal þeirra sem fengu lyfjameðferð eingöngu (p<0,001). Ekki var marktækur munur á líkamsþyngdarstuðli, tíðni sykursýki eða reykingum milli hópanna. Helmingur lyfja- meðferðarhóps var með skerta nýrnastarfsemi og var hún algeng- ust í þeim hópi. Sjúklingar í hjartabilunarlosti voru í 70% tilvika meðhöndlaðir með víkkun en sjúklingar með stöðuga hjartaöng eða með NSTEMI/óstöðuga hjartaöng fóru oftast í hjáveituaðgerð (68% og 70%). Alls reyndust 70 sjúklingar vera með STEMI og fóru 67% þeirra í víkkun. Sjúklingar sem einnig höfðu hjartalokusjúk- dóm fóru flestir í hjáveituaðgerð (84%) þar sem jafnframt var gerð lokuaðgerð. Mynd 2 sýnir meðferð eftir aldri sjúklinga, en þeir sem voru undir fimmtugu og yfir níræðu voru oftast meðhöndlaðir með kransæðavíkkun. Sjúklingar á aldrinum 50-89 ára voru hins vegar meðhöndlaðir með hjáveituaðgerð í 67% tilfella (mynd 2A). Aldurs- spönn var ólík milli hópanna þar sem víkkunarhópur hafði mestu spönn en lyfjameðferðarhópur minnstu (p<0,001). Með hækkandi aldri jukust líkur á því að beitt væri hjáveituaðgerð eða lyfjameð- ferð eingöngu (mynd 2B). Útbreiðsla kransæðasjúkdóms var mjög mismunandi á milli hópa þar sem höfuðstofnsþrenging eingöngu eða höfuðstofns- þrenging ásamt þrengingu í einni annarri megin kransæð var oftar meðhöndluð með víkkun (55,7%). Útbreiddari kransæða- sjúkdómur, höfuðstofnsþrenging ásamt þrengingu í tveimur eða Mynd 2. A) Meðferð höfuðstofnsþrenginga eftir aldursflokkum. Sjúklingar sem fóru í kransæðavíkkun eru sýndir með bláum lit og %. B) Aldursspönn hverrar meðferðar höfuðstofnsþrenginga. PCI=kransæðavíkkun (Percutaneous coronary intervention); CABG=kransæðahjáveituaðgerð (Coronary artery bypass grafting). 40.0 72.2 29.5 25.7 21.9 32.8 75.00 50 100 150 200 0−39 40−49 50−59 60−69 70−79 80−89 90−99 Aldurshópur (ár) Fj öl di A 0.00 0.01 0.02 0.03 0.04 30 40 50 60 70 80 90 Aldur (ár) Þé ttn i B Meðferð Lyfjameðferð PCI CABG

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.